Leita í fréttum mbl.is

Sameina tvo ríkisbanka og selja einn strax.

Mín skoðun er sú að koma þarf ríkisbönkunum úr höndum ríkisins eins fljótt og kostur er og til þess eru margar leiðir.  Það er afar jákvætt að þessir erlendu aðilar séu reiðubúnir til þess að skoða þann möguleika að koma að íslenskum bankarekstri beint. 

Ég tel að skoða þurfi alvarlega að sameina tvo ríkisbanka og bjóða erlendum bankastofnunum að kaupa hlut í þriðja bankanum á móti íslenskum lífeyrissjóðum og almenning,  reyndar væri möguleiki að bjóða erlendum aðilum bankann til kaups að fullu og tryggja þannig samkeppni á íslenskum bankamarkaði aftur.  Þetta er breyting sem ég tel að þurfi að gerast eins fljótt og kostur er enda afar óeðilegt að ríkið sé í bankarekstri til lengri tíma litið.

Reyndar væri það áhyggjuefni ef erlendur banki ætti veð í fiskikvóta landsins og raunhæfa möguleika á að eignast kvóta og hugsanlega opnað fyrir það að selja kvótann úr landi.  En væntanlega er það ekki vandamál í huga þeirra sem kalla nú á að ríkið fari í viðræður um inngöngu landsins Evrópubandalagið.  Það er reyndar hægt að leysa þetta með því að flytja þau lán sem snúa að þeim lánum sem eru með veð í kvótanum í hinn sameinaða ríkisbanka sem áfram verður í eigu íslenskra aðila.

Því fyrr sem erlendir aðilar koma að íslenskum bankarekstri því betra, spurningin er bara með hvaða hætti þeir koma að rekstrinum.

 


mbl.is Erlendir vilja eiga banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband