Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Launalaus

Það er við hæfi að tilkynna það hér að ég er með öllu launalaus við skriftir mínar hér á blogginu.  Það er reyndar alveg ótrúlegt að Kaupþing, Landsvirkjun eða Nóatún sé ekki búið að hafa samband við mig uppá að fá auglýsingu frá sér á bloggið hjá mér.  En svona er þetta það eru frekar valdar einhverjar semý stjörnur eins og Guðmundur Steingrímsson ofl sem virðast fá feitt launaumslag frá BYR - spurning um að fara ráða sér góðan umba!

14 nýjir bókatitlar komnar í allar betri verslanir.

Þeir eru glæsilegir bókatiltlarnir sem voru að koma í allar betri verslanir rétt í þessu.

* Stjórnmálaflokkar sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson

* Tískuhandbók tölvunarfræðingsins

* Framfarir í mannréttindamálum í Kína

* Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson

* Villtu árin - eftir Geir H. Haarde

* Hvernig halda skal formannssæti - Össur Skarphéðinsson

* Félagatal Framsóknarflokksins

* Kúnstin að vera krúttlegur - eftir Gunnar Birgisson

* Vinsælustu lögfræðingar landsins

* Hvernig á að bjóða útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon

* Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson

* Hafarnaruppskriftir - Náttúruverndarsamtök Íslands

* Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson

* Það sem mér líkar vel í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon


Þú hrýtur, NEI ég hrýt ekki, þú hrýtur, NEI ég hrýt ekki

Hér kemur seinni auglýsingin frá VÍS sem ég ræddi um í bloggfærslunni hér áðan, þessi er ekki síðri en auglýsingin með litla matargatinu.  Alveg hreint út sagt mögnuð auglýsingaröð.

Hver kannast ekki við rökræðuna um "þú hrýtur, nei ég hrýt ekki, þú hrýtur, nei ég hrýt ekki"  Ég hugsa að flestir ef ekki allir kannist við þetta ... eða er þetta bara ég og frúin - Sem er svolítið sérkennilegt sérstaklega vegna þess að ég hrýt EKKI LoL


Þú errrrt fallegurrr, þú borrrðarrr skyrrrrr

Ekki þarf nú mikið til þess að skemmta manni, ég er búinn að vera skoða nýju auglýsingarnar frá VÍS (Vátryggingarfélagi Íslands) þær eru frábærar, ég er hreinlega búinn að hlægja mig máttlausan.  Set hér inn til gamans tvær af þeim sem mér þótti allra bestar, en ég hvet ykkur til þess að kíkja inná heimasíðu Vís (www.vis.is) og skoða auglýsingarnar.

 

Þessi auglýsing minnir mig ekkert smá á yngri dóttur mína hana Emmu Brá, hún er algjört matargat og það fer ekki framhjá neinum að hún kann vel við að borða.  


Jim Rohn - Sagði

"Sales people should take lessons from their kids. What does the word 'no' mean to a child? Almost nothing." 

Jim Rohn


góðarfréttir@rúv.is

Ný stefna á RÚV, nú eru áhorfendur og aðrir hlustendur hvattir til þess að senda inn góðar fréttir á netfangið godarfrettir@ruv.is  Alveg hreint frábær nýjung hjá íslenskum fjölmiðli enda vilja þeir yfirleitt horfa í neikvæðar áttir frekar en þær jákvæðu... oftast nær vilja fjölmiðlarnir hafa forsíðuna eða fyrstu fréttina eins neikvæða og mögulegt er því það á, að þeirra sögn, selja!

Ég vil nota tækifærið og óska RÚV til hamingju með þessa stefnubreytingu og vonandi gá þessar góðu fréttir meira vægi í fréttatímanum framvegis.


Ég heiti Óttarr og ég er fíkill !

Það er spurning hvort maður þurfi að segja þessa settningu í haust þegar golftímabili númer 1 er  lokið hjá manni.

4111_sandgerdiVið hjónin fórum ásamt Þórir bróður mínum og tókum þátt í golfmóti Stavís sem haldið var í Golfklúbb Sangerðis á velli sem heitir Kirkjubólsvöllur.  Keppt var eftir Texas scramble kerfinu sem þýðir í stuttu máli - meistarinn styður aulann Smile  Sem er svo sem allt í lagi ef meistarinn hefur MIKLA þolinmæði.

Ég var svo heppinn að fá meistara sem hefur MIKLA þolinmæði og ótrúleg jákvætt hugafar í garð nýliðanna.  Hann var óþrjótandi brunnur hvatningar og ólatur við að hvetja sína áfram.  Það getur einfaldlega ekki verið auðvelt að vera góður í íþrótt og þurfa að vera með einhverjum sem varla hefur stundað íþróttina eins og ég var í dag, hef nánast aldrei komið við golfkylfu.  En nú verður breyting á því - námskeið á næstu dögum, búinn að panta pláss í Básum öll kvöld næstu 3 vikurnar eða svo - nú skal þetta tekið með trompi og undirbúningur fyrir forgjöf hafinn!

Frúin mín hún Katrín var einnig ákaflega heppinn, það mætti segja að hún hafi flutt inn sinn meðspilara frá Írlandi þe hann Þórir, hann er kominn með 20 í forgjöf og er því orðinn nokkuð fær spilari og maður lifandi hann hefur þá þolinmæði sem þarf til að vera með lærling, svo mikið er víst.

Það voru 9 lið sem spiluðu 9 holur í rokinu sem þeir Suðurnesjamenn kalla Suðurnesjalogn en sem betur fer var 7 stiga hiti svo það var ekki rosalega kalt.

Niðurstöður mótsins voru eftirfarndi

1. sæti - Fylkir & Óttarr (Ótrúlegt en satt átti ég örfá góð högg)

2. sæti - Pálmi & Ásgerður (Ásgerður var alveg jafn ný og ég, frábær árangur)

3. sæti - Gísli & frú (frúin hefur óskað nafnleyndar Smile, reyndar veit ég ekki hvað hún heitir - þarf að bæta úr því)

Flottur endir á frábærum byrjunardegi í golfinu, gekk út með gullpening og gjafabréf í NevadaBob að andvirði kr. 5.000,- Sem er frábært innlegg uppí kostnaðinn sem maður þarf að nota í fjárfestingu á golfvörum og fatnaði á næstunni Cool

Sem sagt þá er maður byrjaður í sporti hinna öldruðu og þeirra sem þurfa sífellt að skreppa út af skrifstofunni á "fundi" - spurning um að byrja bóka strax!


Teyjurólur

Já það er ýmislegt sem fólk er tilbúið að leggja á sig fyrir spennuna.  Ég játa það ég myndi ekki fyrir mitt litla líf þora að fara í teyjustökk en ég væri alveg til í samningaviðræður við sjálfan mig um að fara í svona teyjurólu...  Hvenær skyldi þetta koma á klakann.  Það er eru allavegar tveir staðir sem gaman væri að setja svona teyjurólur á, Grand hótel turninn eða Smáraturnanna.  Gæti verið gaman!

V1apeLm3B6

Golfklúbbar - Gargandi ójafnrétti !!!

Eins sérkennilegt og það hljómar þá innheimtir Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) og Golfklúbburinn Keilir mishá ársgjöld af félagsmönnum sínum.  Ég get vel skilið að ungliðar og eldriborgarar fái afslátt, en mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna í ósköpnum konur greiða lægra gjöld en karlar, getur einhver sannfært mig um nauðsyn þess.

Nú á tímum jafnréttismála - þar sem mikill metnaður er lagður í það að bæta jafnrétti kynjanna þá þykir mér það einkennilegt að þeir sem hrópa hæst um málefni jafnréttis skulu ekki vera búin að nefnda þetta sem gargandi ójafnrétti í stöðu kynjanna.

Ársgjöld hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (GR)

  • Karlar - 64.000,-
  • Konur - 54.000,-

Mismunur - 10.000,-

Ársgjöld hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði

  • Karlar - 63.000,-
  • Konur - 53.000,-

Mismunur - 10.000,-

Ég hef verið að velta fyrir mér hugsanlegum ástæðum á þessu og það gæti meðal annars legið í eftirfarndi

  • Konur nota yfirleitt minni skó en karlar
  • Konur eru yfirleitt léttari en karlar miðað við hæð
  • konur skemma því grasið minna
  • Lengd brauta miðað við teighögg er minni hjá konum en körlum

Ég man hreinlega ekki eftir því að stjórnmálaflokkarnir hafi minnst á þetta í kosningabæklingum sýnum fyrir nýafstaðnar kosningar, skyldu þeir hafa gleymt þessu?

 


*skál* í boðinu

Það er svolítið sérstakt að lesa þessa frétt.  Í lok fréttarinnar er sagt

"voru mennirnir allir ölvaðir og þurfti nokkurn fjölda lögreglumanna til að handtaka þá"  Ég geri ráð fyrir því að þessi fimm ungmenni hafi verið ölvuð en ekki þessi sjötti.  En hver veit - þetta hefur kannski verið hópferð frá Gullöldinni?

 

En hvað í ósköpunum gekk mönnunum til?


mbl.is Réðust á ökumanninn eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband