Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
27.11.2008 | 17:49
Alvöru kappræður í kvöld kl. 20.00 - Guðlaugur Þór og Ögmundur taka takast á
Nú er komið að því að halda fund sem lengi hefur verið þörf fyrir. Nú í kvöld kl. 20.00 verða haldnar alvöru kappræður milli tveggja manna, engar langar framsögur hvorki frá fundarstjóra né fundarmönnum.
Kappræður verða milli stjórnmálamannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra og Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns VG, í kvöld í Öskju, húsnæði náttúrufræðideildar Háskóla Íslands og hefst fundurinn kl.20 Þau mál verða tekin fyrir sem mest eru í umræðunni um þessar mundir. Umræðuefni kvöldsins verður Icesave - IMF - ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 00:58
Formaður Vinstri grænna tefur framgang mála
Það hefur nú komið í ljós hvers vegna Björn Bjarnason, dóms-og kirkjumálaráðherra hefur ekki tekist að stofna fyrirhugaða rannsóknarnefnd sem á að fá það verkefni að skoða hrun bankanna hér á landi. Þrátt fyrir ítrekaða gagnrýni Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna á seinagang ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur komið í ljós að hann sjálfur er aðal orsökin fyrir því að nefndin hefur ekki tekið til starfa.
Það er formaður Vinstri grænna sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að skoða þær alvarlegu ásakanir sem fjöldin allur af einstaklingum hefur þurft að sitja undir, það er formaður Vinstri grænna sem hefur hamlað því að hægt sé að skoða málin ofan í kjölinn og velta við öllum steinum svo sannleikurinn komi í ljós. Þetta kom í ljós þegar Björn Bjarnason, dómsmálaherra flutti ræðu í alþingi seinnipart mánudags.
Ég tek mér það bessaleyfi að setja inn hluta af ræðu Björns hér
"Virðulegi forseti. Síðastliðinn föstudag var til umræðu frumvarp frá mér um sérstakan saksóknara og ég vona að hv. allsherjarnefnd flýti afgreiðslu þess máls og það verði að lögum. Það er nauðsynlegt að velta hverjum steini varðandi þau mál sem upp hafa komið, bæði af hálfu saksóknara og einnig af hálfu annarra aðila, og ég fagna því að á Alþingi er unnið að því að móta tillögur um sérstaka nefnd sem taki þetta að sér. Það var undarlegt að heyra hv. þingmann Vinstri grænna kvarta undan því áðan í ræðu að það hefði tafist að koma þessu starfi á vegum þingsins á legg þegar við þingmenn vitum að það er hv. formaður Vinstri grænna sem helst hefur tafið fyrir þessu verki innan veggja þingsins. Það er helst hann með fyrirvörum sínum og sinni afstöðu sem hefur spillt því að samstaða næðist um það (SJS: Þetta er þvættingur og ?) að koma þeirri nefnd á laggirnar. (SJS: Étt´ann sjálfur.)
Virðulegi forseti. Er þetta orðbragð sem á við í þingsölum?
(Forseti(RR):Forseti biður hv. þingmenn um að gæta hófs í orðavali.)
Þingmenn Vinstri grænna geta ekki komið hér og staðið og sagt að verið sé að tefja það að koma á laggirnar rannsóknarnefndum og síðan stendur formaður þeirra í vegi fyrir því að samstaða náist í þingsalnum um þetta og meðal forsætisnefndar.
(Forseti(RR):Forseti biður hv. þingmenn um að gæta hófs í framgöngu.)
Það verður að hafa þessa hluti eins og þeir eru og menn verða að ræða þá eins og þeir eru og ekki fara í neinn feluleik með þetta frekar en annað sem þarf að ræða í þingsalnum og meðal þjóðarinnar þegar fjallað er um þessi mál. Menn verða að standa við það og ef þeir geta það ekki og vilja ekki samstöðu um þetta í þinginu þá verður það að koma fram að þá verður að upplýsa það."
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um reiddist Steingrímur mjög við það að ráðherra kæmi fram með þessar upplýsingar enda eðlilegt þar sem hann hafi fyrr um daginn gagnrýnt seinagang vegna málsins.
Ég leyfi mér að efast um heilindi þess að umræddur formaður taldi sig knúinn að bera fram vantrausttillögu á ríkisstjórn landsins. Það er miður þegar menn vilja nota sér ástandið sem nú ríkir í þjóðfélaginu til eigin framapots í stjórnmálum. Þó svo ég telji það flokknum síður en svo til framdráttar að þingmaður hans taki þátt í rótækum mótmælum eða formaður flokksins skuli fara með fleipur g ósanngjarnar ásakanir, líkt og hann hefur gert undanfarið. Honum ætti að vera það ljóst að unnið er allan sólahringinn til þess að vinna ötullega að lausn vandans og þar fer Geir H. Haarde fremstur í flokki að öðrum ólöskuðum.
Það er reyndar mín skoðun að þegar reiðin rennur af fólki, sem mun gerast fyrr en síðar, þá muni fólk sjá í gegnum þessa leikfléttu forystusveitar Vinstri grænna og fylgi þeirra í skoðanakönnunum dvína á nýjan leik, þá er spurning hvort formaðurinn vilji enn ganga til kosninga eða hvort hann verði búinn að taka upp þá skoðun, líkt og áður var, að ekki væri ráð að ganga til kosninga þar sem þjóðin þyrfti að standa saman að lausn málanna og vinna með ríkisstjórninni en ekki á móti.
Eins og ég hef skrifað áður þá ritaði ég formanninum bréf í gærkvöldi þar sem ég óskaði eftir svörum við fáeinum spurningum, ekki hef ég enn fengið svör við þeim spurningum.
Myndbandsupptöku af ræðu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra og viðbrögð Steingríms J Sigfússonar, formanns Vinstri grænna má sjá í þessari myndklippu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2008 | 23:22
Fjármálanámskeið í öllum hverfum borgarinnar í boði Neytendasamtakanna og Reykjavíkurborgar
Námskeið um fjármál og heimilisbókhald í öllum hverfum borgarinnar. Námskeiðin eru haldin af Neytendasamtökunum með stuðningi Reykjavíkurborgar.
Námskeiðið er fólki að kostnaðarlausu og snýr efni þess einkum að hagræðingu í heimilishaldi, heimilisbókhaldi og góðri yfirsýn í fjármálum.
Námskeið verða haldin í eftirtöldum hverfum fyrir áramót og hægt er að skrá þátttöku hjá þjónustumiðstöðunum:
Grafarholt: 26. nóvember kl. 19: 30 - 21:30, Þórðarsveig 3, sími 411 1111.
Árbær: 27. nóvember kl. 19:30 - 21:30, Hraunbæ 105, sími 411 1111.
Grafarvogur og Kjalarnes: 3. des kl. 19:30-21:30, Miðgarði, sími 411 1111.
Hlíðum, Holtum og Norðurmýri: 4. desember kl.17:30-19:30 í félagsmiðstöðinni Lönguhlíð 3, sími 411 1111.
Vesturbær: 8. desember kl. 17:00-19:00 í Vesturgarði, sími 411 1111.
Laugardalur og Háaleiti: 10. des. kl. 17:00-19:00 á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleiti, Síðumúla 39, sími 411 1111.
Miðborg frá Rauðarárstíg að Garðastræti: 11. desember kl. 17:30-19:30 í Félagsmiðstöðinni Vesturgötu 7 sími 411 1111.
Breiðholt: 16. des kl. 17:30-19:30 Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, Mjóddinni, sími 411 1111.
Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig - hámark 25 manns á námskeið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.11.2008 | 00:17
Skyldi stjórnarandstaðan hafa fengið einhverjar spurningar og fundur með Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra
Það var ánægjulegt að sjá hve margir höfðu tækifæri á að sækja fundinn í Háskólabíó, samkvæmt fréttum var allt fullt út úr dyrum og það er vissulega gleðilegt. Enn ánægjulegra var að heyra að stór hluti ríkisstjórnarinnar hafi mætt ásamt þingmönnum, vitanlega komust ekki allir á þennan fund eins og t.d. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sem var á fundi í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sama tíma.
En mér leikur forvitni á að vita hvort stjórnarandstaðan hafi fengið einhverjar spurningar úr sal og ef svo hverjar þær voru.
Skildi einhver hafa spurst fyrir um vantraust tillögu þeirra sem lögð var fyrir þingið í dag?
Skyldi einhver hafa spurt hvort eðlilegt væri að alþingismaður væri virkur þátttakandi í róttækum mótmælum gegn lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, líkt og Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri grænna gerði á laugardaginn?
Skyldi einhver hafa spurt stjórnarandstöðuna um þær lausnir sem þessir þrír þingflokkar leggja til vegna þess ástands sem ríkir nú í þjóðfélaginu?
Án þess að ég vilji fullyrða nokkuð, þá leyfi ég mér að efast um að þessar spurningar hafi verið bornar upp.
Þetta eru þó spurningar sem ég hefði gjarnan vilja fá svör við og án efa spurt um ef ég hefði komist á fundinn. Ég hef þó ákveðið að senda þessar spurningar á formann Framsóknarflokks, Frjálslindaflokks og Vinstri grænna og bíð spenntur eftir svari. Ef ég fæ svör verða þau að sjálfssögðu birt í athugasemdum.
Ég sótti hinsvegar opin fund með Guðlaugi Þór, heilbrigðisráðherra, og var hann afar gagnlegur. Fór ráðherrann yfir efnahagsmál sem og kynnti heilsustefnu sem ber heitið "Heilsa er allra hagur". Þar er á ferðinni metnaðarfull og afar áhugaverð stefna sem ráðherrann hefur sett í laggirnar. Eftir að framsögu lauk svarði ráðherrann fyrirspurnum úr sal sem voru fjölbreyttar. Sem sagt mjög góður og skemmtilegur fundur í Breiðholtinu.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2008 | 21:26
Launaður atvinnumótmælandi
Það væri forvitnilegt að vita af hverju fjölmiðlar gera svona mikið úr því að atvinnumótmælandi hafi verið handtekinn fyrir að hafa ekki greitt sekt sína. Eins einkennilegt og það kann nú að hljóma þá hefur þessi einstaklingur vitað af þessari vararefsingu því hún hefur án efa verið lesin upp fyrir dómi á sínum tíma.
En hjá mótmælandanum hafa hlutirnir breyst hratt því hann hefur farið úr þeim flokk að vera í þeim hópi fólks sem safnast saman við hvert það tækifæri sem gefst til þess að mótmæla (atvinnumótmælandi) yfir í þann hóp að vera launaður atvinnumótmælandi því fyrir verk sitt fyrir austan hefur hann nú fengið greiddar tvöhundruð þúsund krónur og þá er spurning hvort hann sé trúr "sannfæringu" sinni lengur þegar hann mótmælir ekki lengur fyrir hugsjónina eina saman.
En maður veltir því eðlilega fyrir sér hvort hann gefi þessi laun ekki upp til skatts annaðhvort sem laun eða gjöf, hann ætlar kannski að mótmæla á þeim vettvangi líka?
Var ekki látinn vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
23.11.2008 | 00:52
"Klassískur" atvinnumótmælandi
Það er alveg ótrúlega mikið gert úr þessu, þe. að þessi einstaklingur hafi fyrst verið handtekinn og nú að honum hafi verið sleppt. Það getur nú ekki þótt merkilegt að flagga saklausum fána á alþingishúsinu og ekki þykir nú þessi einstaklingur merkilegur fyrir það eitt að hafa flaggað honum.
Miðað við fréttirnar er þessi aðili einn af þessum "klassísku" atvinnumótmælendum sem virðast ekki hafa neitt fyrir stafni annað en að mótmæla og virðist í raun eini tilgangur hans vera að komast í fréttirnar. Sem honum hefur svo sannarlega tekist núna að gera.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2008 | 11:23
Með eindæmum klár
Alveg er hann Steingrímur J. með eindæmum klár maður. Hann virðist vita allar lausnir og allt sem gerist eftir að á hólminn er komið. Enn merkilegra er nú hvað fjölmiðlar virðast gleypa endalaust við frá manninum. Hann hefur verið að gaspra um hversu slæmar allar ákvarðanir sem teknar hafa verið undanfarinn mánuð eru og jafnframt fylgir yfir leitt að hann hafi einmitt óttast að svona færi.
Ég hef nú nokkrum sinnum skrifað um þennan annars ágæta flokk, Vinstri græna, en getuleysi þeirra virðist vera algjört því eins og oft áður koma þeir aldrei með lausnir heldur eingöngu gagnrýni á það sem liðið er. Enda myndu líklega margir reka upp stór augu ef formaður þess flokks tæki nú uppá því að verða jákvæður og boðberi einhverra lausna.
Vond tilfinning fyrir þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.11.2008 | 00:20
Það er merkilegt eitt og sér
Það vekur óneitanlega upp spurningar þegar áskorun sem þessi er send út til fjölmiðla. Getur veri að sögusagnir um rótleysi og valdabaráttu innan flokksins eigi við rök að styðjast?
Það er merkilegt eitt og sér að stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skuli vilja skorast undan þeirri miklu ábyrgð sem hvílir á ríkisstjórn landsins, sem vissulega Samfylkingin er aðili að, nú þegar sjaldan eða aldrei liggur eins mikið við að stjórnarflokkarnir stýri þjóðinni út úr þeim miklu hremmingum sem dunið hafa yfir heimili og fyrirtæki í landinu.
Eins einkennilegt og það nú hljómar þá virðast tveir flokkar vera þess fullvissir að sama niðurstaða og hefur verið að koma fram í skoðanakönnunum muni líta dagsins ljós ef kosið yrði nú til alþingis, Samfylking og Vinstri grænir.
Það skyldi þó aldrei vera að ákveðnir einstaklingar innan raða Samfylkingarinnar vildu knýja fram breytingar á forystu flokksins sérstaklega þegar bæði formaður og varaformaður flokksins hafa ekki látið til sín taka á þessum erfiðu tímum, Ingibjörg hefur því miður verið fjarverandi vegna veikinda en Ágúst hefur hinsvegar ekki átt uppá pallborðið þar sem honum virðist skorta það traust sem þarf til. Það hefur ítrekað verið gengið framhjá honum og menn eru farnir að tala ansi hátt um að Björgvin G og Dagur B. eigi að fá stærri sess nú en áður. Með því að kjósa þarf að stilla upp lista og vissulega opnar það möguleika á endurröðun innan flokksins.
Vinstri grænir vilja vissulega kosningar þar sem þeir eru í stjórnarandstöðu og hafa engu að tapa, ef þeirra fylgi mun aukast í kosningum þá finnst þeim það gott nú ef ekki þá eru þeir einfaldlega á sama stað og þeir eru í dag, hugsanlega má kalla það góða og gilda ástæðu, eða hvað?
Það er vissulega margt sem þarf að endurmeta í mínum flokk þ.m.t. verður að taka umræður um Evrópumálin bæði um aðildarviðræður sem og upptöku nýs gjaldmiðils. Þessi mál þarf að ræða á faglegum grundvelli á yfirvegaðan hátt. Þjóðin þarf ekki á að halda skyndiákvörðunum líkt og t.d varaformaður Samfylkingarinnar hefur verið að kalla eftir og sást glöggt í Silfri Egils fyrr í dag.
Vinstri grænir sem og margir aðrir hafa haldið uppi þeirri umræðu að ekkert sé að gerast og mótmæla eigi aðgerðaleysinu. Þegar það sanna er að menn eru að vinna allan sólahringinn til þess að finna lausn á málunum. Það sást vel á þeim góða aðgerðapakka sem ríkistjórnin hefur nú kynnt fyrir þjóðinni, hann má sjá á heimasíðu stjórnarráðsins.
Eins og ég hef reyndar sagt áður og mun eflaust segja aftur, ég treysti fáum ef nokkrum betur til þess að gegna starfi forsætisráðherra en einmitt Geir H. Haarde.
Vilja kosningar í upphafi nýs árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 14:45
Sameina tvo ríkisbanka og selja einn strax.
Mín skoðun er sú að koma þarf ríkisbönkunum úr höndum ríkisins eins fljótt og kostur er og til þess eru margar leiðir. Það er afar jákvætt að þessir erlendu aðilar séu reiðubúnir til þess að skoða þann möguleika að koma að íslenskum bankarekstri beint.
Ég tel að skoða þurfi alvarlega að sameina tvo ríkisbanka og bjóða erlendum bankastofnunum að kaupa hlut í þriðja bankanum á móti íslenskum lífeyrissjóðum og almenning, reyndar væri möguleiki að bjóða erlendum aðilum bankann til kaups að fullu og tryggja þannig samkeppni á íslenskum bankamarkaði aftur. Þetta er breyting sem ég tel að þurfi að gerast eins fljótt og kostur er enda afar óeðilegt að ríkið sé í bankarekstri til lengri tíma litið.
Reyndar væri það áhyggjuefni ef erlendur banki ætti veð í fiskikvóta landsins og raunhæfa möguleika á að eignast kvóta og hugsanlega opnað fyrir það að selja kvótann úr landi. En væntanlega er það ekki vandamál í huga þeirra sem kalla nú á að ríkið fari í viðræður um inngöngu landsins Evrópubandalagið. Það er reyndar hægt að leysa þetta með því að flytja þau lán sem snúa að þeim lánum sem eru með veð í kvótanum í hinn sameinaða ríkisbanka sem áfram verður í eigu íslenskra aðila.
Því fyrr sem erlendir aðilar koma að íslenskum bankarekstri því betra, spurningin er bara með hvaða hætti þeir koma að rekstrinum.
Erlendir vilja eiga banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 13:19
Ekkert annað en aumingjaskapur
Ég skal fyrstu manna fagna öllum þeim sem mótmæla til þess að láta skoðun sína í ljós, enda hef ég alltaf stutt frelsi einstaklingsins í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur þ.m.t að mótmæla þegar hann telur á sér brotið eða þegar hann er ekki sammála því sem er að gerast í kringum hann.
Þegar ég las að hópur einstaklinga hafi ákveðið að færa þessi mótmæli í gær á lægra plan þá datt mér fyrst í hug að Lára Ómarsdóttir hafi verið á staðnum til þess að sjá til þess að fréttir af viðburðinum yrði meira "krassandi" í fréttaflutningnum líkt og gerðist við Rauðavatn hér fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Áttar þetta fólk sig ekki á því að það erum við öll sem þurfum að greiða fyrir lagfæringar og þrif eftir þessa "háttsemi"? En hvað stendur í raun og veru uppi eftir gærdaginn, eru það þessir einstaklingar sem ákveða að skemma eða óhreinka eigur okkar eða það að hátt í sex þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli til þess að mótmæla að þeirra sögn aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar?
Þinghúsið þrifið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
336 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 175724
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar