Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Víkingar hafa yfirleitt rænt og ruplað

Maður getur nú ekki annað en glott út í annað þegar maður les þetta.  Ekki það að maður skilur vel að starfsfólkinu hafi brugðið við en var þetta ekki nokkuð augljóst að nemar í dimmiteringa búningum voru þarna á ferð? 

Kannski voru þetta bara sannir víkingar frá fyrri tímum komnir til þess að rupla og ræna...

 


mbl.is Hrópuðu bankarán og fengu tiltal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorferð á varnarsvæðið Keflavíkurflugvelli

Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík bjóða til vorferðar í dag laugardag á Reykjanes. Árni Sigfússon bæjarstjóri tekur á móti hópnum. Kjartan Eiríksson framkvæmdastjóri þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sýnir okkur fyrrum varnarsvæðið. Fararstjórar eru Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Guðfinna S. Bjarnadóttir frambjóðandi í Reykjavík.

Skráning í ferðina er í Valhöll í síma 515-1700 eða á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Lagt verður af stað með rútum kl. 13.00 frá eftirtöldum kosningaskrifstofum sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7, Sími: 569 8133

JL Húsinu, Hringbraut 119, Sími: 569 -8181

Grafarvogi, Hverafold 5, Sími: 569 8171

Húsi Landsbankans, Langholtsvegi 43, Sími: 569 8141

Breiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd), Sími: 569 8161

Árbæ og Grafarholti, Hraunbæ 102B, Sími: 567 4011

Valhöll,Háaleitisbraut 1, Sími: 515 1700

Boðið verður upp á súpu og brauð áður en lagt verður af stað á öllum ofangreindum kosningaskrifstofum frá kl. 11:00, auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar í ferðinni.


SSB - Ný íslensk sjónvarpsstöð

Sæl öllsömul,
Félög Sjálfstæðismanna í Breiðholti hafa nú opnað nýja heimasíðu www.breidholtid.is ásamt því að opna vefsjónvarpsstöðina SSB (Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti) á sömu slóð.  Við leyfum okkur að fullyrða að það eru nýmæli að hverfafélög stjórnmálaflokks opni vettvang sem þennan.  Þetta er góð viðbót við þá öflugu blaðaútgáfu sem félögin hafa staðið fyrir í gegnum árin.  Markmið félaganna er að vera í góðu sambandi við félagsmenns sína sem og alla íbúa hverfisins með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Á síðunni má finna fjölda greina eftir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem og ýmsar upplýsingar sem lúta að kosningastarfi flokksins í hverfinu.  Á vefssjónvarpsstöðinni SSB er markmið félaganna að bjóða uppá stuttar kynningar af öllum efstu frambjóðendum Reykjavíkursvæðisins sem og annað skemmtilegt efni.
Ég hvet ykkur til þess að fylgjast vel með næstu daga því nýtt efni mun birtast dagslega.

Bíllinn gerðu upptækur!

mynd
Nú tek ég að ofan fyrir Sturlu samgöngumálaráðherra.  Það hefur loksins verið tekið á hraðamálum með hörku.  Ég skrifaði mínar tillögur um úrræði vegna hraðaksturs í febrúar síðast liðnum, sjá hér.  Í gær tóku gildi ný refsiákvæði og er ríkinu/lögreglunni nú heimilt að gera bíla upptæka ef um ofsaafstur er að ræða.   
Vonandi verður þetta til þess að menn hugsi sig aðeins um áður en þeir keyra um vegi landsins eins og brjálæðingar.
 Reyndar er ein spurning, hvað gerist ef einhver er með hátt veðhlutfall á bílnum?  Verður krafa ríkisins forgangskrafa og því sett fram fyrir veðbönd sem eru áhvílandi á bílnum.  Með þeim afleiðingum að ríkið tekur andvirði bílsins og fyrrum eigandi skuldina sem á áhvílandi var?
  
Vísir, 27. apr. 2007 11:29

Nú má svipta ökuníðinga bílnum

Ökuníðingar eiga framvegis yfir höfði sér að missa bíla sína fyrir fullt og fast til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðarlagabrota. Þetta er samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi í gær. Að auki þurfa þeir að greiða sektir eins og hingað til, og missa ökuréttindin

Þetta á við þegar um stórfelldan hraðakstur, ítrekaðan ölvunarakstur eða akstur án ökurétitnda er að ræða. Ekki má þó gera bílinn upptækan ef brotamaðurinn á hann ekki, en hinsvegar má gera bíl í eigu brotamanns upptækan, þótt hann hafi framið bortin á öðrum bíl eða bílum.

Þegar bíllinn er gerður upptækur, eignast ríkið hann nema einhver hafi orðið fyrir tjóni af ökumanninum , þá fær hann forgang til andvirðis bílsins ef bætur fást ekki á annan hátt. Auk þess að missa bílinn þarf viðkomandi brotamaður að greiða sektir og sæta sviftingu ökuréttinda.

Að sögn lögreglu virðist í fljótu bragði sem þónokkrir bílar hefður verið gerðir upptækir til ríkissjóðs síðasta árið, ef þessi ákvæði hefðu þá verði í gildi.

Auglýsingar

Óheppilega orðaðar auglýsingar

 1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill:
Kjúklingur eða buff kr. 600, kalkúnn kr.
550, börn kr. 300.

2. Til sölu: Antikskrifborð, hentar vel
dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.

3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata
á þér eyrun og fá extra par
með þér heim.

4. Við eyðileggjum ekki fötin þín með
óvönduðum vélum, við gerum það
varanlega í höndunum.

5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu
í góðu ástandi.

6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali,
tennisvelli, þægileg rúm og aðra
íþróttaaðstöðu.

7. Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir
elska, brennir brauðið sjálfvirkt.

8. Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar,
kvenmann, til starfa.

9. Vantar mann til að vinna í dínamítverksmiðju.
Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.

10. Notaðir bílar.  Því að fara annað og láta svíkja
sig.  Komdu til okkar!

11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem
hvorki reykir né drekkur..

12. Ólæs?  Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita
þér ókeypis aðstoð.

Hvað er að....árið 2007?

Hvað gengur ökumanninum til.  Það virðist því miður vera svo að hann ber ekki umhyggju barnsins fyrir brjósti.  Það er hreinlega spurning hvor einstaklingurinn sé með meiri þroska, maður verður hreinlega pirraður á að lesa svona frétt þar sem forvarnir og fræðsla um mikilvægi þess að nota bílbeltin er alveg kristal tær!
mbl.is Hvorki ökumaðurinn né barnið voru með bílbelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halelúja - Þó fyrr hefði verið

Ég segi nú ekki meir.  Komi þeir bara sem allra fyrst.  Skemmtilegt samt að það sé Danish Crown sem er að koma sérstaklega í ljósi þess að þar hafa margir íslendingar starfa í gegnum árin.  Hugsanlega verða þetta dönsk eðalsvín verkuð af íslenskum hágæða starfsmönnum, hver veit?

En ég leyfi mér samt að setja spurningamerki um það hvort þetta muni lækka verðið á svínakjötinu stórlega, hugsanlega um örfá prósent eða svo!


mbl.is Danskir svínakjötsframleiðendur ætla inn á íslenskan markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugið

Sérstaklega mikilvægt að skrifa frétt um þetta og ég tala nú ekki um að auglýsa þetta fyrirfram.  Hér er verið að lyfta Grettistaki í átakinu "sjáum lögregluna" eða hvað? 

Svona til þess að taka af allan vafa þá er þetta flott átak hjá lögreglunni að verða enn sýnilegri en þeir hafa verið undanfarin ár og ég hef áður sagt það og segi það hér aftur, Stefán og hans félagar eru að vinna gott starf, svo mikið er víst!


mbl.is Lögreglubifreiðar með forgangsljós á þremur gatnamótum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má bara ekki gerast!

svona barnanna vegna þá má það nú bara ekki gerast að hún verði ein heimavinnandi húsmóðir.  Miðað við fréttirnar af blessaðri stúlkunni þá gæti þetta haft slæmar afleiðingar fyrir börnin, hugsanlega myndu þau enda með því að fara ein út að keyra.... allavega er það eldra búið með fyrsta ökutímann ef ég man rétt Wink

En svo er það nú annað, ég myndi nú ekki sakna hennar mikið ef hún hætti í poppbrasanum, svo mikið er víst!


mbl.is Britney hugleiðir að gerast heimavinnandi húsmóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðin heppnaðist vel - takk fyrir öllsömul

Heil og sæl öllsömul,

Fyrst af öllu vil ég þakka allar þær athugasemdir og pósta sem ég hef fengið við blogginu mínu varðandi systur mína.  Ég hef komið öllum þeim kveðjum sem ég hef fengið til hennar og hefur það verið henni ómældur stuðningur.  Hreint út sagt var hún alveg gáttuð á því hve margir vildu hugsa vel til sín þrátt fyrir að þekkja hana lítið eða jafnvel ekki neitt.   Hún bað mig um að setja mynd af sér hér svo hún gæti sýnt öllum að hún væri öll að hressast og gæti brosað til ykkar.  Að sjálfssögðu hlýðir maður litlu systur sinni í einu og öllu og set ég því myndina hér inn Smile

IMG00029

Af henni er helst að frétta að aðgerðin tókst vonum framar að sögn læknanna, að sögn þeirra minnti aðgerðin einna helst á söngin "höfuð-herðar-kné og tær" þar sem þeir þurftu að framkvæma aðgerð á höfði, hálsi og maga.   Aðgerðin hefur tekið töluvert á hana, hún er þreytt og þróttlítil en núna er þetta allt saman uppá við og mátturinn og styrkurinn eykst með degi hverjum og hún verður án efa farin að hlaupa um allt og skipa svolítið fyrir í vikulok.

Enn og aftur takk fyrir góðar og hlýjar kveðjur öllsömul.


Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband