Leita í fréttum mbl.is

Hvers á höfuðborgin að gjalda?

Mér er bara spurn, hvað næst?  Verður Ríkissjónvarpið flutt í Mjóafjörð, Dómsmálaráðuneytið í Vík, Hæstiréttur á Þórshöfn, Ríkisskattstjóri á Borgarfjörð Eystri.... hvað verður eiginlega næst?

Það er svo skrítið að það þarf alltaf verið að flytja heilu og hálfu stofnanirnar út á land, mér er bara spurn hvers vegna?  Býr ekki megin þorri allra landsmanna hér á eða í kringum höfuðborgarsvæðið (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Voga, Suðurnes, Akranes, Borgarnes, Hvergerði, Selfoss, Stokkseyri, EYRARBAKKA og Þorlákshöfn, vona að ég hafi engu gleymt).  Hver eru rökin fyrir því að færa Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga?  Hver eru rökin fyrir því að færa sektarinnheimtu lögreglunnar á Blöndós? Hverjar voru ástæðurnar að færa Landmælingar uppá Akranes? Hverjar voru ástæðurnar að flytja Byggðastofnun á Sauðárkrók?  Það eru einfaldlega enginn rök fyrir þessum fluttningum, menn geta svo sem rætt um að þetta væri atvinnuskapandi fyrir svæðin, en það er nú bara svo að þessar stoðdeildir eða stofnanir eru líka atvinnuskapandi fyrir þá sem eru í kringum höfuðborgarsvæðið.  Ég er alls ekki að segja að allt eigi að vera í Reykjavík, síður en svo, það á hinsvegar að vera ljóst að það þjónar hagsmunum fjöldans að hafa þetta hér á stór Reykjavíkursvæðinu, þar sem flestir.

Ég leyfi mér að fullyrða að það hefur aldrei verið nein hagræðing rekstrarlega séð að flytja stofnanir út á land og því væri gaman að sjá hver sé hagræðing með fæðingarorlofssjóð?

Hvernig stendur á því að þingmenn okkar Reykvíkinga eru ekki eins duglegir að toga í kaðlana eins og þeir virðast vera duglegir þeir þingmenn sem á landsbyggðinni eru !?


mbl.is Fæðingarorlofssjóður fluttur til Hvammstanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Enginn úti í kuldanum, enginn sendur til Grænlands.  En þetta er bara almenn skynsemi!

Óttarr Makuch, 2.1.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þarna erum við alveg hjartanlega samála Óttar, þrátt fyrir það að ég telji mig vera fyrirmyndardreifara.

Það á ekki að flytja bara til að flytja, það verða að vera verulega sterk rök með flutningi ef hann á sér stað og þau rök hafa ekki verið til staðar alltaf þegar svona gjörningur hefur farið fram.

En höfuðborgin er höfuðborg allra landsmanna og stjórnsýslunni er best þar fyrir komið, en þá verður Víkin góða að rækja skyldur sínar sem höfuðborg af mikilli samviskusemi.

Eiður Ragnarsson, 2.1.2007 kl. 21:09

3 identicon

Guð minn almáttugur. Hvað er eiginlega að  ykkur ? Þarf allt að vera í 101 Reykjavík ? Hversu mörg % af opinberum stofnunum eru á höfuðborgarsvæðinu ?Ætli það sé ekki um  eða yfir 99 %. Hvað er að því að fá 1% út fyrir þetta svæði!

Bergur Þorri Benjamínsson (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 23:01

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Ágæti Bergur,

Ef þú hefðir lesið innleggið mitt þá hefðir þú séð að ég var alls ekki að tala um að allt ætti að vera í Rvk 101, ég lít á þetta sem útúrsnúning að þinni hálfu.  Ég lagði einmitt ríka áherslu á að það væri sjálfssagt mál að fyrirtæki, stoðdeildir eða stofnanir væru á stór Reykjavíkursvæðinu eða nágrenni þess.

Óttarr Makuch, 2.1.2007 kl. 23:19

5 identicon

Sæll Óttar.

Það að einskorða sig við 101 eða 101-300 er ekki málið. Með aukinni tæki er hægt að sinna festum hlutum opinberar þjónustu hvar sem er. Jafnvel utan landsteinanna ef því er að skipta. Mín skoðun er sú að bjóða eigi t.d starfsemi fæðingarorlofssjóðs út og þá geti stór höfuðborgarsvæðið og svæðið utan þess keppt á jafnréttisgrundvelli. Hins vegar er nánast öll opinber þjónusta í Reykjavík og nágreni og þar hefur hún túttnað stjórnlaust út á undanförunum árum og áratugum ykkur sem þar búa til hægsældar. Og það veist þú mæta vel. Dæmi ný matvælastofun sem var sambræðsla nokkura eldri stofnanna, hana átti að staðsetja hér á Akureyri en því var hafnað af þingmönnum Reykjavíkur !

Bergur (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Hvað útboðið snertir þá get ég verið sammála þér á mörgum sviðum.  En ég er þess fylgjandi að flestar stoðdeildir, stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkissins eigi að vera á stór Reykjavíkursvæðinu eða nágrenni þess.  Það er til hagsældar fyrir flest alla.

Óttarr Makuch, 3.1.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband