Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
30.3.2008 | 12:40
Sólin hækkar
Þrátt fyrir að veturinn sé minn uppáhalds tími ársins þá getur maður ekki annað en fagnað vorinu. Það er alltaf gaman að sjá fuglalífið vaxa á ný eftir veturinn sem og sjá trén laufgast.
Um þessar mundir syngur yngri dótturina hástöfum lag sem greinilega er mikið sungið á leikskólanum hjá henni í tilefni af því að vorið er á næstu grösum
Lóan er kominn að kveða burt snjóinn,
kveða burt leiðindin það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún
Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna,
vonglaður taka nú sumrinu mót
Fyrstu stelkarnir sáust í Hornafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2008 | 00:32
Gestabókin á Akrafjalli - Ég er þar !
Þegar ég vaknaði um klukkan 06.40 og leit út um gluggan sá ég þetta líka yndislega, það var hvorki snjókomma né rigning og allt útlit fyrir góðan sólríkan dag hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég var búinn að ákveða að ganga Akrafjallshringinn með samstarfsfólki mínu og átti sú ganga að hefjast stundvíslega klukkan 09.00.
Þegar komið uppeftir þar sem gangan átti að hefjast þá var fallegt gluggaveður, sólin skein en það var hávaðarok, líklega í kringum 15 til 18 metrar eða svo. En við letum það ekki á okkur fá heldur héldum af stað, þetta var rúmlega fimmtíu manna hópur og var enginn annar en Haraldur Örn pólfari fremstur í flokki og að ógleymdum Pétri Ásbjörns sem hefur farið fyrir hópnum í öllum gönguferðum vetrarins.
Gangan um Akrafjall er mjög skemmtileg en erfið á köllum, sérstaklega fyrir óvana fjallagarpa en erfiðleikunum gleymir maður fljótt þegar maður fer að líta í kringum sig því útsýnið efst á fjallinu er stórfenglegt. Ég hef til gamans sett inn nokkrar myndir í myndaalbúið "akrafjall" ef ske kynni að einhver vildi virða fyrir sér útsýnið en ekki nenna ganga á fjallið. En að sjálfssögðu mæli ég með því að fólk rölti þarna upp í sumar og virði fyrir sér útsýnið, það er fátt sem getur jafnast á við það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 23:16
Only in America !
Ætlaði að setja upp gervihnattadisk en skaut konuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 23:26
Afmælisdagurinn senn á enda og matvöruhækkanir eru í nánd.
Þá er enn einn afmælisdagurinn senn á enda og ekki nema rétt innan við klukkustund eftir af þessum skemmtilega degi þar sem veðurblíðan hefur fengið að njóta sín eins og alltaf hér í Reykjavík.
Kökurnar sem frúin bakaði á þessum degi voru kannski ekki alveg eins stórar og þessi hér til hliðar en þær voru góðar og ekki annað að sjá en gestirnir hafi líkað almennt kræsingarnar vel.
Ég ákvað í tilefni dagsins að líta í Morgunblaðið sem kom út á fæðingardegi mínum fyrir 33 árum.
Dagbók Morgunblaðsins þriðjudaginn 25 mars 1975 var svohljóðandi
Í dag er þriðjudagurinn 25. mars, 84. dagur ársins 1975. Boðunardagur Maríu. Maríumessa á föstu. Einmánuður byrjar. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 04.38, síðdegisflóð kl. 17.05. Sólarupprás í Reykjavík er kl. 07.13, sólarlag kl. 19.57. Sólarupprás kl. 06.56, sólarlag kl. 19.43 á Akureyri.
Þá segir hann við þá: sál mín er sárhrygg allt til dauða; bíðið hér og vakið með mér. Og hann gekk lítið eitt lengra, féll fram á ásjónu sína og baðst fyrir og sagði: Faðir minn, ef mögulegt er, þá fari þessi bikar fram hjá mér, þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt. (Mattheus 26.38-39)
Gengi dollars var 149,20 en er í dag 78,44 kr.
Stjörnuspá dagsins var: Einhver vinur þinn á í vandræðum, en þorir ekki að leita ráða hjá þér. Komdu til móts við hann.
Verið var að sýna Skyjacked í Gamla bíó, Byssurnar í Navarone í Stjörnubíó og síðast en ekki síðst James Bond myndina Í leyniþjónustu hennar hátignar þar sem Bond sjálfur var leikinn af George Lazenby.
Einnig staðfesti ríkisstjórnin ákvörðun verðlagsnefndar um hækkanir á unnum kjötvörum og gosdrykkjum. Hækkunin var á bilinu 4,7 - 6,8% á kjötvörum en gosdrykkir hækkuðu hinsvegar að meðaltali um 25%. Til gamans þá kostaði stór kókflaska 27 kr fyrir hækkun en 34 kr eftir hækkun og appelsínflaskan hækkaði úr 27 kr í 30kr. Gæti það verið að 25 mars sé hækkunardagur á matvöru almennt miðað við þær tilkynningar sem borist hafa úr herbúðum matvörugeirans í dag.
Það var að sjálfssögðu margt annað sem gerðist þennan dag og hvet ég ykkur til þess að kíkja á blaðið sem hægt er að finna undir gagnasafninu á mbl.is ég get ábyrgst það að þessi gömlu blöð geta verið afar áhugaverð til þess að fræðast um tíðarandan á hverjum tíma fyrir sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 11:37
Frétt sem inniheldur ekki neitt nema þá kannski fyrirsögn!
Er ekki spurning um að vinna fréttirnar ögn betur áður en þær eru sendar til birtingar. Þessi frétt segir akkúrat ekkert.
En vonandi fer þetta nú allt saman vel, skemmdir verði í lágmarki og engin slys á fólki.
Bæti hér við leiðréttingu sem kominn er á fréttina vegna eldsvoðans, þetta sýnir slök vinnubrögð Morgunblaðiðsins, er ekki spurning um að kanna betur fréttina áður en hún er birt, eldsvoðinn var sem sagt ekki í Árbæ heldur Breiðholti
Innlent | mbl.is | 25.3.2008 | 11:25
Slökkvilið kallað út
Innlent |mbl.is | 25.3.2008 | 11:25
Slökkvilið kallað í Árbæinn
Slökkvilið kallað út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.3.2008 | 07:36
Hvenær ertu hlutlaus hjá Sjóvá og hvenær ekki?
Eitt af stærri tryggingarfélögum landsins, Sjóvá, auglýsir núna eins og þeir mest mega í flestum ef ekki öllum fjölmiðlum landsins. Þeir eru þar að kynna nýja þjónustu við viðskiptavini sína, aðstoð á tjónstað, þar eru þeir að bjóða aðstoð "hlutlausra aðila" við útfyllingu tjónastilkynninga í ökutækjatjónum.
Það er tvennt sem vekur sérstaka athygli mína í þessum auglýsingum og það er í fyrsta lagi að ef þú vilt nýta þér þessa þjónustu þá verður þú að verða fyrir óhappi á milli klukkan 07.00 - 18.30 á virkum dögum og að þeir segjast vera bjóða uppá hlutlausan aðila við skýrslugerðina.
Í fyrsta lagi þá hefði ég talið að þeir þyrftu að bjóða uppá þessa þjónustu allan sólahringin fyrst þeir á annað borð fóru að bjóða uppá hana, það er frekar slakt að einskorða þessa þjónustu einungis við virka daga og hvað þá tímasetja það hvenær óhöppin þurfa að gerast, því eins og allir vita þá spyrja þau hvorki um stað né stund.
Í öðru lagi þá spyr ég hvenær er hlutlaus aðili hlutlaus? Hvernig getur sá aðili sem fær greitt frá fyrirtæki verið hlutlaus? Ég spyr þá eru sölumenn sem starfa í lausamennsku fyrir fyrirtæki "hlutlausir aðilar"? Hvenær eru aðilar hlutlausir og hvenær hlutdrægir hjá tryggingarfélaginu?
Ég fór inná heimasíðu fyrirtækisins sem býður Sjóvá þessa þjónustu og því miður segir ekkert til um eignarhaldið þar, þeir þurfa væntanlega að bæta úr því til þess að verða trúverðugir sem nánast "hlutlausir aðilar" við útfyllingu tjónstilkynninga eða hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 00:07
Páskar 2008 - Yfirferð
Nú þegar fjölskyldan er nú kominn aftur til byggða eftir góðar stundir í sumarbústaðnum þá er ekki úr vegi að fara aðeins yfir páskana 2008.
Við fórum í Valaskjálf á miðvikudagskvöld og til þess að styðja olíufélögin og ríkið fórum við á tveimur bílum. Reyndar fór frúin með telpurnar nokkrum klukkustundum á undan mér, eigum við ekki að segja til þess að gera allt tilbúið í sveitinni eða kannski á maður bara að segja það sem réttara er, þær voru í fríi en ég ekki.
Veðrið í Borgarfirðinum var eins og best verður á kosið eins og það er að sjálfssögðu oftast, var í kringum 5-8 stiga hita á daginn og fór niður fyrir frostmark á næturnar. Reyndar fengum við allar gerðir af veðri, rok, rigningu, logn og að ógleymdri blessaðri sólinni sem skein alltaf eitthvað yfir daginn.
Þrátt fyrir að höfuðborgin hafi ekki viljað notast við stolt okkar íslendinga á menningarnótt s.l. þá var að sjálfssögðu flaggað á hverjum degi til þess að gefa til kynna það mikla líf sem í bústaðnum var, enda alltaf nóg fjör þegar tvær hressar telpur eru með í för. Þeirri yngri fannst nú reyndar ekki mikið varið í fánann þegar ekki hreyfði vind því þá sást hann ekki nægilega vel, að hennar mati.
Á laugardeginum fengum við góða gesti þar sem foreldrar mínir og Sólveig systir komu til þess að dvelja með okkur fram á páskadag. Það er óhætt að segja að nóg hafi verið af páskaeggjunum í bústaðnum því ég hætti að telja þegar ég var búinn að finna níu egg, þá eru ekki talinn með egg númer eitt frá Mónu sem nota átti á hátíðarborðið. Hægt er að sjá myndir af því þegar telpurnar voru búin að finna sín páskaegg eftir mislanga leit þar sem óspart voru notuð orðin "þú ert heit" eða "þú ert köld ef ekki bara ísköld" þar til eggin voru fundinn.
Nú þar sem laugardagar eru göngudagar hjá vinnufélögum mínum sem eru að undirbúa gönguna uppá Hvannadalshnjúk þá fór ég og eldri dóttur mín að sjálfssögðu í mikla gönguferð. Lá leið okkar uppá Grábrók sem er reyndar ekki nema u.þ.b 176 metrar á hæð, en samt það var gönguferð. Veðrið var stórkostlegt þar sem sólin skein og það hreyfðist ekki hár á höfði. Þegar uppá tindinn var komið var útsýnið frábært eða eins og dóttirin sagði "pabbi - héðan sér maður bara allt" og líklega hefur það verið nærri lagi.
Nú páskadagur sem og annar í páskum voru ekki síður góðir þar sem hver fjölskyldumeðlimur gæddu sér á páskaeggi og málshættirnir voru að sjálfssögðu lesnir þó svo einhverjir af þeim hafi verið nær óskiljanlegir, þeir málshættir sem komu úr Mónu "míní" eggjunum þurfa greiningu frá Orðabók Háskólans eða nýorðanefndinni því þar voru á ferðinni skringilegustu málshættir sem fjölskyldan hefur fengið og eru nú samt sumir meðlimir hennar ekki fæddir í gær enda styttist óðum í stórafmæli á þeim bænum.
Páskarnir 2008 voru hreint út sagt frábærir, góð stund með fjölskyldunni á fallegum stað. Er hægt að biðja um meira en það?
P.S. hægt er að skoða fleiri myndir úr páskafríinu í myndaalbúmi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2008 | 00:06
Toppmaður á hárréttum stað
Páll Óskar á þetta svo sannarlega skilið. Frábær tónlistamaður á hárréttum stað alveg hreint magnaður stuðbolti. Hann sá um að koma starfsfólkinu í stuð gírinn á árshátíð vinnustaðarins og ég hef aldrei hvorki fyrr né síðar séð fólk vera jafn fljótt út á dansgólfið eins og það kvöld, tók hann rétt rúmar 2 mínútur eða svo að fylla dansgólfið. Hann hefur rækilega náð til fólks með nýja disknum sínum.
Aðrir verðlaunahafar eru væntanlega vel að verðlaununum komnir þrátt fyrir að ég átti mig nú ekki á öllum verðlaunahöfunum, en sem betur fer er misjafn smekkur manna og kvenna því annars myndi enginn kaupa diska eftir Björk eða Bubba, eða hvað?
Páll Óskar og Björk söngvarar ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2008 | 18:09
Smart vs. Ferrari
Skyldi þessi mynd vera tekinn á Fiskislóðinni á aðfaranótt sunnudags?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 01:42
Fyrir hvað
Enn á eftir að ákveða hvort hann verði kærður en ég leyfi mér að spyrja fyrir hvað ætti svo sem að kæra hann. Það er svo spurning hvort það ætti að banna það með lögum að fólk megi sitja á klósettinu í þrjá mánuði eða lengur! Þá er spurning hvort það ætti ekki að kæra hana fyrir að teppa klósettið í tvö ár.
Greri föst við klósettsetuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
337 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar