Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

... eða var þetta kannski bara Pik Nik staukur ?

Þetta er frekar sérstök fyrirsögn á frétt

"Hugsanleg bílsprengja gerð óvirk í miðborg Lundúna" 

Hvernig getur þetta verið hugsanleg bílsprengja?  Ef sprengja er gerð óvirk í bíl er hún þá ekki bílsprengja??  Eða er það einhverskonar vendað vörumerki sem ekki allir mega nota eða vantaði EURO merkið svo það mætti kalla þetta bílsprengju?

Væntanlega ef þetta er sprengja sem var í bíl þá bara hlýtur þetta að hafa verið bílsprengja eða var þetta bara saklaus Pik Nik staukur?

 

En burst sé frá öllum fyrirsögnum þá sem betur fer náði lögreglan að gera þennan hlut óvirkan.


mbl.is Hugsanleg bílsprengja gerð óvirk í miðborg Lundúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Wall - stórmagnaðir tónleikar hjá Sinfó og Dúndurfréttum.

Fór með Þórir bróðir á tónleikana með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld.  Þessir tónleikar heita því frumlega nafni The Wall þar sem leikin var tónlist Pink Floyd.

Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Hljómsveit: 

Dúndurfréttir

 Kór: 

Kór Kársnesskóla
Kórstjóri: Þórunn Björnsdóttir
Höfundur Verk
Roger WatersThe Wall

Það er óhætt að segja að þessir tónleikar voru stórmagnaðir og það var gaman að sjá strákana í Dúndurfréttum þá Matthías, Pétur, Ólaf, Ingimund, Einar og Karl fara á kostum með heilli Sinfóníuhljómsveit og skólakórs Kásness. 

Ég held ég geti fullyrt að það var enginn svikinn af þessum tónleikum, því eftir að dagskránni lauk ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna - fólk bæði klappaði, stappaði og hrópaði af gleði.

Til hamingju með stórglæsilega tónleika.


Mikil ferðahelgi framundan

Þar sem mikil ferðahelgi er framundan þá er nú ekki vanþörf á að sjá eina bestu forvarnarauglýsingu allra tíma.  Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa auglýsingu keyrða aftur í sjónvarpi þar sem ég tel fáar eða engar auglýsingar í þessum flokki hafi skilað eins miklum árangri og þessi gerði.  Orðið Heppinn fékk á þessum tíma nýja merkingu.


Til hvers?

Sniglarnir hafa fordæmt hraðakstur

Sé engan aðra þörf á þessari brottvikningu en að reyna vinna einhverskonar markaðsvinnu og einkennast svolítið af sýndarmennsku.

É skil ekki að það þurfi að víkja manninum úr samtökunum og skil reyndar ekki hvað á að vinnast með því.  Ég hefði haldið að betra væri að beita áhrifum innan samtakanna og hvetja alla félagsmenn til þess að fara eftir lögum fremur en að henda þeim út sem hafa brotið lögin.  Skilin geta verið óljós hvenær á að reka menn á dyr og hvenær ekki. 

Ég hef verið talsmaður harðra aðgerða gegn hraðakstri hvort heldur sem er mótorhjóla eða bíla og hef fangað nýrri gjaldtöku sem felur í sér eignatöku við endurtekin brotavilja eða ef um ofsaakstur hefur verið að ræða.

 

 


mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér

Ég segi nú ekki meira.  Er þetta sami Hrannar Björn sem reykvíkingar höfnuðu með afgerandi hætti hér um árið þegar hann sló öll met útstrikana?  Var þetta virkilega eini Samfylkingarmaðurinn sem var á lausu til þess að gegna starfi aðstoðamanns félagsmálaráðherra?  Eða er Samfylkingin hugsanlega að greiða fyrir verk hans á sínum tíma bæði fórnina sem og undirbúningsvinnu við stofnun R-listans sem svo aftur gleymdi að hugsa um reykvíkinga á meðan þeir fóru með meirihlutann í borginni.
mbl.is Hrannar Björn aðstoðarmaður Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið

Enn eitt málið í æsifréttastíl hjá fréttastofu Stöðvar 2.  Mér hefur fundist eftir að núverandi fréttastjóri Stöðvar 2 tók við kyndlinum hafi traust til fréttastofunnar dvínað.  Enda er varla flutt frétt lengur á stöðinni án þess að búið sé að klæða hana einhverjum æsifréttastíl.  Sem er einfaldlega leiðinlegur og ekki trúverðugur fréttaflutnignur.

Ég hreinlega skil ekki þessa umræðu um líkflutninga með flutningafyrirtækjunum hér á landi. 

Einhvernvegin þarf nú að flytja blessað fólkið á milli landshluta þ.e ef það á yfir höfuð að jarðsetja það annarsstaðar en það andaðist.  Það er ekki eins og líkamarnir komist í snertingu við matvæli enda allt saman vel innpakkað hvort heldur sem líkin eða matvælin.

 


mbl.is Samskip segjast fylgja nákvæmlega reglum um líkflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með íslenskt blóð í æðum

Það er spurning hvort það þurfi yfir höfuð að taka það fram að þarna hafi útlendingur verið á ferðinni.  Ég get ekki betur séð en að hann sé bara farinn að læra nokkuð vel á umferðarmenninguna hér á klakanum þar sem menn og konur virðast kappakosta við að komast á sem allra skemmstum tíma á milli staða.  En er ekki óhætt að segja í þessu tilfelli að allt er þegar þrennt er og fullreynt í fjórða.  Spurning hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið færður á lögreglustöðina, hefði hann náð til Akureyrar (gefum okkur að hann hafi verið á leiðinni þangað) án þess að vera stoppaður fjórum sinnum ?  Hver veit !?


mbl.is Ók tvisvar í gegnum radarmælingu lögreglu á of miklum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir

Hver segir svo að allir geti ekki verið vinir ?

Netið


Emma Brá 2 ára

Þá er litla prinsessan okkar hún Emma Brá orðin 2 ára gömul.  Til gamans set ég hér inn myndir af því þegar hún opnaði pakkann sinn frá okkur í morgun (eldsnemma)

 

Hún fékk að sjálfssögðu leiðsögn frá stóru systur sinni henni Hafdísi Hrönn enda er hún orðinn töluvert eldri þ.e heilum fimm árum (7ára) og kann því öll handtökin á þessu.

Hún á afmæli í dag,

Hún á afmæli í dag,

Hún á afmæli hún Emma Brá,

Hún á afmæli í dag.

Hún er tveggja ára í dag,

Hún er tveggja ára í dag,

Hún er tveggja ára hún Emma Brá,

Hún er tveggja ára í dag.

*húrra* * húrra* *húrra*


Hann er svo ljótur að hann er orðinn fallegur

Hann er svona fallega ljótur þessi hundur, veit ekki alveg á hvern hann minnir mig en hann minnir mig ekkert á ET ea Yoda en það er svipur með honum og Gremlings.

En fyrirsögnin minnir mig á eldri konu sem eitt sinn sagði

"fegurðun kemur innanfrá - allavega segir ljóta fólkið það"  hugsanlega á það líka við um hunda Smile


mbl.is Ljótasti hundur heims krýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband