Leita í fréttum mbl.is

Er rétt að drepa?

411678AÉg hef líst því yfir áður og ég lýsi því yfir aftur hér og nú ég er algjörlega á móti dauðarefsingum sama hver á í hlut, sama hvað viðkomandi einstaklingur hefur gert, þá á dauðarefsing aldrei rétt á sér, að mínu mati. 

Hvernig getur fólk hvort heldur sem forsetar, ráðherrar, dómarar eða venjulegur almúi leyft sér að taka svo stóra ákvörðun sem aðeins almættið á að geta tekið.  Það á enginn lifandi maður að vilja, geta eða hafa völd til þess að taka svona stóra ákvörðun um það hvort maður fái að lifa eða skuli deyja.

Ég er reyndar fylgjandi því að maður eins og Saddam Hussein eigi að fá langan fangelsisdóm, 2-3 lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn.  Ég held jafnframt í hans tilfelli sé það "auðvelda" lausnin að vera tekinn af lífi.  Ég held að hann muni aldrei iðrast hvort heldur sem hann hefði verið dæmur sekur og til afplánunar í fangelsi eða með dauðadóm.  Hallast meira að því að það verði gerður úr honum einhverskonar "píslavottur" þegar búið er að taka hann af lífi þe ef forsetinn og varaforsetinn samþykkja dóminn. 

Hugsið ykkur hve ílla honum myndi líða í almennu fangelsi í Írak þar sem hann hefur enginn völd, engar sérþarfir og þarf að gista stálgrindarkoju og það án þess að hún sé gullsleginn.  Hefði það bara ekki verið þyngri dómur þegar allt kemur til alls?


mbl.is Saddam Hussein tekinn af lífi á næstu 30 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband