Leita í fréttum mbl.is

Landsbjörg - Hingað og ekki lengra!

MBL0061280Er þetta ekki að verða einum of mikil frekja?

Enn og aftur kemur framkvæmdarstjóri Landsbjargar, Jón Gunnarsson, fram í fjölmiðlum og skammast út í allt og alla nema Landsbjörg/slysavarnafélögin, reyndar varð stefnubreyting hjá honum í Kastljósi fyrr í kvöld þar sem hann sagði að íþróttafélögin og einhverra hluta vegna sá hann ástæðu til þess að nefna KR sérstaklega mættu einnig selja flugelda.  Reyndar var hann jafnframt duglegur við að hampa Landsbjörg fyrir að hafa búið til þennan markað.  Ég er nú ekki alveg viss um að þeir eigi nú allan þann heiður skuldlausan!

Ég held að Landsbjörg megi þakka sínu sæla fyrir að ekki séu fleirri komnir inn á þennan markað en raun ber vitni.  Sérstaklega vegna þess hve há álagningin er á þessum vörum hún er ekki talin í tugum heldur hundruðum prósenta.  Ég er viss um að ef slíka álagningu væri að sjá í td matvöru þá væru einhverjir farnir að öskra og það hátt.  Það er einkennilegt að geta farið á flugeldasölu og keypt sama eða sambærilegan varning á mun lægra verði en hjá Landsbjörgu.  Það eru jú þeir sem eru búnir að búa til það bil sem aðrir eru að stinga sér inn í núna verðlega séð.  Ef álagningin hefði verið á eðlilegri nótum þá væri enginn að “troða” sér inn á markaðinn, því menn er að sjálfssögðu að sækjast eftir gróðanum, sem er talsverður þrátt fyrir að “sjálfstæðu” aðilarnir séu að selja sinn varning talsvert ódýrari. 

Auðvitað er gott að styrkja gott málefni og allir vita nauðsyn þess að vera með öflugar björgunarsveitir í landinu.  En menn verða þó að gæta hófs í því sem ég vil kalla græðginni. 

Flugeldasala er að vísu stærsta fjáröflun Landsbjargar en það er nú ekki langt síðan að ég keypti 4 neyðarkalla, 1 fyrir hvern fjölskyldumeðlim, af þeim og sá ekki eftir því.  Ég hef janframt yfirleitt keypt flugeldana mina hjá Landsbjörgu en gerði það ekki í fyrra þar sem mér þótti framkvæmdastjórinn fara hamförum í fjölmiðlum og sagði að þeir ÆTTU að eiga markaðinn út af fyrir sig og allir væru að svindla nema þeir.   Nú er bara að sjá hvað maður gerir þessi áramót!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Óttarr. Ég sá viðtalið við þá félaga Jón og Örn. Mér finnst Landsbjörg fara svoldið frekt fram í þessu mál. Það er engin sem Á flugeldamarkaðinn. Þetta er algjör gullnáma fyrir þá sem eru harðir að selja. Mér hefur verið boðið að kaupa af einkaaðila en samviska mín skipaði mér að kaupa af skátunum. Samt veit ég um stóra menn sem kaupa fyrir fl. tugi þúsunda hver áramót. Það er því eflaust hægt að hagnast nokkuð á að selja flugelda, enda er salan alltaf meiri og meiri hver áramót og líklega sláum við öll met í ár. Salan í verslunum í ár og fyrir jólin var met og það slær allt út þessi áramót....held ég!

En Landsbjörg fór af stað með Neyðarkallinn og seldi vel. Á þá að banna þeim að selja kallinn, og SÁÁ fái bara að selja Álfinn sinn? Þetta er töff og best að fara setja hömlur á þessa söluaðila eða reglur.

Hitt er svo alveg vert að athuga að hafa söluna aðeins 2 daga fyrir gamlársdag, því ónæðið er gríðarlegt og skemmdir af vödlum unglinga sem eru að  kaupa spengiefni og leika sér með það er mikið. Það myndi reyndar aldrei ganga en vert að athuga það!

Sveinn Hjörtur , 28.12.2006 kl. 21:35

2 Smámynd: TómasHa

Ég sá þetta ekki í Kastljósinu, þetta á bara að vera val.  Ef ég hef áhuga á að kaupa flugelda í þeim tilgangi að styrkja þá á mér að vera það frjálst, á sama hátt og ég get keypt af þeim happdrættismiða eða álf. 

Hins vegar ef ég ætla að skemmta mér ærlega fyrir lítinn pening á ég að geta keypt af einkaaðila fyrir tugum prósentum minna.  Það á bara að vera mitt val án þess að það sé verið að skammast í mér.

TómasHa, 29.12.2006 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband