Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

1 apríl

Það er engu líkara en um apríl gabb sé að ræða.  Ég vona að það hafi verið skoðað ökuskírteini þessa ágæta manns!

En hver greiðir fyrir þessi útköll, það erum jú við þrátt fyrir að félagar í slysavarnafélögum vinni sjálfboðavinnu þá kostar hvert útkall mikla fjármuni og þess vegna verður maður hálf argur þegar maður heyrir um fólk sem misnotar bæði þá góðmennsku sem einkennir félagsmenn og þá fjármuni sem fara í hverja leit.

Með rétti ætti þessi einstaklingur að fá reikning fyrir seinna útkallinu.


mbl.is Björguðu sama manni tvisvar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var þá aldrei

að ég yrði sammála Vinstri Grænum, líkurnar voru líklega stjarnfræðilegar.  Ég er alveg hjartanlega sammála Vinstri Grænum að ég vill hreinlega ekki sjá breta koma hér og sinni loftrýmiseftirliti, við eigum að afþakka þetta og semja við norðmenn eða dani og að sjálfssögðu í leiðinni boða lögsókn á breska ríkið vegna valdníðslu þeirra þegar þeir ákváðu að setja Íslands á lista yfir þjóðir sem stunda hryðjuverk.
mbl.is VG vill ekki gæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan, heimilin, skólinn og blessaðir fjölmiðlarnir

Hvað fær fólk til þess að ráðast á lögregluna?  Maður ætti kannski að spyrja sig einnig að því "hvað fær fólk til þess að ráðast á annað fólk"?

Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvers vegna það sé að virðing fyrir laganna vörðum hefur dvínað síðustu ár og oft á tíðum hreinlega blöskrar manni við því hvernig fólk talar um lögregluna. 

Það þarf samstillt átak lögreglunnar, heimila, skóla svo ekki sé talað um fjölmiðlafólks til þess að snúa vörn í sókn.  En líklega eiga fjölmiðlar stóran hluta í því hvernig staðan er í þessum málum, minni á þátt fréttamanns við Rauðavatn hér fyrir nokkrum mánuðum síðan, þegar Lára Ómarsdóttir fréttamaður ræddi það í beinni útsendingu hvort hún ætti ekki að fá einhverja til þess að grýta lögregluna svo fréttin yrði meira spennandi.  Vitanlega bárust margar kvartanir til fréttastofu 365 svo yfirmönnum þar var ekki stætt á öðru en að færa hana til (innan samstæðunnar) svo fréttastofa stöðvarinnar myndi ekki hljóta álitshnekki, en eðlilega ber fólk ekki mikið traust til fréttastofu sem leitar leiða til þess að "gera fréttir meira spennandi" með spuna.  Þetta er ekki eina dæmið og örugglega ekki það síðasta sem tengist þessari fréttastofu, svo mikið er víst.

En hvað verður um þessa einstaklinga sem réðust á lögregluna?  Þeim verður líklega sleppt eftir yfirheyrslu eða hvað?  Eðlilegast væri að mennirnir fengju dóm strax og myndu hefja afplánun strax því það er algjörlega ólíðandi að fólk beri ekki virðingu fyrir lögreglunni sem og auðvitað öðrum einstaklingum.


mbl.is Grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband