Leita í fréttum mbl.is

Trúin flytur fjöll !

Einhverstaðar sá ég skrifað

"trúin flytur fjöll en við flytjum allt annað" ef ég man rétt var þetta slógan hjá sendibílastöðinni.  En hjátrúin er skrítið fyrirbæri.  Alveg með ólíkindum að blessuð konan skuli hafa skrifað alla sína ógæfu á þessa blessuðu hraunmola.  En svona er þetta, ég man eina sögu af hjátrú

Við vorum stödd á ferðarlagi í Írlandi og vorum að keyra á hraðbrautinni.  Írsk kona sem keyrði bílinn var/er mjög hjátrúarfull.  Þegar hún sá svo þrjár krákur sitja saman á grindverki ætlaði nánast allt um koll að keyra.  Hún snarhemlaði með tilheyrandi ískri og látum.  Stökk út úr bílnum og hljóp út í móa til þess eins að snerta viðarbút.  Eftir allt þetta og eftir að hjartað í mér fór að slá aftur og ég var búinn að ná puttunum sem grófu sig fasta í mælaborðið þá gat ég ekki annað en stillt mig hvað væri eiginlega að gerast.  Þá skyldist mér að ef hún hefði ekki snert viðarbút þá hefðu einhverir slæmir hlutir gerst við einhvern nákominn henni eða hana sjálfa.

Já svona er hjátrúin einkennilegt.  Ekki það þó svo maður geti brosað út í annað þá myndi mér aldrei detta það til hugar að ganga undir stiga, brjóta spegil eða brosa þegar svartur köttur hleypur í veg fyrir bílinn hjá mér Wink


mbl.is Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband