28.12.2006 | 21:12
Landsbjörg - Hingað og ekki lengra!
Er þetta ekki að verða einum of mikil frekja?
Enn og aftur kemur framkvæmdarstjóri Landsbjargar, Jón Gunnarsson, fram í fjölmiðlum og skammast út í allt og alla nema Landsbjörg/slysavarnafélögin, reyndar varð stefnubreyting hjá honum í Kastljósi fyrr í kvöld þar sem hann sagði að íþróttafélögin og einhverra hluta vegna sá hann ástæðu til þess að nefna KR sérstaklega mættu einnig selja flugelda. Reyndar var hann jafnframt duglegur við að hampa Landsbjörg fyrir að hafa búið til þennan markað. Ég er nú ekki alveg viss um að þeir eigi nú allan þann heiður skuldlausan!
Ég held að Landsbjörg megi þakka sínu sæla fyrir að ekki séu fleirri komnir inn á þennan markað en raun ber vitni. Sérstaklega vegna þess hve há álagningin er á þessum vörum hún er ekki talin í tugum heldur hundruðum prósenta. Ég er viss um að ef slíka álagningu væri að sjá í td matvöru þá væru einhverjir farnir að öskra og það hátt. Það er einkennilegt að geta farið á flugeldasölu og keypt sama eða sambærilegan varning á mun lægra verði en hjá Landsbjörgu. Það eru jú þeir sem eru búnir að búa til það bil sem aðrir eru að stinga sér inn í núna verðlega séð. Ef álagningin hefði verið á eðlilegri nótum þá væri enginn að troða sér inn á markaðinn, því menn er að sjálfssögðu að sækjast eftir gróðanum, sem er talsverður þrátt fyrir að sjálfstæðu aðilarnir séu að selja sinn varning talsvert ódýrari.
Auðvitað er gott að styrkja gott málefni og allir vita nauðsyn þess að vera með öflugar björgunarsveitir í landinu. En menn verða þó að gæta hófs í því sem ég vil kalla græðginni.
Flugeldasala er að vísu stærsta fjáröflun Landsbjargar en það er nú ekki langt síðan að ég keypti 4 neyðarkalla, 1 fyrir hvern fjölskyldumeðlim, af þeim og sá ekki eftir því. Ég hef janframt yfirleitt keypt flugeldana mina hjá Landsbjörgu en gerði það ekki í fyrra þar sem mér þótti framkvæmdastjórinn fara hamförum í fjölmiðlum og sagði að þeir ÆTTU að eiga markaðinn út af fyrir sig og allir væru að svindla nema þeir. Nú er bara að sjá hvað maður gerir þessi áramót!
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
337 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óttarr. Ég sá viðtalið við þá félaga Jón og Örn. Mér finnst Landsbjörg fara svoldið frekt fram í þessu mál. Það er engin sem Á flugeldamarkaðinn. Þetta er algjör gullnáma fyrir þá sem eru harðir að selja. Mér hefur verið boðið að kaupa af einkaaðila en samviska mín skipaði mér að kaupa af skátunum. Samt veit ég um stóra menn sem kaupa fyrir fl. tugi þúsunda hver áramót. Það er því eflaust hægt að hagnast nokkuð á að selja flugelda, enda er salan alltaf meiri og meiri hver áramót og líklega sláum við öll met í ár. Salan í verslunum í ár og fyrir jólin var met og það slær allt út þessi áramót....held ég!
En Landsbjörg fór af stað með Neyðarkallinn og seldi vel. Á þá að banna þeim að selja kallinn, og SÁÁ fái bara að selja Álfinn sinn? Þetta er töff og best að fara setja hömlur á þessa söluaðila eða reglur.
Hitt er svo alveg vert að athuga að hafa söluna aðeins 2 daga fyrir gamlársdag, því ónæðið er gríðarlegt og skemmdir af vödlum unglinga sem eru að kaupa spengiefni og leika sér með það er mikið. Það myndi reyndar aldrei ganga en vert að athuga það!
Sveinn Hjörtur , 28.12.2006 kl. 21:35
Ég sá þetta ekki í Kastljósinu, þetta á bara að vera val. Ef ég hef áhuga á að kaupa flugelda í þeim tilgangi að styrkja þá á mér að vera það frjálst, á sama hátt og ég get keypt af þeim happdrættismiða eða álf.
Hins vegar ef ég ætla að skemmta mér ærlega fyrir lítinn pening á ég að geta keypt af einkaaðila fyrir tugum prósentum minna. Það á bara að vera mitt val án þess að það sé verið að skammast í mér.
TómasHa, 29.12.2006 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.