Leita í fréttum mbl.is

Snjókorn falla, á allt og alla börnin leika og skemmta sér !

MBL0120141 Þannig hljómaði það í textanum hér forðum.  En maður lifandi hvað börnin á heimilinu voru kát þegar þær vöknuðu í morgun, allt orðið hvítt hér í Grafarholti.  Reyndar frekar þunnt hvítt teppi en engu að síður hvítt svo nú var um að gera að drífa sig út að leika sér í snjónum.  Það er lítil brekka hér til hliðar við húsið og var hún óspart notuð til þess að renna sér, ég giska að farnar hafi verið a.m.k. 46 ferðir samtals niður brekkuna og hver ferð var stórkostleg að mati barnanna.  Allt í lagi ég skal viðurkenna að það var ekki síður gaman að fara þessar ferðir sem ég fór með minni telpunni.  En eins og svo oft áður þá stoppaði snjórinn stutt við og þegar við vorum búin að renna okkur og reyna myndast við að gera snjóengla á túninu í garðinum, þá var allur snjór uppurinn ef svo mætti að orði komast.  Þá vorum við svo ljónheppinn að húsfrúin á heimilinu var búinn að búa til heitt súkkulaði handa öllum og að sjálfssögðu fengu nokkrar smákökur að fylgja með..... það eru jú bara jól einu sinni á ári... Wink
mbl.is Óvæntur jólasnjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ekkert er skemmtilegra fyrir börnin en nýr snjór og svo kakó á eftir. Líka fyirir okkur hin sem gleðjumst með. Gleðilega rest Óttarr

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.12.2006 kl. 23:05

2 Smámynd: TómasHa

Þú færð væntanlega bleytu á annan vangan við að heyra að mínum jóladegi hafi verið varið í Grafaholtinu, svona milli þess sem ég valtraði yfir mýtvetninga

TómasHa, 26.12.2006 kl. 00:46

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Alltaf velkominn í Holtið, hefðir bara átt að líta inn í súkkulaðið

Óttarr Makuch, 26.12.2006 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband