Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Pabbi, á maður ekki alltaf að hjálpa þeim sem minna mega sín?

Svona til gamans  hef ég sett inn nokkrar myndir úr Osló-ar ferðinni.  Þær er hægt að sjá hér til hliðar í myndasafninu.

Á skautum skemmti ég mér
En eitt óvænt, skemmtileg en svolítið vandræðarlegt augnablik kom upp í ferðinni.
Dóttir okkar hjóna hún Hafdís Hrönn var með okkur og eitt af því sem henni þótti merkilegast í ferðinni var hve margir voru væru að biðja um pening (betla). 
Það lá við að ef húsveggur væri til staðar þá væri þar betlari líka sem annaðhvort væri sofandi
eða sitjandi við vegginn með bolla hjá sér til þess að gefa fólki tækifæri á að gefa sér nokkar krónur.  Þegar við vorum búið að ganga fram hjá a.m.k 25 á aðalgötunni þá kom einlæg
spurning frá dótturinni
"pabbi, á maður ekki alltaf að hjálpa þeim sem minna mega sín?"
að sjálfssögðu játaði ég spurningunni, en þá kom
"af hverju gefum við þá ekki öllum pening í bollann"
Þá hófust langar samræður á milli mín og stóru stelpunnar okkar sem verður bráðum 7 ára um að það væri alveg rétt, maður ætti alltaf eftir fremsta megni að hjálpa ef maður gæti.  En ekki gætum við hjálpað öllum sem voru að "safna" á götunni. 
Við gerðum því samning í tveimur liðum
a)  Allir þeir sem við myndum ganga framhjá og væru mjög skítugir og í slitnum fötum
fengju pening í bollan
b) Allir þeir sem við myndum ganga framhjá og væru að leika listir myndu fá pening
í bollann sinn í þágu listarinnar.
Ég reikna með að við höfum því veitt styrki í Osló að andvirði u.þ.b
800 noskra króna eða u.þ.b. 8.800 ísl. kr.
Ég veit að þetta eru ekki fjárveitingar í líkingu við það sem Bónus er að gefa en við vorum sátt í upphafi jólamánaðar, stendur ekki einhverstaðar að margt smátt gerir eitt stórt!?

 


Breiðholtið kemur verst út í könnun - Er það R-Listanum að kenna?

offitabarna
Það er óhætt að segja að fyrirsögnin kemur ekki á óvart þegar Breiðholtið á í hlut! 
Fjölmiðlar virðast alltaf vilja gera eitthvað krassandi úr hlutunum ef það snertir Breiðholtið á neikvæðan hátt en ef það eru jákvæðar fréttir úr Breiðholtinu þá eru þær yfirleitt hunsaðar.   Það sem vekur athygli mína við þessa könnun er fyrst og fremst hver tilgangur hennar er!  Hver er tilgangurinn að bera saman kílófjölda barna og póstnúmer?  og svo kílófjölda barna og menntunarstig foreldra?  Getur einhver svarað mér því og þá helst í stuttu máli ?!

Ég velti því fyrir mér hvað á að gera við niðurstöðu könnunarinnar, er ætlunin að Íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar og íþrótta- og æskulýðsdeild Menntamálaráðuneytisins fari nú á fullt að skipuleggja íþróttastarf upp á nýtt í Breiðholtinu?  Er ætlunin að auka fé til íþróttamála í Breiðholti? eða er ætlunin að hækka póstnúmerin í Breiðholtinu svo þetta komi betur út Wink?

Nú er það svo að það eru starfandi þrjú öflug íþróttafélög í Breiðholtinu þ.e. ÍR, Leiknir og Ægir, reyndar er skákfélagið Hellir líka starfrækt í þar en ég geri ráð fyrir að fólk fái ekki mikla líkamlega þjálfun þar þó einhver sé.  Öll vitum við að íþróttafélög í Breiðholtinu hafa fengið að sitja á hakanum síðasta áratuginn, er þetta ein af slæmum afleiðingum R-listans þ.e að börnin í Breiðholti eru orðin of þéttholda?  En nú er bjartari tíð framundan nýr meirihluti virðist hafa vitað hvar Breiðholtið var að finna miðað við Grettistakið sem tekið var í sumar með hreinsunarátakinu.   

Ég skora á stjórn ÍTR að sjóða saman átak fyrir börnin í Breiðholtinu jafnframt að stórauka fjárframlög til íþróttamála á svæðinu svo hægt verði að snúa vörn í sókn og hefja forvarnarstarf áður en það verður um seinan.

 

Fréttablaðið, 05. des. 2006 02:45

Breiðholtið kemur verst út í könnun

Niðurstöður úr nýjum rannsóknum á þyngd barna á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 6 til 14 ára benda til þess að tengsl séu á milli offitu barna og félagslegrar stöðu foreldra þeirra.

Tíðni offitu er hærri í hverfum þar sem menntunarstig foreldra barna er lágt en í hverfum þar sem menntunarstig er hærra.

Skólar í Breiðholtinu, Kópavoginum og Árbænum koma verst út, með tíðni offitu um og yfir 30 prósent, en skólar í Hlíðahverfi, Fossvogi, Seltjarnarnesi og Grafarvogi koma best út, með tíðni offitu á milli 13 og 14 prósent.

Það er líka einkennilegt að sjá í greininni þegar talað er um að offita barna í Breiðholti, Kópavogi og Árbæ sé um og yfir 30%, ég get ekki séð í þessari tölfu hér fyrir ofan að hún fari nokkrum sinnum yfir 30% heldur hangir í 29%.  Svo mætti einnig benda skýrsluhöfundi á að Breiðholtið skiptist í þrjú hverfi, þau eru Fella- og Hólahverfi, Skóga- og Seljahverfi og Bakka- og Stekkjahverfi..... ekki Efra-Breiðholt og Mjódd (bara svona til þess að hafa staðreyndirnar á hreinu)
Hægt er að skoða niðurstöðurnar á vefsíðu Heilsugæslunnar í Reykjavík,
www.heilsugaeslan.is


"Hleranir á símum þingmanna" Er þetta ekki að verða gott

Ég spyr bara er þetta nú ekki að verða gott.   Málið er orðið frekar þreytt og er farið að lykta frekar af athyglisþörf ákveðinna einstaklinga.  Það er áhugavert að fylgjast með fyrrum utanríkisráðherra tjá sig um þetta mál aftur og aftur.  Það skyldi þó aldrei vera að hann saknaði örlítið þess tíma er hann var í eldlínunni daginn út og daginn inn? 


mbl.is „Hleranir á símum þingmanna ekkert annað en pólitískar njósnir"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég man ...

Já það er ótrúlegt hvað maður man og alltaf skemmtilegt að rifja það upp svona sér til skemmtunar, læt hér nokkra minningar fljóta. 
... SpurCola
... Pops
... Þegar sjónvarpið tók frí á fimmtudögum
... Grænum strætó
... Þegar videóið kom
... Fótanuddtækja ævintýrinu
... Skonrokk
... Engum Mogga á mánudögum
... Beta videótækjunum
... Þegar sódastrímið kom
... Miklagarði
... Sinalco (þetta gamla góða með lakkrísröri)
... Spurs
... Póló
... Íscola
... Þegar það kostaði 200 kr í bíó
... þegar 50 aura kúlurnar voru til
... myntbreytinguna
... þegar Reykjavíkurborg varð 200 ára
... Þegar ég fékk fyrstu PC tölvuna (Victor VPc2 með 30mb hörðum disk og litaskjá)
... Að horfa á prúðuleikarna í litasjónvarpi
... Sinclar spectrum leikjatölvunni

Margrét á leið í varaformanns eða formannslaginn í Frjálslyndum eða innantóm hótun!?

merkiÞað hefur verið skrautlegt að fylgjast með "valda"baráttunni sem virðist vera hrjá Frjálslynda einmitt þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð.  Það er hreint út sagt sorglegt að sjá hvernig það virðistst vera búið að hrifsa flokkinn af þeim manni sem taldi sig eiga hann með húð og hári þe Sverri Hermannssyni og fjölskyldu.  Það er líka fróðlegt að sjá fyrrum stofnanda flokksins henda eldingsspjótum enn á ný nema þá nú beinast spjótinn að innviði hans eigin flokks ekki annara flokka eins og hér um árið, það er greinilegt að hann hefur engu gleymt.

Ég eins og svo margir aðrir sáum viðtalið við Margréti Sverrisdóttur í Kastljósi þar sem rakin var sagan í aðdraganda uppsagnar Margrétar.  Það var hálf vandræðalegt að fylgjast með því þegar rætt var um uppsagnarbréfið og hver hefði átt að skrifa undir bréfið og hver ekki, hvort búið væri að segja henni upp sem framkvæmdastjóra flokksins eða ekki.  Þetta er því hið einkennilegasta mál og vart hægt að trúa því að hægt sé að vefja formanni flokksins  svo um fingur sér að hann varla viti hvað snýr aftur og hvað snýr fram líkt og Jón Magnússon í Nýju afli virðist hafa gert, þar var flokkur á ferð sem varla komst á blað kosningum farinn að stýra öllu starfi flokks sem mældist þó með 7% fylgi í síðustu kosningum, í flokknum var búið að stofna nýja deild "Nýtt afl" og nú skyldi aðlaga flokkstarfið í heild sinni að þeirra hugmyndum... eða hvað?

magga3      gudjonformadur
Hvað gerist næstu daga veit enginn en enginn skal vanmeta Sverrir og fjölskyldu, skyldu þau ganga úr flokknum og stofna nýjan nú eða hellir Margrét sér í varaformanns slaginn nú eða formanns slaginn!!??  eða var þetta bara innantóm hótun sem maður heyrði og sá í Kastljósi.  Vill Margrét bara fá sætið sitt aftur sem framkvæmdastjóri þingflokks og flokksins eða vill hún raunverulega taka slaginn.  Það eru spennandi tímar hjá Frjálslyndum svo mikið er víst!

mbl.is Margrét segir eðlilegt að sækjast eftir embætti varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband