Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg auglýsing

Ekki ætla ég að setja útá úrskurð neytendastofu, hún þekkir lög um viðskiptahætti og markaðssetningu. 

Þessi auglýsing fékk mig þó til þess að brosa, þetta var eitthvað nýtt og ágætis tilbreyting frá mis vel uppsettum auglýsinga einblöðungum sem borin er í alla póstkassa í kílóavís ár hvert.  Þetta þótti mér sýna frjóa hugsun og skemmtilega framsetningu.

Einhvernvegin grunar mig þó að það hafi verið samkeppnisaðilar Garðlistar sem hafa kvartað við neytendastofu en ekki íbúar um alla borg.  Þarna skaut Garðlist samkeppnisaðilum sínum langt aftur fyrir sig í markaðssetningu, auglýsingin verð verðskuldaða athygli og mikið var rætt um hana um alla borg, það hefur samkeppnisaðilum Garðlistar ekki líkað.

En lög skulu standa og væntanlega vita nú allir að auglýsingablöðungur sem þessi er ekki leyfilegur.


mbl.is Braut lög með auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú tengist þessu vibbabatteríi Garðlist hvernig?

Þetta var augljóslega til þess gert að blekkja þá sem einfaldari eru.

Hvað unnu þeir mikið fyrir þig?

Hallur (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Tengist fyrirtækinu akkúrat ekki neitt, hef aldrei verslað við þá og þekki engann sem starfar þar.

Hef hinsvegar séð bíl frá þeim af og til í hverfinu hjá mér en það eru einu tengslin.

Hinsvegar hefur sláttuvél frá þeim einu sinni skemmt bílinn hjá mér og það fékk ég aldrei bætt!

Óttarr Makuch, 31.5.2009 kl. 12:39

3 identicon

Ég vann hjá þessu fyrirtæki. Algjört skítafyrirtæki og greinilega með skítlega markaðsstefnu líka, ræður til sín börn og borgar lág laun. og oft kom fyrir að slatti af laununum vantaði bara og maður var að vinna 14 tíma eða eitthvað. ÖMURLEGT fyrirtæki. ég ráðlegg þeim sem vinna hjá þeim núna að fara yfir launaseðlana og skrifa hjá sér hversu marga tíma þeir hafa unnið

fyrrverandi starfsmaður (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Auglýsingar eru ekkert annað en áróður og ég tel hæpið að telja slíkt skemmtilegt. Þó gott sé að ræða innihaldið svo menn geti séð þær fyrir það sem þær eru, oftar en ekki bara hrein lygi. 

Helst vildi ég að auglýsingar hyrfu niður í 1/4 af því sem fyrir er og að tekið sé harðar á loddurunum. 

Kveðjur úr fyrirheitna landinu. 

Ólafur Þórðarson, 31.5.2009 kl. 14:27

5 identicon

http://indridistefans.blog.is/blog/indridistefans/entry/888142/

Kíktu á þetta og segðu me´r svo aftur að eþssi blekking/auglýsing hafi verið skemmtileg. Ekki fallegt repp sem þetta kompaní hefur.

Hallur (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:42

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég varð bara hálf svekktur þegar ég sá að þetta var auglýsing en ekki tilboð frá einhverjum nágranna.  

Fannst þetta vera léleg blekking að þykjast vera nágranni sem vildi slá lóðina á hagstæðu verði.   

Marinó Már Marinósson, 31.5.2009 kl. 15:24

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Hallur - hversu langan lista væri hægt að birta yfir fyrirtæki sem notast við blekkingar í auglýsingum sínum?  Ég tel að sá listi gæti orðið afar langur ef ekki nær ógerlegt að setja hann saman! 

Hinsvegar er ég ekki á nokkurn hátt að hæla þessu fyrirtæki fyrir vinnu sína NEMA þá sem snýr að þessari auglýsingu, mér finnst hún sniðug og skemmtileg nýjung sama hvað öðrum þykir um hana.  Sem betur fer er misjafn smekkur manna.

Hinsvegar Hallur þá þykir mér það miður að þú skulir ekki skrifa undir fullu nafni þegar þú ert að tala niður starf eða þjónustu einhvers, enda á maður ekki að vera hræddur við að segja til nafns.

Ég er sammála Veffara að mín vegna mætti flóð auglýsinga blaða minnka hingað inná heimilið, það er ótrúlegt hvað dettur inn um lúguna.  Ég er hinsvegar ekki sammála því að auglýsingar geti ekki verið skemmtilegar, til eru mörg dæmi um skemmtilegar auglýsingar bæði í blaða, útvarps eða sjónvarpsauglýsingaformi.

Óttarr Makuch, 31.5.2009 kl. 16:37

8 identicon

Ég verð að leggja orð í belg hér.  Ég hef notið þjónustu Garðlistar í nokkur ár, það voru ekki bara krakkar að vinna í garðinum hjá mér, einnig fullorðið fólk.  Þjónustan er fagleg og góð og aldrei stóð á neinu.  Ekki veit ég hvernig þeir hafa borgað sínum starfsmönnum en ekki virtist þeim líða illa þarna.  Einhvern vegin finnst mér alltaf ömurlegt þegar fólk getur ekki skrifað undir fullu nafni þegar það er að skíta út fyrirtæki eða þjónustu og það fyrsta sem mér dettur í hug er að fólk hafi ekki staðið sig í vinnu og hafi verið rekið.  Það sé ástæðan fyrir titlinum "fyrrverandi..."  En að sjálfsögðu ef fyrirtæki eru ekki að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum þá eru ákveðin lög í landinu og fólk getur sótt rétt sinn.  Þoli ekki gunguskap þar sem fólk getur ekki staðið fyrir ummælum sínum

Vona að þið eigið góðan dag.

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 19:48

9 identicon

Hvernig á svo 16 til 18 ára einstaklingur að geta nýtt sér lögin og sótt rétt sinn? Fara í mál við Garðlist? Ég veit ekki hvernig þið höfðuð það á þessum aldri en ég get svarað fyrir mig og ekki var ég með mikið af aurum á milli handanna og ekki datt mér í hug að skrapa saman því litla sem ég átti fyrir málskostnað. Minn punktur er því sá að það er mjög auðvelt að svindla á "börnum/unglingum".

Annars fannst mér þessi auglýsing fyndinn en eins og með allt annað, ef hún stenst ekki löginn þá þarf að taka á þeim sem standa á bakvið hana.

Jóhann (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband