Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
27.1.2008 | 21:43
Verðlaunin verða til sýnis í Kringlunni 1 - 10 febrúar n.k.
Miðað við þá útrás sem mörg íslensk fyrirtæki s.s. Baugur, Exista, Kaupþing ofl ofl ofl hafa verið í undanfarin ár þ.m.t í danaveldi þá kæmi það ekki á óvart að þau hafi keypt danska landsliðið. Allavega eiga þau stór fyrirtæki í Danmörku svo ég geri ráð fyrir að plattinn komi þá bara hingað heim, við eigum hann hvort sem er
Kæru fjölskylda, vinir og nágrannar til hamingju með siguri nn.
Danir Evrópumeistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 11:49
og þá er málinu reddað, sökudólgurinn fundinn !
Er ekki bara spurning um að gefa landsliðinu stóran bangsa sem þeir geta svo skipst á því að halda á, en svo er spurning hvort ekki ætti að kaupa einn stóran bangsa fyrir líðið í heild og svo lítinn bangsa fyrir hvern og einn leikmann og með því gætu liðið átt sitt lukkudýr sem og hver leikmaður líka sitt eigið lukkudýr. Svei mér þá ef ég er ekki bara reiðubúinn að borga fyrir þetta sjálfur.Ef þetta
Landsliðið vantar lukkutröll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2008 | 22:20
Fámennur hópur með læti
Þetta var fámennur hópur sem vildi stuðla að því að þeir sem komu til þess að fylgjast með fundinum gætu það ekki. Enda eins og einn "mótmælandinn" sagði, við viljum komast á spjöld sögunnar og ætluðu alls ekki að fara út nema lögreglan myndi bera þau út..... Þá er spurning hvers vegna fólk var yfir höfuð að mótmæla.
Að öðru leiti vísa ég í skrif mín undir yfirskriftinni "atvinnumótmælendur á útsölu" hér fyrir neðan.
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.1.2008 | 20:54
Atvinnumótmælendur á útsölu
Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í dag að nýr meirihluti tók við völdum hér í Reykjavík. Meirihluti sem mun láta verkin tala og hefur nú þegar gert með því að lækka fasteignaskatt sem allir borgarbúar njóta góðs af, einnig hefur meirihlutinn gert með sér sterkan málefnasamning borgarbúum til hagsbóta. Meirihluti Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks mun verða dæmdur af verkum sínum alveg eins og allir aðrir meirihlutar sem stýrt hafa borginni í gegnum tíðina. Þess vegna getur það verið hvimleitt að heyra hve harða sleggjudóma margir fjölmiðlamenn eru tilbúnir að halda á lofti bæði í garð nýja meirihlutans sem og einstakra aðila sem eru innan hans.
Því miður ákvað fámennur hópur að setja svartan blett yfir annars góðan dag fyrir okkur reykvíkinga. En hugsanlega má finna skýringu á því að atvinnumótmælendur hafa verið á útsölu og það líklega með 80% afslætti. Eins og einn viðmælandinn á Bylgjunni sagði í dag "þeir geta ekki verið uppá Kárahnjúkum því það er svo kalt þar á þessum árstíma". Það sem var svo sorglegt við mótmælin í ráðhúsinu um hádegisbilið er hve ómálefnaleg þau voru og ekki þótti mér merkileg framkoma þeirra oddvita sem reyndu eftir fremsta megni að æsa hópinn. Reyndar skaut það upp í huga mér hvenær löngufrímútur yrðu búnar í fjölbrautaskólunum í greindinni. Það má með sanni segja að þetta hafi verið hávær 100 manna hópur sem gerði það að verkum að þeir sem áhuga höfðu á að fylgjast með framgangi fundarins gátu það ekki.
Vissulega hafa allir rétt á því að mótmæla og oft á tíðum geta mótmæli hreinlega verið skemmtileg en þessi hegðun var hreint til skammar fyrir þennan hóp og þrátt fyrir að ég sé feginn að hann var ekki á pöllunum fyrir þremur mánuðum síðan eða svo þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvers vegna þau voru ekki þar?
Ólafur hyggst láta verkin tala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2008 | 01:24
Ég tek heilshugar undir yfirlýsingu Varðar
Síðustu sólahringar hafa verið merkilegir svo ekki sé nú meira sagt. Hverjum hafði órað fyrir því að nýr meirihluti myndi líta dagsins ljós í höfuðborginni eftir aðeins 102 daga setu fráfarandi meirihluta,ég held að engum hafi órað fyrir því að hann myndi falla eins fljótt og raun bar vitni. En ég segi hinsvegar að hann hafi starfað 102 dögum of lengi.
Fjögra flokka sundrung sem átti erfitt með að koma sér saman um einföldustu mál og borgarstjóri sem dansaði í kringum hópinn án þess að geta tekið afstöðu, vissulega erfitt starf það.
Hvað hefur 102 daga meirihluti áorkað hér í höfuðborginni á valdatíma sínum.
Hann hefur aukið útgjöld borgarinnar svo um munar.
Hann tók af mislægu gatnamótin á Miklubraut/Kringlumýrarbraut af, þrátt fyrir mikilvægi þeirra á einum fjölförnustu gatnamótum landsins.
Hann hækkaði fasteignaskatta, sem kemur verst niður á stórum fjölskyldum, öldruðum og öryrkjum.
Hann fékk leyfi frá Yoko til þess að hafa kveikt á friðarsúlunni á milli jóla og nýjárs.
Ef 102 daga fráfarandi meirihlutinn hefði ekki getað stuðst við vel unna fjárhags- og framkvæmdaráætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá hefði hann haft harla lítið fram að færa, verst þótti mér þó þau frávik sem tekinn voru frá þessum áætlunum með tilheyrandi brölti og fjárútlátum fyrir borgarbúa.
En ég tel að nýr meirihluti Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks hér í höfuðborginni komi til með að vinna vel að málefnum borgarinnar sem og allra borgarbúa. Með því að taka skýra afstöðu til málanna og leggja til ábyrgar fjárhags- og framkvæmdaráætlanir.
Ég tek því heilshugar undir yfirlýsingu Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Vörður fagnar nýjum meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.1.2008 | 14:29
Er þetta ekki að verða ágætt
Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2008 | 09:12
Er bara morgunfúlt fólk í strætó?
Ég gat ekki annað en brosað út í annað ef ekki bara bæði þegar ég las orð hennar Liv Berþórsdóttur framkv.st. Nova
"segist aðspurð ekki telja að morgunfúlir farþegar muni taka uppátæki fyrirtækisins illa"
Miðað við þessa setningu þá er einungis morgunfúlt fólk sem tekur strætó, það er kannski þess vegna sem ég tek ekki strætó - vegna þess að ég er ekki morgunfúll eða hvað segir Liv við því?
Lifandi auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2008 | 23:18
Lýðveldi kostar sitt
En er þetta ekki einum of mikill fórnarkostnaður? Þetta er auðvitað komið út fyrir öll velsæmismörk. Það þarf að koma breyting á stjórnarskrá strax á þessu þingi svo unt sé gera kröfu um fleiri meðmælendur fyrir framboð þ.e hækka þá úr 1500 upp í 4-5.000, það ætti að vera smá hindrun fyrir því að aðrir en þeir sem ætla í alvöru framboð bjóði sig fram. Þegar ég segi alvöru framboð meina ég auðvitað þetta lýðskrum sem í gangi er þegar maður sem boðið hefur sig fram í tvígang ætlar að fara fram í þriðja skiptið til þess eins að vekja athygli á sjálfum sér og fullnægja eigin egó.
Svo spyr maður sjálfan sig hvað í ósköpunum sé í gangi þ.e að koma fram með þessa kæru á hendur Þórunni. Það sér þetta hver heilvita maður að þetta framboð er bara grín.
Ástþór kærir Þórunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2008 | 23:08
Ég segi nú bara ja hérna hér.
Það er kannski hægt að réttlæta einn eða tvo daga þó svo það sé mjög erfitt en hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta að maðurinn hafi verið gleymdur í fimmtíu ár.
Vonandi fær maðurinn ásættanlegar bætur svo ekki sé nú meira sagt.
Gleymdist í fangelsi í 50 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2008 | 11:54
Samanburður
89 óku of hratt í Hvalfjarðargöngunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
338 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar