Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Söguhringur Reykjavíkur - Nú ætti Menningar- og ferðamálaráð að vakna.

Nú er tækifæri til þess að merkja allar styttur og listaverk í Reykjavík.  Þar sem þeim fjölgar stöðugt sem eiga GPS staðsetningartæki. 

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur gæti látið útbúa nokkra skoðunarhringi sem menn gætu skráð inn upphafspunkt hjá einverri styttu t.d Jón Sigurðsson eða Leif Eiríkssyni.  Síðan yrði keyrt um bæinn í söguferð.  Á hverjum stað fyrir sig yrði settur upp fm sendir þar sem fólk gæfist kostur á að stilla útvarpið í bílnum eða í farsímanum og hlustað á stutta frásögn af persónu, húsi eða sögu.

Þannig væri hægt að gera skemmtilega hringi fyrir t.d persónur, hús eða aðra staði og almenningi gæfist kostur á að fara í þessa hringi sér að kostnaða lausu en til ómældrar skemmtunar.

 


mbl.is Jesúbarnið fær GPS í jólagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði getað ollið ómentanlegu tjóni.

 

Það var ekki heppni skemmdarvargsins að ekki fór verr.  Það hefði getað kostað meira en bara peninga ef lögreglan hefði þurft að hraða sér í forgangsútkall og ekki komist.

Spurning hvort dómarinn ætti ekki að dæma varginn til vinnu á hjólbarðaverkstæðis yfir eina vertíð eða svo t.d. í vor.  Ég get rétt ímyndað mér að það sé ekki auðveld vinna og hann mun því hugsa sig tvisvar um áður en gerir þennan óleik aftur !  En það væri vissulega eftir að hann hefur klárað fulla meðferð á Vogi sem ætti auvðitað að vera skilda að allir þeir sem keyra ölvaðir færu strax í !


Jólavina samsærið

find-santa-claus-10

Eins og á mörgum vinnustöðum þá er leyni jólavinaleikur í gangi.  Alveg þrælmagnaður leikur og skemmtileg afþreying til þess að lífga uppá snjólausa jólatíð.  En nú er það komið á hreint þ.e jólavina samsærið.....

Leyni jólavinur minn byrjaði með pomp og prakt á þriðjudaginn var með því að skreyta skrifborðið mitt með fallegri jólaseríu og beið mín einnig þessi fína jóla kanna undir kaffisopann úr kaffigarðinum.  Ég var svo lánssamur að minn var virkur en hinsvegar var vinkona mín hér með algjörlega óvirkan leyni jólavin.

En hvað gerðist !!??

Minn hvarf og jólavinur vinkonu minnar birtist svo um munaði og hefur verið í stanslausu starfi frá því á þriðjudaginn - Samsærið er því að hann hefur hugsanlega komið mínum leyni jólavin fyrir kattanef - tekið pakkana og er nú að nýta sér þær til þess að gleðja sinn vin - ekki slæmt það......

en hér með er auglýst eftir leyni jólavini mínum...... Wink


Lögreglan gefur frítt stæði í miðborginni?

Gæti verið fyrirsögn fréttatilkynningar frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.  Þetta ætti að vera ákaflega einfalt í framkvæmd og gæti verið gott framtak lögreglu og borgar við að efla vitund borgarbúa um að góður akstur borgar sig og jafnframt sem það myndi gera góða ímynd íslensku lögreglunnar enn betri.

Nú ef það heillar ekki lögregluna að gefa frítt stæði í eina til tvær klukkustundir þá ætti að vera auðvelt að semja við Kaffitár eða Te&Kaffi um kaffisopa enda báðar keðjurnar með kaffihús á fleiri en einum stað hér á höfuðborgarsvæðinu.

En eitt er víst það verður spennandi að leggja af stað til vinnu í fyrramálið og bíða eftir því að verða stoppaður fyrir það eitt að keyra um á löglegum hraða og gefa stefnuljós.


mbl.is Lögreglan gefur ökumönnum kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafarholtsbúar til hamingju með daginn

IMG_1177-vef
Það var sannkallaður gleðidagur meðal íbúa Grafarholts í dag, því skóflustunga að Sæmundarskóla var tekinn.  Þrátt fyrir kaldan vind þá leyndi sér ekki brosið á öllum þeim sem á svæðinu voru. Dagskráin hófst kl. 14.20 með ræðu skólastjórans og svo sagði Kristján Alex sem er nemandi í skólanum nokkur vel valinn orð.  Þegar Borgarstjórinn hafði lokið máli sínu var ekkert að vandbúnaði að hefjast handa og taka skóflustunguna.  Borgarstjórinn fékk öfluga hjálp frá nemendum skólans því fimm nemendur aðstoðuðu hann.  Síðan frumfluttu börnin texta eftir Hugrúnu Ragnarsdóttur sem á tvö börn í skólanum, við lag eftir Guðna Franzson.

Það hefur verið ákaflega skemmtilegt verkefni að vinna að sjálfstæði skólans eins og Kristján Alex komst svo skemmtilega að orði.  En sjálfstæðið var ekki það eina sem unnið hefur verið að því einnig hefur verið unnið að því að stækka skólann miðað við fjölda nemenda og fá íþróttahús við hann sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegum hugmyndum R-Listans en með dyggri aðstoð sjálfstæðismanna í borginni þá hefur þessi draumur nú orðið að veruleika.

Kynning_VA_modelmynd_krop

Stjórn verklegra framkvæmda er hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Arkitektar eru VA arkitektar. Verkfræðihönnun er hjá Almennu verkfræðistofunni, Rafteikningu og Línuhönnun.
Áætlaður heildarkostnaður við byggingu og lóð er um 1.780 millj. króna. 
Stefnt er að því taka bygginguna í notkun í byrjun árs 2010.


Staðgreitt skal það vera

Öryggisráðið hefur samið um að þú færð 5% staðgreiðsluafslátt.  Nei svona að öllu gríni slepptu þá hefði mátt skoða þetta mál aðeins betur.  En að öllu gríni slepptu þá held ég að þetta sé frekar dauft mál, svo ekki sé nú meira sagt.  En ég hefði tekið þetta lengri ef ég væri þær og kært VISA international - af hverju að eltast við litlu "vonabe" risann Visa á Íslandi.
mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um Siðmennt

"Ég fagna því ef Siðmennt vill nú styðja kristinfræðikennslu og trúarbragðafræðslu í skólum eins og fram kemur í opna bréfi félagsins til mín. Það er sannarlega gleðilegt ef Siðmennt vill taka þannig höndum saman við Þjóðkirkjuna."

Hér að ofan er texti sem Biskup Íslands skrifaði í opnu bréfi til Siðmenntar þann 7 desember s.l.  Margir hefðu túlkað þessi orð sem útrétta sáttarhönd kirkjunnar til Siðmenntar.  Því hryggir mig nýútkomið opið bréf Siðmenntar til Biskups í dag.

Þar kemur fram svo ekki verði um villst að stjórn Siðmenntar virðist ekki vilja komast að friðsamlegri niðurstöðu miðað við niðurlag bréfsins, en þar segir

"Siðmennt hefur áhyggjur af ófriði um skólastarf og vill leggja sitt af mörkum til þess að friður náist um það. Friður kemst ekki á nema skólar verði lausir undan ágangi trúboðs".

Hvað fellst annars í þessari setningu annað en þau einföldu skilaboð, við sættum okkur ekki við neitt annað en okkar sjónarmið, eða hvað?

En hvers vegna getur ekki náðst friður í grunnskólastarfi landsins nema ef allir sættu sig við stefnu Siðmenntar?

Ég trúi því ekki að fólk geti ekki fundið lausn á þessu máli á friðsamlegan hátt án þess að vera senda opin bréf fram og til baka því það er deginum ljósara að sátt næst ekki í þessum málum á blaðsíðum dagblaðanna.

Væri til dæmis ekki hægt að fá samþykki foreldra eða forráðamanna barna líkt og gert er í leik- og grunnskólum fyrir myndatökum og vettvangsferðum.  Þar gæfist þeim hópi fólks sem ekki vill að barn sitt taki þátt í trúarlegum athöfnum s.s. heimsóknum í kirkjur, litun á trúarbragðamyndum ofl. kostur á því að segja nei við beiðninni og barnið færi þá t.d á aðra staði þegar farið væri í kirkjur og fengi aðrar myndir þegar verið væri að lita.  Ef presturinn hverfisins kæmi svo í heimsókn þá væri barninu einfaldlega boðið að kíkja við á bókasafni skólans þar sem það gæti dundað sér við lestur nú eða aðra iðju á meðan heimsókninni stæði.

Sama á við þegar helgileikurinn er æfður eða leikinn í skólanum, þá fengi barni einfaldlega önnur verkefni, af nógu er af taka og mörg eru tækifærin.

Ég vil hinsvegar fagna þeim upplýsingum sem ég hef nú fengið frá Siðmennt að það hafi aldrei staðið til af þeirra hálfu að taka út páska- eða jólaföndur eða almenna trúarbragðafræðslu.  Því eitt það mikilvægasta í uppeldi barns er öflug trúarbragaðafræðsla og þar mætti alveg skoða þann möguleika að prestur tækju að sér almenna kristinfræðslu, munkur tæki að sér Búddafræðin, heimspekingar gætu tekið það fag osfrv. Hugnanlega væri hægt að hafa sérstakan trúarfræðslumánuð í skólum þar sem yngri bekkingum væri kynnt öll trúarbrögð lítilsháttar en eldri bekkingum boðið uppá námskeið í öllum helstu trúar eða rökhugsunarfræðum.  Gæti þetta verið lausn sem flestir gætu sætt sig við?  Það vita það allir að það mun aldrei koma lausn fram sem allir verða sáttir við í einu og öllu.  Verð ég því að lýsa yfir óánægju minni með niðurlag bréfs Siðmenntar

 "Siðmennt hefur áhyggjur af ófriði um skólastarf og vill leggja sitt af mörkum til þess að friður náist um það. Friður kemst ekki á nema skólar verði lausir undan ágangi trúboðs".

Það er kannski rétt að setja það einnig hér fram að ég er ekki hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og tel þetta samband vera bundið órjúfanlegum tengslum í sögu- og menningu landsins.  Þrátt fyrir að önnur lönd hafi kosið að slíta í sundur ríki og kirkju þá er ekki þar með sagt að við eigum að gera það líka.  Þvert á móti eigum við að sýna stöðuleika og staðfestu með öflugu starfi kirkjunnar og menntastofnanna landsins.


mbl.is Siðmennt svarar biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom, sá og sigraði

Við fórum nokkru saman á tónleikana í dag og það er ekki hægt að segja annað en að Björgvin og gestirnir hans hafi sungið jólaskapið í gestina.  

Öll umgjörð tónleikanna var eins og best verður á kosið, sviðið flott og söngurinn magnaður og ekki má gleyma því þegar það fór að snjóa á sviðinu skemmtilegir effectar það.

Reyndar var heimkoman ekki síður góð, þar biðu nýbakaðar smákökur, þar sem frúin og telpurnar á heimilinu höfðu tekið sig til og bakað á meðan við hin fórum á tónleikanna.  Allt kvöldið fór svo auðvitað í það að smakka kökurnar og athuga hvort það væri ekki í lagi með þær allar Wink


mbl.is Björgvin í jólaskapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðið á enda

Það skemmtilega við öll boð eru fólkið sem í þeim eru.  Í kvöld vorum við með 15 manna veislu sem heppnaðist ljómandi vel. 

Buðum gestunum uppá

Forréttur - Grafið lambafille með rauðvíns edik sósu og rifsberjum

Aðalréttur - Svínalundir sem fylltar voru með sólþurrkuðum tómötum, olivum, fetaosti og sveppum ásamt tilheyrandi meðlæti s.s. osta piparsósu, soðnu grænmeti, eplasalatinu hennar tengdamömmu ofl.

Eftirréttur - Fljúgandi dreki, súkkulaði og vanillu ís.  Fljúgandi dreki er heitur réttur sem inniheldur drekaávöxt, mangó, banana, róló og snickers.

Farið var vítt og breytt í spjallinu, alveg frá trúmálum yfir í trúleysingjamál, bílum yfir í báta, nágrönnum yfir í vini og vinstri grænum yfir í sjálfstæðisflokkinn.  Það er því hægt að segja að farið hafi verið um víðan völl í umræðunum það er einmitt það sem gerir svona boð svo skemmtileg því þar eiga öll sjónarmið rétt á sér þó svo allir séu ekki endilega alveg sammála.

 


Nokkrar góðar af netinu

Ég fann nokkrar skemmtilegar myndir á netinu.  Þrælgóð sjónarhorn sem gefa skemmtilega mynd.

004

Are you talking to me.........?

 005

Þetta er alveg að takast..... spyrna aðeins meira og.......

 

006

Sterkur inverskur matur er kannski ekki alveg málið......... hehe

007

Haha heyrðu þarna númer 10 .....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband