Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hjúkk - sloppinn

Jæja maður slapp að þessu sinni að hlupa apríl.   Það er reyndar óhætt að segja að maður hafi farið þau nokkur svona í gegnum árin þó svo maður hafi frekar verið sá sem plataði einhverja aðra til þess að hlaupa... enda hreyfing holl fyrir alla Smile
mbl.is Aprílgöbb stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstöður álverskosninga - Kjósa þarf aftur!

Þegar maður veltir fyrir sér nýafstöðnum kosningum vegna álversins í Straumsvík þá getur maður ekki komist hjá því að spyrja sig "er þetta virkilega það sem fólk vill"?  Af hverju fengu ekki höfuðborgarbúar að kjósa um álverið í Straumsvík?  Því klárlega hefur þetta áhrif á fleirra fólk en sem býr í Hafnarfirði, hefði ekki verið eðlilegt að kjósa á stór Reykjavíkursvæðinu?

Það er annar punktur við þessar kosningar sem gaman væri að fá svar við þe er nóg að aðeins munaði 88 atkvæðum, er ásættanlegt að ekki sé afgerandi og skýr niðurstaða í kosningunni?  Niðurstaðan var sú að 50,3% sögðu nei en 49,7% sögðu já.  Vær ekki eðilegt með svona stórar ákvarðanir að niðurstaðan yrði að vera afgerandi t.d þyrfti 60% greiddra atkvæða til þess að málið sé samþykkt í einni kosningu, en ef það er mjög næmt á milli líkt og í þessari kosningu þá þyrfti að endurtaka kosninguna eftir 3-6 mánuði, þá ætti að koma afgerandi niðurstaða en ekki niðurstaða sem byggist kannski fyrst og fremst á heppni.  Ég spyr er íbúðalýðræðið að virka í Hafnarfirðinum í dag þegar aðeins 88 manns fá að ráða framtíð bæjarsamfélagsins.  Þetta er stórt mál sem ég tel að sé afar brýnt að meirihluti kjósenda verður að vera sáttur við, á hvorn vegin sem niðurstaðan er þá verður hún að endurspegla afgerandi meirihluta.  Eftir miklar vangaveltur tel ég eðlilegt að kjósa aftur um stækkun álversins í Straumsvík og opinbera með því sterkan vilja Hafnfirðinga um hvort þeir vilja hafna stækkun eða ekki.


« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband