Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Er ekki komið nóg?

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þessu grjótkasti og enn merkilegra að þarna er stjórnandi á ferð sem bar ábyrgð á rekstri stofnunnar og öflugum mannafla.  Nú þegar allt hefur ekki farið eins og hann óskaði sjálfur virðist hann hafa ákveðið að reyna róta sem best í kringum sig í von um að draga sem flesta með sér frá borðinu. 

Reyndar er ég sammála honum um að þetta sé óttalegur sandkassaleikur sem í gangi er, reyndar tek ég að ofan fyrir fólki sem játar kosti sína og galla.  Hann hefur verið ólatur við að koma í alla þá fjölmiðla sem hann hefur komist í til þess að segja sína skoðun á allt og öllum.  Ég hreinlega leyfi mér að efast um að þetta sé honum sjálfum eða stofnuninni sem hann hefur stýrt til framdráttar.

En það verður ekki tekið frá honum að hann hefur unnið gott starf embættinu og landinu til heilla.  En eins og dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á þá hefur starfið sem lögreglustjórinn sinnir breyst mjög mikið frá því að hann tók við því og því rétt að auglýsa stöðuna svo að sá sem henni gegnir hafi ótvírætt umboð til þess. 

Hann hefur hinsvegar kosið að túlka atburði síðustu daga á þann veg að honum sé ekki stætt á að sækja um starf og því ætli hann að skemma eins mikið út frá sér eins og hann getur, það er miður því um leið er hann að draga niður allt það góða starf sem hann hefur unnið.

En það er í þessu starfi sem og öllum öðrum "maður kemur í mans stað" og ef sá sem leiðir stofnunina getur ekki unnið með þeim sem leggja línurnar á hverjum stað fyrir sig, það á vitanlega um bæði fyrirtæki og stofnanir, þá er það öllum til heilla að viðkomandi láti af störfum. 

Hinsvegar vona ég að sjálfssögðu að hann fái góða vinnu sem hann getur starfað sáttur við sig og stjórn.


mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er mjúk karlremba.... eða hvað

Nei, nú er ég alveg hættur að skilja.

Þegar ég var ungur eða öllu heldur yngri þá sagði móðir mín alltaf við mig, Óttarr þú skal vera mjúkur maður þegar þú byrjar í sambúð.  Auðvitað misskildi ég móður mína hraplega og flaug beint yfir kjörþyngd.  Ég fékk vitanlega skýringu á þessari myndlíkingu frá móður minni seinna og maður hefur síðan verið að reyna berjast við að halda aukakílóunum í skefjum.  En eftir allt þetta stríð kemur svo í ljós að maður á bara að vera karlremba því þá eru manni allir vegir færir....

.... Kona komdu með bjór - Skyldi þetta virka .... ææ ég veit ekki Wink


mbl.is Karlrembur fá hærri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir - styðja svarta atvinnustarfsemi

VG-RN-2-Arni_Thor_Sigurdsson_004Það var alveg með ólíkindum að hlusta á þingmann Vinstri grænna, Árna Þór Sigurðsson, í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun þar sem hann lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við svarta atvinnustarfsemi í landinu.  Verið var að ræða um þá útlendinga sem sæta nú meðferð útlendingastofnunnar vegna umsóknar um dvala- og atvinnuleyfi.  Þar sagðist hann einfaldlega skilja það mjög vel að útlendingar stunduðu svarta atvinnustarfsemi til þess að ná sér í pening.  Merkilegt að hann skyldi ekki lýsa yfir stuðningi við íslenskt fólk sem stundar svarta atvinnustarfsemi, því þar geta verið jafn gildar ástæður og þær sem hann telur að útlendingarnir geti lagt fram.

Ég er mjög hissa á þessari yfirlýsingu þingmannsins og tel hana í meira lagi óviðeigandi.  Þingflokkur Vinstri grænna hefur verið duglegur að benda á ýmislegt sem þeim finnst ríkið eigi að gera með tilheyrandi kostnaði án þess að benda á hagræðingarleiðir á móti.


Þetta er snilld

Pleo Þetta er nú eitt af þeim tækjum sem maður verður nú bara að eignast.  Ég sá mann með svona "gæludýr" á Kaffi París fyrir einhverju síðan og þetta sló alveg í gegn. 

Spurning hvort maður kaupir bara ekki svona handa sjálfum sér í jólagjöf :-)


mbl.is Pleo seldist upp í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauða spjaldið

Það getur stundum verið fín lína á milli þess sem maður getur kallað list eða hreinlega heimsku.  Ég get ekki betur séð en að þarna hafi verið maður á ferðinni uppfullur af sjálfsáliti og athyglisþörf, það er akkúrat ekkert sem tengir þetta verk við list að mínu mati.  ´

Að mínu mati slapp þessi drengur vel en líklega hefði verið mun eðlilegra að hann hefði greitt fyrir alla þá fyrirhöfn sem eigendur safnsins sem og ríkið þurfti að leggja útí vegna þessarar miklu athyglisþarfar.  Ég legg það til að hann leggi svo kallað list sína á hilluna og snúi sér að öðru.


mbl.is Máli Þórarins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskemmtileg sjón

Maður getur nú ekki annað en brosað, í það minnsta út í annað þegar maður les viðbrögð upplýsingafulltrúa Flugstoða.

"Hún segir Flugstoðir munu kanna hvernig skemmdarvargarnir komust inn á svæðið"

Það þarf nú ekki mikla rannsókn til þess að sjá hvernig þeir fóru inn á svæðið, líklega hafa þeir klifrað yfir girðinguna sem er rétt rúmlega mannshæðar há og það ætti ekki að taka meðal mann nema u.þ.b 2 mínútur að vippa sér yfir. 

Þegar maður hefur verið að fara um svæðið til þess að skoða flugvélarnar með krökkunum þá hefur maður iðulega velt því fyrir sér hvers vegna það sé engin öryggisgæsla á staðnum, þetta er nú einu sinni alþjóðaflugvöllur og þarna er fólk að koma frá Egilsstöðum, Danmörku, Vestmannaeyjum og Þýskalandi svo eitthvað sé nú nefnt.  En þarna sér maður aldrei neina öryggisgæslu á ferð.

En hitt er svo annað mál að þessi verknaður er auðvitað afskaplega hvimleiður eins og allt þetta "veggjakrot" er og maður skilur hreinlega ekki skemmdafíknina hjá þessu fólki.

 


mbl.is Skemmdarverk á Þristinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlafólk ætti að skammast sín

Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi þátttakendur sem keppt hafa fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra sýnt það og sannað að þeir eru í fremstu röð íþróttaiðkenda, að þeir eru uppspretta drauma og markmiða hjá öðrum bæði fötluðum sem ófötluðum, þá er þeim ekki sýnt sú virðing sem þeir eiga svo sannarlega skilið.

Það eru fimm íslenskir íþróttamenn sem taka þátt að þessu sinni og þau eru

olympiufararSonja Sigurðardóttir keppir í 50 metra baksundi,

Jón Oddur Halldórsson í 100 metra hlaupi,

Baldur Ævar Baldursson keppir í langstökki,

Eyþór Þrastarson keppir í 400 metra skriðsundi og einnig 100 metra baksundi

og  Þorsteinn Magnús Sölvason keppir í lyftingum.

Það hryggir mig verulega að vita til þess að forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlar landsins skuli hafa ákveðið að hunsa leikana eins og ljóst hefur orðið.  Einungis félagsmálaráðherra var viðstaddur setningar athöfn leikanna í dag og ber að þakka henni fyrir það.  En að forsetinn og ráðherra íþróttamála skuli lýta á Ólympíuleika fatlaðra sem annars flokks miðað við hina hefðbundnu Ólympíuleika er hryggilegt og þessi ákvörðun dæmir þau fyrst og fremst sjálf.  Það er ekki langt síðan að ráðamenn þjóðarinnar sögðu að mikilvægt væri að sýna stuðning sinn í verki með því að mæta á Ólympíuleika þrátt fyrir að þeir væru haldnir í Peking. 

Þegar hinir hefbundu Ólympíuleikar voru settir var bein útsending frá athöfninni en í dag sá Ríkissjónvarpið sér ekki fært að sýna beint frá setningu leikanna og sáralítið hefur almennt verið sagt frá setningarathöfninni í fjölmiðlum  í dag.  Þegar dagskrá Ríkissjónvarpsins er skoðuð næstu daga er ljóst að stofnunin mun ekki sýna beint frá viðburðum leikanna heldur hunsa þá algjörlega og í besta falli sýna myndbrot af leikunum í fréttatíma sjónvarpsins. 

Hvers vegna er það að forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlar landsins taka þá ákvörðun að vera ekki til staðar til þess að styðja þetta öfluga íþróttafólk sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd?

Það hlýtur að vera eðlileg beiðni okkar eða öllu heldur krafa að ráðamenn sem og fjölmiðlafólk beri sömu virðingu fyrir fötluðum sem ófötluðum en fari ekki í manngreini álit og það hreinlega krafa okkar að þeim þátttakendum sem nú taka þátt fyrir Íslands hönd sé sýnt sú virðing sem þeir eiga skilið.


mbl.is Ólympíumót fatlaðra hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldra kona gaf mér puttan

Það er sjaldan sem ég verð orðlaus, ef það gerist hreinlega einhvertímann.  En í dag þá var ég algjörlega kjaftstopp eða eins og Bibba á Brávallargötunni sagði ég varð algjörlega stúmm.

Hvert er kurteisin í umferðinni að fara þegar miðaldra kona ákveður að gefa öðrum bílstjóra nú eða bílstjórum puttann.  Ég bara spyr? 

Það er oft rætt um að unglingarnir eða unga fólkið í umferðinni séu verstir, en hvert er umferðamenning okkar kominn þegar miðaldra kona er farinn að haga sér á þennan hátt.  En þetta atvik minnti mig óneitanlega á auglýsingu sem umferðarstofa birti fyrir nokkru síðan.


Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband