Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Á 766km hraða í -50°C frosti...

Glugginn... að sögn flugstjórans í Flugleiðavélinni var þetta það sem lífið snerist um í gær þegar ég var á heimleið frá Köln, flaug frá Dusseldorf til Köben og svo frá Köben hingað heim á klakan.  Ekki leiðinlegt það.  Var alveg hreint ótrúlega heppinn í vélinni á leiðinni frá Köben og heim, það var svo fámennt, en góðmennt, að ég fékk heila sætaröð alveg útaf fyrir mig, leið eins og Sir Elton þegar hann kom á klakann í einkaþotunni, slíkt var plássið.  Ég gat skipst á að vinna, spila í PSP og fengið mér kríu þess á milli Smile alveg hreint magnað.  Ég bara spyr hver þarf einkaþotu sem hefur aðgang að Flugleiðum.......?  ekki ég Cool 

En eitt verð ég þó að játa ég fór að velta því fyrir mér öllu þessu öryggistékki sem er orðið á flugstöðvum um allan heim.  Erum við ekki akkúrat kominn í þá aðstöðu sem Bin Laden og hans fólk vill hafa okkur?  Maður þarf nánast að hátta sig og standa með útréttar hendur á meðan vopna- og eiturefnaleit fer fram á banni, eða svona því sem næst, ég þurfi í það minnsta að fara úr skónum og taka af mér beltið.  Ég er síður en svo að kvarta undan örygginu, en ég held samt að við séum í heljargreypum þeirra hryðjuverkahópa sem gerðu árásirnar 11 sept hér um árið!


« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband