Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 23:50
51 gul baun
Metið mitt við eldhúsborðið er m.a að borða 51 gula baun, reyndar tók ég einnig einu sinni þátt í keppi sem fólst í því að drekka eitt glas að vatni með hverjum bita sem maður tók. Man reyndar ekki hve mörg glös ég gat drukkið en það skiptir kannski ekki öllu máli.
En hvort er það hugrekki eða heimaska hjá honum David Blaine að halda í sér andanum í 17 mínútur og 4 sekúndur? Mér finnst þetta vera heimska. En það er samt aldeilis gott að vita af þessum meti hans - eða finnst ykkur það ekki?
Hélt niðri í sér andanum í rúmar 17 mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2008 | 21:16
Eimskips mótinu lokið
Þær voru sælar Framstelpurnar sem kepptu á Eimskipsmótinu í dag. Mótið var haldið í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Í húsinu var að sjálfssögðu einvala lið framtíðar handboltastjarna hvers liðs fyrir sig og markartala dagsins skiptir eflaust hundruðum enda ekki óalgengt að skoruð væru 10 mörk í hverjum leik. En vitanlega var það ekki markatalan sem skipti máli heldur sveif ungmennafélags andinn í húsinu og aðal málið var að vera með og taka þátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 12:52
Tvær góðar fréttir sama daginn
Það eru góðar fréttir að Ástþór ætli ekki að bjóða sig fram til forseta nú þegar kjörtímabili Ólafs lýkur. Reyndar er það alltaf svo að lýðræði kostar sitt og ekkert er sjálfssagðara en það. En maður getur ekki verið sáttur við að peningar séu brenndir á kostnað almennings eins og raunin hefði orðið ef valkostirnir hefðu bara verið tveir þ.e Ólafur og Ástþór. Þar sem Ólafur hefði líklega fengið 99,9998% atkvæða.
Reyndar ætti það að vera markmið út af fyrir sig að tryggja frambærilega frambjóðendur í forsetakostningar því það á ekki að vera sjálfgefið að forseti lands sitji eins lengi og honum sjálfum þóknast.
Nú ég talaði um tvær góðar fréttir sama daginn. Hin fréttin er að sjálfssögðu sú að hópurinn sem fór uppá Hvannadalshnjúk um miðnætti komst alla leið upp og gat framkvæmt fyrsta myndsímtalið frá hæsta tind landsins.
Ástþór býður sig ekki fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2008 | 11:40
Síminn - á toppnum
Glæsilegur árangur starfsmanna Skipta og dótturfyrirtækja. Það er án efa gaman að hafa nú komist á topp landsins. Ég var svo heppinn að hitta hópinn áður en hann lagði af stað um miðnætti frá Hótel Skaftarfelli og að sjálfssögðu voru teknar nokkrar myndir, þær má sjá í myndaalbúminu.
En líklega eru starfsmenn hvað ánægðastir með að þessu verkefni sé nú lokið og að þeir geti frá og með næsta laugardegi sofið aðeins lengur þar sem þeir þurfa ekki að mæta á Esjuna um kl 09.00 til þess að taka þátt í æfingarferð fyrir Hnjúkinn.
Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu verkefni þrátt fyrir að hafa ekki komist á Hnjúkinn að þessu sinni. En ég mun án efa fara síðar enda útsýnið frá toppnum ómetanlegt.
Nú má með sanni segja að Síminn sé á toppnum, enda ekkert annað fjarskiptafyrirtæki sem getur boðið uppá samband frá hæsta tindi landsins.
Til hamingju Skipta, Síma, Mílu og Sensa starfsmenn með glæsilegan árangur.
Bein útsending frá Hnjúknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 11:54
Síminn - Á Hvannadalshnjúk
Farið var frá aðalsskrifstofum Skipta og Símans og förinni heitið í Hótel Skaftafell, þar sem ferðalangarnir munu hafa það notalegt og hvíla sig fyrir ferðina miklu uppá sjálfan hnjúkinn, sem væntanlega verður farinn aðfaranótt sunnudags.
Hópurinn samanstendur af rúmlega sextíu manns og leiðangursstjórinn er enginn annar en Haraldur Örn pólfari með meiru. Áætlað er að ferðin upp á tindinn taki um fjórtán til sextán klukkustundir fram og til baka og því meira en líklegt að ferðalangarnir verði orðnir þreyttir í lok dags.
Ég ætla renna aðeins austur og hitta hópinn og kanna stemninguna sem og taka nokkrar myndir, sem ég væntanlega set hér inn síðar í kvöld eða fyrramálið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2008 | 11:32
Læðist þú í ís(s)kápinn á næturnar?
Hvort var það ískápur eða ísskápur sem sprakk á Kvisthaganum? Eða var það kannski kæliskápur?
En eitt er víst ef þú læðir þér fram á næturnar til þess að næla þér í eitthvað sem í ísskápnum er þá ættir þú ekki að vera með Bloomberg ísskáp þar sem hann virðist vera með innbyggðan næturvara í formi þess að hann spyrngur
Ég veit um einn sem þyrfti á svona róttækum skáp að halda því þessi tilhugsun myndi klárlega minnka næturröltið hjá honum þegar hann er að næla sér í snarl.... en kannski verður maður svona sjálfur með aldrinum hver veit.
En að öllu gríni slepptu þá sem betur fer var enginn á ferli í eldhúsinu, því þá hefði getað farið verr.
Ísskápurinn sprakk í tætlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 00:27
Er þetta ekki bannað?
Sagði eldri dóttur mín undir lok keppninnar þegar hún horfði og hélt um andlitið því hún hélt að kórónan myndi detta af ný kjörinni ungfrú Reykjavík. "Er þetta ekki bannað" og ég spurði hvað, er hvað ekki bannað? Nú að ganga með svona flotta kórónu sem gæti dottið? Eina svarið mitt var, jú líklega en vonandi dettur hún ekki.
Til hamingju með titilinn ungfrú Reykjavík og vonandi bragðast pizzan vel...
Valin ungfrú Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2008 | 23:55
Piknik ferð fyrir sumarið!
Já það hlýtur að teljast skrýtið fólk sem ákveður að fara í piknik ferð um miðjan apríl mánuð. Allavega verður maður að hafa góða ástæðu til þess ekki satt? Við höfðum svo sannarlega góða ástæðu því við ákváðum að fara og hitta vinnufélaga okkar sem dvalið hefur á Reykjalund síðustu vikur, á milli þess sem hann ákveður að hitta bóndann á KFC - reyndar segist hann bara hafa farið einu sinni, líklega stolist með því að húkka sér far frá Reykjalund inní Mosfellsbæ og aftur til baka.
Ákvað eins manns eða öllu heldur eins konu skemmtinefnd deildarinnar eftir langa og stranga undirbúningsfundi að við skyldum skella okkur og hitta félaga okkar og snæða saman í lundi sem er rétt við Reykjalund, við létum það ekki á okkur fá þó svo Kári væri að blása og hitinn rétt rúmlega tvær gráður eða svo. Fundum bara góða Laut sem veitti okkur skjól og gæddum okkur svo á heimatilbúna Spelt brauðinu hennar Helgu og ekki má heldur gleyma hafrakökunum hans Kristins, sem eru svo óhollar að þær eru líklega komnar hringinn og orðnar hollar þrátt fyrir kíló af smjöri og annað eins af einhverju örðu óhollu..... en góðar eru þær.
Reyndar voru kræsingarnar á piknik borðinu slíkar að sagan segir að borðið hafi hreinlega svignað eða svifið fer eftir því við hvern er talað af ferðahópnum.....
En það verður ánægjulegt þegar Sigvaldi snýr aftur til starfa, endurnærður og liðugri en fimleikamaður.
Nú er bara spurning hvað nefndin segir um framhaldið....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 18:46
"fyrir mistök heyrðust"
Þetta mál þarf að skoða betur og fréttastofa Stöðvar 2 verður að bregðast við. Það vakti athygli mína að yfirlýsing Láru var ekki lesin upp í fréttatíma stöðvarinnar þegar fréttir tengdar gærdeginum voru sagðar né í lok fréttatímans.
Eftir símtal frá Láru Ómarsdóttur þá vil ég leiðrétta þann misskilning sem virðist vera um atburðarásina við Rauðarvatn í gær. Sagði Lára mér aðeins frá þeirri atburðarás sem í gangi var og að eggjakastið hafi verið hafið þegar ummæli hennar fóru í loftið.
Þessi vitneskja gefur nýja hlið á málinu og eftir að hafa heyrt þetta þá tel ég að hugsanlega sé að titill bloggfærslu minnar sé hugsanlega í sterkari kantinum og eðilegt að fréttamaðurinn fái tómarúm til þess að gefa sína hlið á málinu í heild sinni.
Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender