Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Þegar kveikt er á spádómskerti er vert að fagna

IMG00078
Í tilefni dagsins og að nú sé búið að kveikja á fyrsta kerti, spádómskertinu, sem prýðir aðventukransinn þá hefur við efnt til aðventuboðs með fjölskyldunni í kvöld.
Svona til gamans þá set ég inn mynd af forréttinum sem hefur verið í "vinnslu" síðustu þrjá sólahringa.  Nú er bara spurning hvað þetta er Wink
En það verða tveir aðrir réttir á boðstólnum, aðal- og eftirréttur.  Í aðalrétt er bundið kjötmeti og í eftirrétt er styrkur til bænda.  Það ætti því enginn að fara svangur frá borðum.

Þættinum hefur borist bréf - Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Í dag fékk ég sendingu frá vinkonu minni sem er síður en svo ánægð með skrif mín um Siðmennt.  Reyndar sá ég að Sigurður Hólm hafði skrifað þetta í athugasemdir hjá mér en ég tel rétt að setja þetta hér inn svo aðrir hafi tækifæri á því að sjá þetta (vonandi er Sigurði sama).

Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

 

1) Siðmennt er EKKI á móti litlu jólum eða kristinfræðslu

2) Topp tíu ranghugmyndir um Siðmennt, trúleysi og húmanisma

3) Siðmennt, gullna reglan og trúfrelsi

4) Siðmennt og lögin um guðlast

5) Gífuryrði og rangfærslur um Siðmennt

6) Biskup fer rangt með stefnu Siðmenntar
Þetta er frá 2005 Biskup fer ENN rangt með stefnu Siðmenntar. Augljóslega gegn betri vitund.

7) Siðmennt styður “fræðslu” um kristni í skólum

8) Vegna rangfærslna um Siðmennt

9) Fjölmiðlaumfjöllun um trúboð í skólum dregin saman

10) Á meirihlutinn aðeins að njóta mannréttinda?

p.s.
Stefán Einar flutti predikun á Hátíðarsamkomu stúdenta á fullveldisdegi sem flutt var á Rás 1 í dag. Þar fór hann með margar rangfærslur um Siðmennt. Það er því ekki úr vegi að ég vísi hér í rökræðu sem ég átti við hann fyrir nokkrum árum. Hann hefur áður farið með rangt mál um Siðmennt:

11) Mótmælandi Íslands

 

Sigurður Hólm Gunnarsson


Flottir

Flott framtak hjá lögreglunni, ekki veitir af að sýna gott aðhald gagnavart ökumönnum sem eru undir áhrifum áfengis- og/eða eiturlyfja.

Ég myndi gjarnan vilja sjá svona átak í gangi allt árið um kring, það myndi kannski fækka þeim sem aka undir áhrifum.


mbl.is Umferðarátak gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein skýrskotun í klámmynd

Já það er ekkert annað, ríkisútvarpið farið að vitna beint í klámiðnaðinn.  Eða allavega myndu "smáralindar" femínistarnir Sóley og vinkona hennar orða það svo ef þær hefðu séð Útsvar þáttinn sem sýndur var fyrr í kvöld. 

Því þar var einn gestanna berfættur, það var reyndar sá gestur sem hljóp fyrir hafnfirska liðið í átt að bjöllunni þegar á þurfti að halda.  En að öllu gríni slepptu hlýtur það að vera undantekning þegar menn sjást berfættir í spurningarþætti hvort heldur sem er í RÚV eða á öðum sjónvarpsstöðvum - kannski nýjasta tíska og það sem koma skal, hver veit Smile

 


« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband