Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Merkilegt

Þetta þykir mér merkilegt, hefði haldið að þetta þyrfti ekki að setja í leigubílanna hér fyrr en eftir einhver ár eða áratugi, enda árásir frekar fátíðar á leigubílstjóranna sem betur fer.  En auðvitað er ein árás einni of mikið.

Ég velti því fyrir mér ef það eru fjórir að ferðast, hver fær þá að sitja frammí, líklega sá leiðinlegasti eða hvað nú svo er þetta líka bara fínt og sannar þá óskráðu reglu að sá sem situr frammí hann borgar Wink 

Reyndar er víst verið að bjóða leigubílstjórum myndavélar í bílanna á sanngjörnu verði, þar gæti komið möguleiki fyrir 365 ljósvakamiðla að búa til skemmtilegan raunveruleikaþátt og það ódýrt FootinMouth ekki veitir þeim af því þær hækka þá kannski ekki áskriftina meira á þessu ár.... en það eru nú kannski fullmikil bjartsýni.

Held að þetta sé full mikið ofsóknarbrjálæði allavega enn sem komið er.  En vissulega er þetta val hvers leigubílstjóra fyrir sig enda eiga þeir bílana sína sjálfir.


mbl.is Sífellt fleiri leigubílar með öryggisútbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumargrillið

Grilltímabilið í hámarki.  Allir að grilla.  

Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið. VEI!                             

Þannig gengur þetta fyrir sig:

  • Frúin verslar í matinn.
  • Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.
  • Frúin undirbýr kjötið.  Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.
  • Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri.                                                     

Lykilatriði:

  • Bóndinn setur kjötið á grillið!
  • Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
  • Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
  • Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.

Annað lykilatriði:

  • Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.
  • Frúin leggur á borð.  Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.
  • Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

Mikilvægast af öllu:

  • Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.
  • Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað "frídagurinn"...
  • og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til geðs.

æ æ æ

Ég steingleymdi að setja inn svona klausu í nýja ráðningasamningnum hjá mér - hvernig gat maður klikkað á þessu, maður ætti kannski að hugleiða að vera með umboðsmann þegar og ef maður sækir um vinnu aftur Wink

En engu að síður glæsilegt hjá þeim feðgum að hafa sett þetta inn, strákurinn stendur sig eins og hetja.


mbl.is Vill tífalda kauphækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppni að það var ekki hús sem var að brenna

Mikil heppni að þeir voru að fara slökkva í mosa en ekki í brennandi húsi þar sem fólk hefði getað verið í hættu.  Hvað gengur stjórnvöldum til að tefla með líf fólks svona, er ekki lágmark að varnir bæjarfélaganna séu í það minnsta gangfærar.

Þessu þarf að kippa í liðinn og það sem fyrst.


mbl.is Slökkvibíllinn á Kirkjubæjarklaustri gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sælan í Borgarfirðinum

Þá er maður kominn heim úr velheppnaðri sumarbústaðarferð í Borgarfjörðinn.  Það er alltaf jafn notalegt að komast í bústað á einum fallegasta stað landsins.  Við hjónin fórum með krakkana ásamt því að mamma og Sólveig systir ásamt Þórir bróðir komu líka með.  Sem sagt fjölmennt í sveitinni.

Veðrið var eins og best verður á kosið nema hvað ég kann alltaf betur við að hafa ekki of heit, þið vitið hvernig þetta er það er erfitt að gera öllum til geðs.  En hitinn var í gær 19 gráður en fór alveg upp í 25 gráður í forsælu í dag.  Þetta er því sannkallað spánarveður og ekki leiðinlegt að hafa heitan eða öllu heldur kaldan pott til þess að kæla sig niður í.

En eins og allt þá taka sæludagarnir enda og maður þarf að mæta til vinnu aftur - ekki að það sé neitt leiðinlegt Smile

 


« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband