Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Frægir íslendingar

  1. Það er víst óhætt að nefna það að íslendingar eru frægir ef ekki bara heimsfrægir, rakst á þessa fínu mynd af Pétri og Sigrúnu á veraldarvefnum undir fyrirsögninni " Flottir íslendingar, Carnival Glory!"  Ætli þetta séu ekki einu fyrirsæturnar í fjölskyldunni.  Spurning um að óska eftir eiginhandaráritunum þegar maður á næst leið um Stokkseyri
P1010217

Fimmtán mínútur

Alveg hreint mögnuð auglýsing sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.


Listamennirnir búa í Grafarholti

20080206_001__Small_

Það eru skemmtilegir tímar í Grafarholti.  Í tilefni af degi leikskólans þá hafa leikskólarnir í Grafarholti ákveðið að halda listmunasýningu í samstarfi við fyrirtækin hér í hverfinu.  Það hafa verið hengd upp á þriðja hundrað listaverk eftir nemendur á Maríuborg, Geislabaug og Reynisholti. 

Það ætti því að gleðja viðskiptavini og gesti Blómavals, Landsbankans, Húsasmiðjunnar og Nóatúns að líta yfir listaverk barnanna. 

Skemmtileg hugmynd leikskólanna og gott framtak fyrirtækjanna í hverfinu að taka þátt.  Ég hvet alla til þess að koma við í þessum fyrirtækjum og skoða listmunina.


Er það mannréttindabrot að fá ekki að reykja??

Er það mannréttindabrot að fá ekki að reykja?? Ég held ekki.  Ekkert frekar en að það væri mannréttindabrot á þeim sem sitja þyrftu undir reykingum inni á veitinga- og skemmtistöðum.

Hver eru rökin fyrir því að taka aftur upp á hinu háa alþingi með það að leiðarljósi að rýmka reglur bannsins og hugsanlega að leyfa reykingar aftur á veitinga- og skemmtistöðum landsins.  Undanfarna daga hefur glumið í útvarpinu háværar raddir reykingamanna og einstaka veitinga- og skemmtistaðaeigenda.  Fyrr nefndi hópurinn kvartar sáran að það sé orðið svo kalt úti að það sé mannréttindabrot að vísa fólki út til þess að reykja og þeir síðarnefndu segjast hafa orðið fyrir allt að þrjátíu prósent skerðingu á innkomu staða sinna.  Sem ég á reyndar erfitt með að trúa því ég get ekki betur séð en að flestir ef ekki allir staðir séu þéttsetnir á virkum kvöldum sem og um helgar.  Eini munurinn virðist vera sá að þegar maður fer inná þessa staði í dag getur maður neytt matar og drykkjar án þess að þurfa að vera umvafinn reykjarmökk svo ekki sé nú talað um þegar maður gengur út þá angar maður ekki af sígarettulykt.

Það eru ekki mörg ár síðan að reykt var inni í flestum fyrirtækjum og að ógleymdum bíóhúsunum.  Þegar það var bannað þá kvörtuðu reykingarmenn að brotið væri á rétti sínum en í dag myndi það varla detta nokkrum manni í hug að reykja t.d í bíóhúsum.

Ég fullyrði að þetta sé ein bestu lög sem sett hafa verið á landinu, öllum til heilla.  Vissulega þurfa allir að lúta lögunum þ.m.t þingmenn og annað starfsfólk þingsins og réttast væri að loka reykherbergi alþingishússins strax í dag því varla er hægt að færa rök fyrir því að slíkt herbergi sé til staðar.

Ég segi að viðurlögin ættu að vera mjög einföld.  Ef upp kemst að reykt hafi verið á veitinga- eða skemmtistað fær rekstraraðili staðarins áminningu, þegar þrjár áminningar eru komnar þá missir staðurinn einfaldlega rekstrarleyfið.  Með þessu móti myndi það vera hagur rekstaraðila að vera ekki að snúa vísvitandi út úr lögunum til þess að reyna finna glufur fyrir háværan en fámennan hóp.

Hvers vegna á það að vera erfiðara að framfylgja þessum lögum hér á Íslandi en í öðrum löndum sem bannað hafa reykingar? 


Já takk - ég skal smakka

Skemmtileg hugmynd og góð auglýsing fyrir Guðnabakarí.  En hvað ætli stærsta rjómabolla heims sé þung?  Nú er spurning hvort það komi ekki smá keppnisskap í bakarameistara landsins um að gera stærri og stærri rjómabollur.
mbl.is 20 kílóa rjómabolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband