Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

3G frá Símanum - Algjör snilld

3G-netkort2_168x212

Og ég sem hélt að ég hefði ekki þörf fyrir 3G - maður lifandi hvað þetta er mikil snilld, er eiginlega kominn á þá skoðun að þessi þjónusta Símans að bjóða uppá 3G sé algjörlega ómissandi (Ragnar Reykás hvað).

Ég fékk mér 3G kort fyrir fartölvuna í verslun Símans og er búinn að nota það óspart síðan.  Það er hreint frábært að vera alltaf í netsambandi - alltaf allsstaðar!  Maður einfaldlega hefur kortið í fartölvunni og þú ert "on line" er hægt að hafa þetta betra og það sem meira er þá er hraðinn bara fínn - betri en sumir hafa heima hjá sér, ótrúlegt - en dagsatt Smile 

Maður er því ekki lengur bundinn við að vera inni við þegar maður þarf að vinna í tölvunni, maður getur verið á ferðinni í bíl, setið á Austurvelli (þ.e þegar hættir að rigna) eða bara hvar sem er - Ef þetta er ekki must þá er ekkert must !  Þessi tækni getur nýst svo að segja öllum hvort heldur sem er í vinnu eða leik.

Ef þú ert ekki nú þegar búin að fjárfesta í 3G kortinu þá ráðlegg ég þér að gera það hið snarasta og öðlastu frelsi - vertu frjáls með Símanum ! (maður ætti kannski að reyna selja þeim þetta slagorð)


Nýtt útlit - aðstoð óskast

Þá er komið nýtt útlit á síðuna hjá mér, fyrir mitt leiti held ég bara að "gamla" útlitið hafi höfðað meira til mín - en hvað finnst ykkur?

Reyndar óska ég eftir aðstoð við að búa til mitt eigið útlit - kann ekkert á þessa forritunarvinnu, ef einhver hefur tök á að aðstoða mig þá væri sú hjálp vel þeginn!

P.S. Nú er bara að bíða og sjá hvort sendiboðarnir eða umbjóðandi þeirra fíli betur bláar appelsínur en "fasteignasölu-lookið" Smile


Frábært hjá nýja lögreglustjóranum og hans starfsfólki

Við skulum kalla þrefalt húrra fyrir nýja lögreglustjóranum

*Húrra* *Húrra* *Húrra*

Það er alveg magnað að fylgjast með nýja lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.  Hann lætur sig allt varða, hann er sýnilegur og hann nær árangri.  Ég held ég geti fullyrt að ég hef séð meira af honum heldur þessa nokkru mánuði sem hann hefur verið í starfi en ég sá þann sem hann tók við af öll árin hans í embætti.  Merkilegt nokk.

Ég fagna því að það sé farið að taka á þessum sóða málum í Reykjavík og ég segi nú bara þó fyrr hefði verið.  Það verður þá kannski til þess að hreinsikostnaður sem borgin/við höfum verið að greiða síðustu ár fari minnkandi á næstu mánuðum - það þarf nefnilega ekki að vera mikið mál að halda borginni okkar hreinni - hver og einn þarf nefnilega bara að hugsa um sjálfan sig og byrja að virða sig og umhverfið í kringum sig.


mbl.is Fimmtíu og þrír brutu gegn lögreglusamþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir sendiboðar komu ríðandi

MBL0089862

Ritstjórn síðunnar hefur borist orðsending.

Það var seint í gærkvöldi sem tveir sendiboðar komu ríðandi á litlum hestum á skrifstofu ritstjórnar síðunnar, þeir tóku ritstjórann og aðstoðarkonu hans tali á meðan þeir þáðu ljúfan drykk.  Umkvörtunarefnið var útlit síðunnar og voru þeir nú komnir til þess að krefjast þess að útlinu yrði breitt hið snarasta þar sem sögn umbjóðenda þeirra liti hún út eins og heimasíða fasteignasala. 

Eftir að sendiboðarnir fóru á hestum sínum út í nóttina þá var boðaður til neyðarfundur ritstjórnar og ákveðið var að boða fund með vefdeild síðunnar ekki síðar en 06.24 nú í morgunn, enda alþekkt að nördarnir sem þar vinna fá sínar bestu hugmyndir eftir að þeir hafa lokið við að spila tölvuleiki alla nóttina.  Staða mála er nú sú að stefnt er að setja í loftið nýtt útlit mánudaginn 10 september kl 22.13 og verður það útlit haft til reynslu í 48 klukkustundir og ákveðið verður með framhaldið í lok reynslutímabilsins.


Rúmlega þrjátíu ára frábært samband

Ég játa að ég hef tekið þátt í "fjölkvæni" síðustu árin þ.e eftir að ég giftist frúnni, þar sem ég hef verið í sambandi við Bæjarins beztu í rúm þrjátíu ár og aldrei slitið þeim samvistum.  Sambandið á milli mín og pylsusalans er svona haltu mér slepptu mér samband þar sem ég veit að SS pylsur með öllu tilheyrandi eru ekki það hollasta sem maður getur fengið og en það er hinsvegar nauðsynlegt að fá Bæjarins beztu pylsur af og til - það er ekki spurning.

Þrátt fyrir breytt líferni og meðvitaða óhollustu skyndibitans þá hefur ekki enn hvarflað að mér að sleppa því sambandi enda ein með öllu frá Bæjarins beztu getur lífgað verulega uppá daginn !

Til hamingju frú pylsusali !


mbl.is Bæjarins beztu eiga 70 ára afmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn á konum og körlum skýrður út á einfaldan og myndrænan hátt

man-and-woman
Skemmtileg lýsing á muninum á konum og körlum, svei mér þá ef hún er bara ekki rétt Smile

Kemur ekki á óvart - þar sem búið var að kvarta undan merkingum

Já, enn og aftur virðist vegamálastjóri ekki verið að sinna sínu starfi.  Því enn einu sinni ullu lélegar merkingar slysi sem svo auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir.  Ég hafði samband við Vegagerðina á föstudaginn og kvartaði undan merkingum á þessum framkvæmdakafla á Reykjanesbrautinni.  Það var nefnilega heil lína sem kom í boga þvert yfir akreinina sem gaf til kynna að maður ætti að fara yfir á "gömlu" brautina aftur en ef maður hefði fylgt línunni þá hefði maður keyrt beint á stólpann.  Í lélegu skyggni t.d í rigningu þá er auðveldlega hægt að ruglast sér.

Ég held að það sé kominn rík þörf á því að skipta út vegamálastjóra því hann hefur klárlega ekki verið að sinna því sem hann á að gera síðustu vikur og mánuði, það þarf ekki að nefnda mörg dæmi því eitt dæmi ætti að vera nóg og það er Grímseyjarferjan.


mbl.is Einn á sjúkrahús eftir að ekið var á steinstólpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðja frá sjúklingnum

solveigthora

 

Þá birtist hér mynd af sjúklingnum, hún braggast ágætlega en er svolítið kvíðin fyrir því að þurfa fara í aðra höfuðaðgerð á morgun, enda þykir manni nú alveg nóg þegar einhver þarf að fara í eina höfuðaðgerð þó þær séu nú ekki fjórar eins og hún.

En hana langaði að senda öllum kveðjur frá spítalanum og vildi láta vita að henni "liði bara vel" eins og hún segir alltaf.


Niðurtaða könnunar liggur fyrir

Það getur oft verið fróðlegt og skemmtilegt að skoða niðurstöðu kannanna frá hinum ýmsu aðilum.  Hér er könnun sem er búinn að vera hér á síðunni og niðurstöðurnar eru ágæt staðfesting á því hve við viljum vera í öflugu sambandi við umheiminn í gegnum netið. 
Hversu öfluga nettengingu ertu með heima hjá þér?
1 Mb 11,1%
2Mb 13,0%
4Mb 4,6%
6Mb 9,3%
8Mb 31,5%
12Mb 30,6%
108 hafa svarað

Kemur ekki á óvart - ef þú segir þína skoðun hjá 365 þýðir það bara eitt!

þú ert REKINN!!  Það hefur í gegnum tíðina farið afar illa í stjórnendur 365, áður norðurljós, ef starfsmenn opinbera sýnar skoðanir á stjórnunarháttum fyrirtækisins.  Það er ekki langt síðan að Róbert Marshall rústaði orðstír fréttastofu Stöðva2 með því að segja ósannindi í fréttatímum fyrirtækisins.  Nú er aftur búið að setja orðstírinn í mikla hættu og það verður alveg ljós að fréttir stöðvarinnar verða enn litaðri en þær hafa verið fyrir ákveðna flokka og viðskiptaöfl í þjóðfélaginu.

Það er reyndar alveg ótrúlegt að fréttamenn Stöðvar2 skulu láta þetta yfir sig ganga en aftur komum við að því "þeir eru í hlekkjum" því ef þeir segja eitthvað þá eru þeir einfaldlega REKNIR!!  En spurningin er kannski sú hvort þeir vilji vera trúverðulegir fréttamenn eða fréttamenn með fyrirfram pantaðar fréttir !!


mbl.is Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband