Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Þið hljótið að vera grínast ???

Eftir allt sem á undan er gengið er þá hundsgreyið lifandi.  Var þetta ekki áræðanlegt vitni?  Hvað með allan þann drama sem átti sér stað í kringum atburðinn ég hef allavega aldrei áður vitað til þess að það séu haldnar tvær minningarathafnir vegna hunds og því síður þegar hann er lifandi !


mbl.is Hundurinn Lúkas á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bella símabær

Þess má getið að á meðan hann ók þessum ofsaakstri söng hann gamla slagarann

"Hún Bella, Bella,Bella, Bella símamær er alltaf kær"  tralla lalala

Þetta er nú ein ömurlegasta afsökun síðari tíma sem þessi maður gaf.


mbl.is Ofsaakstur í Reykjavík um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað stendur í veginum?

Mér er bara spurn, hvað í ósköpunum stendur í vegi fyrir því að það sé leyfilegt að selja lyf sem nú þegar eru í sölu bæði hérlendis og erlendis t.d. Svíþjóð þar sem tilraunir íslendings hafa leitt til þess að lyfjakostnaður þeirra sem þurfa að kaupa sér lyf lækki.  Miðað við þau verð sem maður hefur séð í fjölmiðlum þá getur þarna verið á ferðinni veruleg kjarabót fyrir þá sem þurfa heilsu sinnar vegna að kaupa lyf að staðaldri á okurverði í þeirri fákeppni sem virðist einkennast lyfjamarkaðinn á Íslandi.  Maður hlýtur að spyrja sig að því hvaða hagspuni eða hverja Lyfjastofnunin er að vernda?  Það er ekki eins og það sé verið að selja ólögleg lyf. 

Það má alveg líka spyrja sig að því hvort það gæti ekki verið tækifæri fyrir fyrirtæki hér á landi sem vildu setja upp lyfjaverslun á netinu með lágmarks yfirbyggingu og minni fókus á hina ýmsu vörur sem fást í apótekum nú í dag þetta er farið að minna frekar á snyrtivöruverslanir fremur en apótek líkt og bensínstöðvarnar eru farnar að minna einna helst á kjörbúðir fremur en bensínafgreiðslur.

Það er spurning hvort Kaupás fari kannski að selja lyf á netinu og bjóði svo viðskiptavinum sínum upp á að sækja annaðhvort lyfin eftir 24 tíma í næstu Krónuverslun eða fái lyfin send heim. 

Eitt verður þó athyglisvert að fylgjast með þ.e hvernig forstjóri Lyfjaverslunar ætlar sér að réttlæta þetta "bann" við sölu lyfja í netverslun !


mbl.is Vill leyfa póstverslun með lyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það styttist óðum...... í jólin

jolasvbe
 

 

Var að taka eftir því að það eru ekki nema 165 dagar til jóla FootinMouth  Tíminn líður ekkert smá hratt - ég er bara ekki frá því að gamla fólkið hafi haft rétt fyrir sér þegar það sagði að eftir því sem maður eldist þeim mun hraðar líður tíminn....

 

 


Ekki seinna vænna

Er þetta ekki alveg með eindæmum vitlaust - bókin hefur selst í tug milljóna eintaka síðan hún var gefin út 1931 og núna árið 2007 á að banna hana!!!  Er þetta nú ekki full langt gengið og fáránlega mikil smámunasemi.

Ekki ætla ég að brenna Tinna bækurnar þrátt fyrir að einhver lögfræðingur í Englandi finnist hann ekki skemmtilegur !!!


mbl.is Tinni fjarlægður úr barnabókahillum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örmagna eftir erfiðan vinnudag og ekkert mál ég tek þetta !

YlSx6m4Czz

Rakst líka á þessa flottu mynd af lifandi starfsmanni á netinu í dag - veit um nokkra sem vinna álíka mikið í vinnunni sinni og þessi ágæti maður Wink

4nXSa52mrh
Maður getur vel ímyndað sér hvað hann kallar til félaga sinni "ekkert mál ég hef þetta" 

Ef þú blandar saman íslensku og dönsku færðu þá út írsku ?

Mér er bara spurn.  Þessir írsku dagar á Akranesi voru allt annað en Írskir dagar - það var hreinlega brandari að kalla þessa daga írska !  Það er hreinlega hægt að líka þessu við ef þú ferð út í búð og kaupir þér Pepsí og þú færð afhent Pepsí flösku sem inniheldur Maltöl - hvort fékkstu þá Pepsí eða Malt??

Að kalla þessa svoköllu írska daga írska er algjörlega út í hött, þarna vöru íslenskir- og danskir tónlistarmenn já og svo má auðvitað ekki gleyma skoska rauðhærða fólkinu.

Ég hefði getað bent bæjarstjóranum á úrvals írska tónlistamenn og hefðir til þess að gera þessa daga írska en ekki dansk-íslenska daga.


Forsetinn í boði Toyota

Það verður kannski hengt upp slagorð Toyota á Bessastöðum

"Toyota - tákn um gæði"

Nú eru báðir viðhafnabílar forsetans frá Toyota.  Forsetinn getur skipst á að nota nýlega Toyota LandCruser jeppann eða valið að vera vistvænn þá ekur hann um á Lexus-inum.

Það er engu líkara en Óli sé búinn að opna útibú frá Toyota - en ég fagna hinsvegar góðum smekk hjá þeim sem valdi bílanna sem hefur líklega verið Einar forsetabílstjóri - Bílarnir eru báðir stórglæsilegir !


mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg samkeppni

Til hamingju Aðalsteinn með frábært framtak.  Þetta er mjög þarft þe að brjóta þann múr sem verndar þá fákeppni sem í raun er á þessum lyfjamarkaði hér á landi.

Það er merkilegt að starfsfólk Lyfjastofnunnar skuli vera leita leiða til þess að loka fyrir þetta, loksins þegar almenningi gefst hugsanlega kostur á nýrri og mun hagkvæmdi leið til þess að versla lyf á eðlilegum verðum.  Ætti Lyfjastofnunn ekki að vera kanna hvort lyfin sem seld eru í netversluninni standist gæði og í leiðinni að fagna því að fólk geti keypt lyfin sýn ódýrt og á þægilegan hátt !?


mbl.is Býður ódýrari lyf á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð - Varúð - Varúð

Áríðandi orðsending frá Olíufélagsamráðsnefndinni.

Bifreiðareigendur eru vinsamlegast beðnir um að spara bensíndropana sem eru á bílunum hjá sér þar sem bensín og olíubirgðir félaganna allra eru nánast á þrotum.  Þar til "neyðabirgðir" verða fluttar til landsins þá hefur verið brugðið á það ráð að loka fyrir afgreiðslu eldsneytis á öllum bensínafgreiðslustöðvum landsins nema hjá Bensínafgreiðslu Skeljungs í Freysnesi þar verður hægt að greiða fyrir eldsneytið með öllum heldur vildarvina-punkta- og stimplakortum allra olíufélaganna.  Ekki verður unnt að opna aftur fyrir almenna eldsneytisafgreiðslu fyrr en hækkun erlendis frá er kominn inn í verðið hér heima.

Olíusamráðsnefndin harmar öll óþægindi sem þessi stöðvun á afgreiðslu stendur en vonar jafnframt að henni verði fyrirgefið af landsmönnum eins og alltaf.

Virðingarfyllst / Olíusamráðsnefndin

P.s. athugið að þurrkað hafa verið öll fingraför af glösum, diskum, borðum, stólum og hurðarhúnum.


mbl.is Stefnir í hækkun á bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband