Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Halló hvað með okkur ?

Er þetta nú ekki frekar ósanngjarnt, það snjóar í London en ekki á Íslandi.  Hvað með okkur?  Mér er bara spurn, það er febrúar og ekki snjókorn að falla af himnum ofan.  Nú ætti að snjóa og helst mikið!  Ég veit svo sem að það er eru ekki allir sammála því og vilja helst einungis láta snjóa uppí fjöllum, en við litla fólkið viljum fá snjóinn niður í byggð og það mikið af honum!
mbl.is Luton og Stansted lokaðir vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttur tími.... eða hvað?

Ja hérna hér, tók eftir því að ég er enn með jólateljarann á síðunni hjá mér og það eru ekki nema 319 dagar til jóla.  Spurning hvort maður þurfi ekki að fara yfir jólakortalistann, gjafalistann og að sjálfssögðu ákveða hvað maður ætlar að gefa hverjum og einum.....Wizard   LoL

Vinir

Nú bætast tvær nýjar stelpur í bloggvinahópinn minn, maður er alltaf að verða ríkari og ríkari með hverjum deginum þe af vinum Smile  Báðar konurnar þekki ég úr starfi flokksins og hafa þær staðið sig vel á þeim vettvangi og eru þær báðar frambjóðendur ég er að tala um Kolbrúnu Baldursdóttur og Grazyna María Okuniewska.  Ég hvet ykkur til þess að kíkja inn á bloggið hjá þeim því það verður án efa mjög áhugavert.  Þið komist á síðuna þeirra með því að spella á myndirnar.

Kolbrún Baldursdóttir                         Grazyna María Okuniewska


Að sjálfssögðu...

... á að afnema afritunarvarnir á öllum geisladiskum.  Þetta er auðvitað algjörlega út í hött að geta ekki afritað diskinn, til eigin nota, þegar maður er búinn að kaupa hann.  Ég nenni til að mynda ekki að fara með geisladiskaskápinn með mér þegar ég er á ferðalögum, læt fartölvuna duga, enda er hún miklu léttari Smile
mbl.is Jobs vill afnema afritunarvarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúkk

Ég segi nú ekki annað, hvernig hefði maður lifað af árið 2007 án þess að fá hvítan svo ekki sé talað um bláan bjór Smile

Ég segi bara eins og Bogi í spaugstofunni "Nú er ég sæll og glaður, trallla lallala"


mbl.is Blár og hvítur Tuborg til liðs við þann græna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lexía

Ég fór í verslunina Maður lifandi í dag og rak augun í spakmæli dagsins, ákvað að deila því hér!

Þú verður að læra þá erfiðu

lexíu lífsins, að ekki munu

allir óska þér góðs.

Þetta er spakmæli haft eftir ómerkari manneskju en Dan Rathen.


Moldu ertu kominn og að mold skaltu aftur verða!

Nýr "turn" hefur risið, Vinstri Grænir hafa risið upp á skömmum tíma og er stærri en Samfylkingin.  Stund hruns virðist vera runnin upp í Samfylkingunni og blekið á dánavottorðinu sem Jón Baldvin gaf út í síðustu viku er þornað og búið að panta líkkistuna, hún skal vera hvít með gylltum haldföngum.

Ég held að eini möguleiki Samfylkingarinnar um að lifa af sé að skipta um formann þ.e að boða til landsfundar og kjósa nýjan formann!


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur er knár þó hann sé ....

Rudolph Giuliani.

Hann er einn öflugasti stjórnmálamaður sögunnar, svo ég noti nú ekki sterkari lýsingarorð en það.  Hann heitir Hr. Rudolph Giuliani og er fyrrum borgarstjóri New York borgar.  Hann gat gert það sem aðrir töldu ómögulegt þe að byggja upp von, trú og öryggi íbúa NY aftur eftir að á borgina/landið var ráðist þann 11 september 2001.  Hann hvatti fólk til dáða og hjálpaði þeim veitti þeim sem þurfti á öxl að halda eftir fráfall ástvina sína eigin öxl.  Hér er á ferðinni einstakur maður með sterka og skýra stefnu!  Það liggur við og ef tækifæri gæfist þá myndi ég færa lögheimili mitt til USA til þess eins að kjósa hann!  Sem sagt Giuliani þú átt mitt atkvæði í hendi..... alvega hér á klakanum Wink

Hef ákveðið að styrja kosningasjóð hans með því að veita honum heimild til þess að selja áritaða mynd af okkur sem tekinn var í fyrra!

Giuliani

 

Án efa mun hann fá nokkra dollara fyrir hana, en munið..... margt smátt gerir eitt STÓRT Cool

mbl.is Giuliani sækist eftir tilnefningu til forsetaembættisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þér er boðið... Eitt boðskort allra tíma

Ég fékk eitt einkennilegasta boðskort sem ég hef fengið um daganna inn um bréfalúguna í dag.

Þér er boðið...

... í vinnu til okkar

Þarna er Hrafnista að fara nýjar leiðir í atvinnuauglýsingum til þess að reyna ná til breiðari hóps en oft áður, eða svo tel ég vera, ég hugsa reyndar svona miðað við reynsluna að þessi bæklingur hefðu frekar átt að vera á asísku, pólsku eða rússnesku tungumáli frekar en íslensku.  Heild einhvernvegin að íslendingar komi ekki til með að hópast fyrir utan Hrafnistu á morgun eða miðvikudaginn til þess að sækja um vinnu þó svo að þeir hafi fengið sent boðskort heim til sín...... eða var það bara ég sem fékk boðskortið... hum!

Held reyndar að miðað við þá leigu sem eldra fólkið er að greiða bæði á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði þe. í þjónustuíbúðirnar þá ætti þessi ágæta stofnun klárlega að geta greitt aðeins hærri laun og með því myndi kannski opnast flóðgátt með íslendingum sem myndu allir vilja vinna við öldrunarþjónustuna!


Lýtaaðgerð !

Gunnar ákvað að fá sér smá andlitslyftingu fyrir afmælisdaginn sinn. Hann eyddi 500.000 kr. í aðgerðina og var bara mjög sáttur við árangurinn. Á leiðinni heim stoppaði hann hjá blaðasala og keypti DV. Áður en hann yfirgaf blaðasalann, sagði hann við hann: "Ég vona að þér sé sama þó ég spyrji, en hvað heldur þú að ég sé gamall? .....

Svona ca. 35 ára," segir blaðasalinn.
"Ég er nú raunverulega 47 ára," segir Gunnar, mjög stoltur.
Hann kom við á McDonalds á heimleiðinni og spurði afgreiðslustúlkuna sömu spurningar.

Hún svaraði að bragði: "Þú ert örugglega ekki degi eldri en 29 ára.”
Ég er nú samt 47 ára" og nú leið okkar manni virkilega vel.

Á meðan hann beið eftir strætó, spurði hann gamla konu sömu spurningar.
Hún sagði: "Ég er nú orðin 85 ára gömul og sjónin er aðeins farin að gefa sig en þegar ég var yngri kunni ég pottþétta aðferð til að segja til um aldur manna. Ef ég set höndina niður í nærbuxurnar og leik mér að eistunum í 10 til 12 mínútur þá get ég sagt nákvæmlega til um hvað þú ert gamall".
Gunnar leit í kringum sig og sá engan, svo hann hugsaði með sér, ætli maður hafi ekki einhvern tíman gert eitthvað verra en þetta. Sú gamla renndi hendinni niður í nærbuxurnar. 10 mínútum seinna, sagði sú gamla: "OK ég er tilbúin, þú ert 47 ára.”
Stynjandi sagði Gunnar: "Þetta er frábært, hvernig fórstu að þessu?"

Sú gamla horfði rólega á hann og svaraði: "Ég var fyrir aftan þig á McDonalds.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband