Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
30.11.2006 | 04:04
í upphafi ferðar
Jæja þá er maður fæddur og kominn á ról eins og segir einhverstaðar á góðum stað. Í dag er dagurinn sem við sækjum norðmenn heim til þess að vera viðstödd þegar ljósin verða tendruð á jólatréinu í Osló. Mér skyldist að veðrið í Osló væri svipað og hjá okkur nema þá einna helst að það á að vera meiri vindur hjá frændum okkar í Noregi allavega samkvæmt accuweather.com og ekki skrökva þeir frekar en Morgunblaðið. Við tökum að sjálfssögðu með okkur víkingahjálmana okkar þar sem sagan segir að við höfum komið þaðan eins og annað gott fólk sem í A blóðflokki er.
Ég mun reyna setja inn einhverja myndir frá Norge í ferðinni en þangað til hafið það gott á klakanum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 08:59
Kjúklingabringur í Chilli sósu
Datt í hug að sestja hér inn einfalda uppskrift á kvöldmat fyrir kvöldið í kvöld nú eða til þess að hafa um helgina.
Kjúklingabringur í Chilli sósu Kjúklingabringur 500 gr. 1 flaska Heinz Chilli tómat sósa 1 peli rjómi 2 tsk pipar 2 tsk karrý smá salt Bringurnar eru skornar í bita (húðin tekin af) og settar í eldfast mót.Hella HEINZ chillisósunni yfir og kryddinu (passa að setja ekki of mikið!).Sett í ofn 180 °C í 30 mínútur, þá er þetta tekið úr ofninum og hrært ísósunni og pelanum af rjóma bætt við og sett aftur í ofninn í 30 mínútur.
Borið fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði.
29.11.2006 | 00:57
Boðið verður uppá tungumálanámskeið fyrir viðskiptavini
9% starfsmanna Haga eru útlendingar
Þetta þykir mér miður þ.e þegar maður er farinn að versla í matvöruverslunum og þarf að tala ensku. Hvert er þetta samfélag að fara eiginlega? Eigum við að taka upp annað tungumál fyrir okkur íslendinga, er íslenskan að deyja út? Þegar stórt er spurt þá verður oft fátt um svör... en þetta þykir mér engu að síður mjög miður, svo mikið er víst.
Það er auðvitað gjörsamlega út í hött að þegar maður kemur á kassa í matvöruverslun á íslandi að þurfa að tala annað tungumál en okkur eigin móðurmál vegna þess að starfsmaðurinn skilur mann ekki. Hverjar haldið þið að væru líkurnar á að hitta íslending í Frakklandi sem starfaði á kassa í matvöruverslun og hann kynni ekki frönsku, ég bara spyr nú eða íslending í Danmörku að afgreiða í Fakta og hann kynni ekki dönsku..... ég tel engar líkur á því, er ekki sjálfssögð krafa að afgreiðslufólk kunni það móðurmál sem er á hverjum stað fyrir sig?
Hvar er VR í allri baráttu fyrir sína stétt og sitt fólk?? Líklegast sofandi eins og vanalega!
9% starfsmanna Haga eru útlendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2006 | 08:51
Fólk sem að fæddist fyrir 1990 ættti að vera dáið!!! - eða vorum við bara heppinn?
Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru
börn á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.
HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?
-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.
-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum
og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.
-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.
-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.
-Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar
lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika
-Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu
flöskunni án þess að nokkur létist.
-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og
þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt
bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.
-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn
og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í
okkur yfir daginn.
-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar
talstöðvar sem var flott að eiga!
-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki
fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp,
ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.
-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.
-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en
enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki
hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?
-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.
-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og
drasli og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það
ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til
eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!
-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.
-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu,
eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar
aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.
-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við
stjórnuðum okkur sjálf.
-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk.
Hræðilegt.... En þeir lifðu af.
-Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.
-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM & K, sungum og vorum í
Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.
-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.
-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af
litarefnið í því...
OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!
Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við
áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það
allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög
og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?.
Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð
að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.
Við höfum bara átt gott líf er það ekki?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2006 | 00:11
OSLÓ - Hér komum við !
Þá fer að líða að ferð fjölskyldunnar til heimsborgarinnar Osló þar sem við munum verða viðstödd þegar kveikt verður á ljósunum á hinu eina sanna og margrómaða Osló-ar jólatré í Osló . En nú er stórt spurt.... hvað er annað hægt að gera í Osló, hefur einhver komið þangað sem getur gefið mér ábendingar um hvað hægt sé að gera!?!?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 23:51
Créme Brûlée - Einfaldur eftirréttur
Set svona inn til gamans einfaldan og þægilegan eftirrétt sem allir geta ráðið við. Við vorum með fólk í mat í kvöld og buðum upp á Créme Brûlée meira að segja kallinn á heimilinu getur gert þetta án þess að klúðra þessu
Þetta þarftu:
4 dl Rjómi
100 g Súkkulaði (Green & Black´s Dark)
1 stk Vanillustöng
100 gr sykur
4 stk eggjarauður
3-4 msk hrásykur, fer eftir stærð skálar
Aðferð
Setjið rjómann í pott, kljúfið vanillustöngina, skafið fræin innan úr henni og bætið þeim út í rjómann ásamt helmingnum af sykrinum.
Látið sjóða smástund. Bræðið súkkulaðið í heitri rjómablöndunni og kælið aðeins.
Ofninn er hitaður í 150°C og vatn sett í ofnskúffuna.
Eggjarauðurnar eru þeyttar með afganginum af sykrinum þar til þær eru léttar og ljósar.
Þá er súkkulaðiblandan sett varlega út í eggjamassann. Hellið í lítil eldföst mót og bakið í vatnsbaði þar til búðingurinn er orðinn stífur. Það fer eftir þykkt búðingsins hversu langan tíma hann þarf í ofninum, athugið með fingrinum hvort hann er orðinn stífur. Kælið vel. Stráið hrásykrinum yfir búðinginn og bræðið undir grilli með þar til gerðum Créme Brûlée brennara þar til hann fer að brúanst.
27.11.2006 | 16:35
Jólasveinaskortur í Berlín
Jólasveinaskortur í Berlín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2006 | 23:39
Latibær - Til hamingju
Það er hreint út sagt frábært að fylgjast með Magnúsi Scheving og starfsfólki Latabæjar. Að sjá hvernig hugmynd hjóna varð að stórkostlegri markaðsvöru. Er það ekki svo að vilji er allt sem þarf?
Frábært að sjá íslenskt hugvit vinna til verðlauna erlendist.
Til hamingju Latabæjarfólk.
Latibær fékk BAFTA-verðlaun sem besti alþjóðlegi barnaþátturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2006 | 21:17
Verðbólga í boltanum
Verðbólga í boltanum
Sýn hefur náð sýningarréttinum á enska boltanum af Skjá einum en ljóst má vera að fjárhæðir sem greiddar eru fyrir þessa vinsælu deildarkeppni hafa hækkað gríðarlega frá undirritun síðasta samnings. Talið er líklegt að Sýn borgi 1.300-1.400 milljónir króna fyrir réttinn, sem gildir til ársins 2010, en stjórnendur 365 segjast hafa tryggt sér nokkra styrktaraðila.
Fyrir þremur árum börðust Skjár 1 og og Norðurljós um sýningarréttinn. Sigurður G. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Norðurljósa, sagði þá að Norðurljós hefðu boðið 195 milljónir króna fyrir réttinn; 21 prósentum hærri upphæð en þrjú ár áður. Sigurður G. taldi að samkeppnisaðilarnir á Skjánum, sem hrepptu hnossið, hefðu borgað tíu prósentum hærri upphæð; um 220 milljónir króna.
Hvað sagði ég ekki, þeir hafa tryggt sér nokkra styrktaraðila sem eru væntanlega fáein fyrirtæki og svo dyggasti styrktaraðilinn þe áskrifendurnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2006 | 09:56
Konurnar RÁÐA
Er það ekki makalaust hvað maður fyllist alltaf einhverskonar tiltektaræði rétt fyrir jólin eða ef ég orða þetta rétt, er það ekki makalaust hvað eiginkonurnar fyllast alltaf brjáluðu tiltekaræði fyrir jólinn!!!??? nú og svo að sjálfssögðu draga okkur saklausu karlanna með í alla þessa vitleysu
Laugardagurinn var hreint út sagt frábær, við fjölskyldan fórum í nýja grunnskólann okkar Sæmundarskóla hér í Grafarholti til þess að föndra með krökkunum. Foreldrafélagið var búið að undirbúa allt saman, boðið var uppá mismunandi föndurpakka og svo kaffi og alvöru "heimagerðar" randalínur frá Steinþóri bakara í Björnsbakarí á eftir. Alveg ekta fjölskylduskemmtun.
En svo kom áfallið !!!!!!!!!!!! Vesenið !!!!!!!!!!!! Hin árlega jólahreingerning !!!!!!!!!!!!
Já rétt hugsað hjá ykkur, nú skyldi sko allt þrifið hátt og látt úti sem inni líkt og aldrei hefðu verið þrifið á svæðinu áður já nú eru sko að koma jól og þá er bara eitt sem þarf að gera STRAX og það er JÓLAHREINGERNINGIN !
Auðvitað var frúin búin að skipuleggja þetta allt saman, frúin og stelpurnar þrífa íbúðina hátt og látt og ég sem "húsbóndinn" á heimilinu fékk það hlutverk að taka til og endurraða í geymslunni. Auðvitað er alveg nauðsynlegt að allt sé hreint og fínt í geymslunni ef það skyldu koma gestir það er nú einu sinni svo að þeim er öllum boðið að fara í skoðunarferð um geymsluna. En eins og sannur herramaður þá bara þegir maður og hlýðir.
Þið þekki dæmið með söguna um þegar hjónin eru að hengja upp mynd í stofunni!?
Frúin segir við húsbóndann : þetta er allt í lagi þú mátt setja hana þar sem þú vilt í stofunni, ákveddu bara staðinn og festu hana upp!
Húsbóndinn verður bæði undrandi en feiknalega ánægður með að hafa valdið hvar myndin eftir E. Tryggvason ætti að hanga í framtíðinni. Þegar hann hefur ákveðið staðsettninguna og er að fara slá naglann .... þá
segir frúin: færðu þetta örlítið til hægri og aðeins ofar....... flott!!!
og þá spyr ég hver ákvað staðsettninguna.... frúinn eða herrann ???
Er það nefilega svo að konurnar stjórna heimilinum og hafa alltaf gert Sem er bara allt í lagi s.s. við "húsbændurnir" bara hlýðum.
En nú er geymslan orðin svo tandurhrein og skipulögð að það væri hægt að halda jóladansleik inni í henni fyrir a.m.k. 10-12 manns. Heimilið hefur nú fengið jólalyftingu og líkist nú meira jólahúsinu á skólavörðustíg en venjulegri íbúð í Grafarholti, en svona viljum við hafa það. Hér er sannkallaður jólaandi kominn og nú er bara að bíða eftir sjálfum jólunum sem koma eftir 27 daga og sá tími líður ansi HRATT nema þá kannski einna helst hjá litlu stelpunum okkar sem spyrja orðið nokkrum sinnum á dag hvað sé langt til jóla..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 175724
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar