Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin skuldar 153 milljónir króna.

Í ljós þeirra miklu umræðu sem verið hefur um fjármál Sjálfstæðisflokksins undanfarna daga þá getur maður ekki annað en tekið eftir gargandi þögninni um fjármál Samfylkingarinnar.  Þar er engu líkara en fréttamenn séu allir búnir að rita nafn sitt undir inntökubeiðni í Samfylkinguna.

Í lok árs 2007 skuldaði Samfylkingin 124 milljónir króna og nú þegar Íslandshreyfingin gekk til liðs við Samfylkinguna þá skuldaði hreyfingin 29 milljónir króna.  Ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin stundi ekki kennitöluflakk eða aðrar bókhaldsæfingar og taki því við skuldum Íslandshreyfingarinnar.  Þegar heildarskuldir flokkanna beggja eru teknar saman þá skuldar Samfylkingin 153 milljónir króna.

Nú þegar Samfylkingin hefur aðeins birt lista yfir þá aðila sem gáfu leyfi fyrir því að sagt yrði opinberlega frá því að þeir styrktu Samfylkinguna yfir eina milljón króna árið 2006 þá veltir maður því óneitanlega fyrir sér hversu margir það hafi verið sem neituðu að láta birta nafn sitt.  Eins hefði átt að birta lista yfir tengd félög þ.e heildarframlag ákveðinna viðskiptablokka.  Til dæmis voru hátt í fimmtíu fyrirtæki skráð á aðalskrifstofu Baugs að Tungötu 6 um áramótin 2006-2007.  Ef hvert þeirra hefði styrkt Samfylkinguna um 300.000 krónur árið 2007 þýðir það rúmlega 14 milljónir króna og Samfylkingin er ekki skyldug að taka það saman í eina heild og því ekki nauðsynlegt að setja fram þann lista.

Einnig hefur ekki verið birtur listi yfir þá aðila sem styrktu Samfylkingarfélag Reykjavíkur með beinum eða óbeinum hætti þar sem vitað er að reikningar voru skráðir beint á fyrirtæki í einkaeigu í stað þess að reiða fram beinan styrk.

Af hverju er áhugaleysið hjá fréttamönnum á fjármálum flokks sem er einna skuldsettastur allra stjórnmálaflokka landsins?  Af hverju er þessi æpandi þögn því það er gömul saga og ný að sjálfstæði í fjármálum hlýtur að vera ein af forsendum fyrir því að stjórnmálaflokkur nýtur trausts og þess vegna veltir maður því fyrir sér hverjir það eru sem eiga Samfylkinguna í raun og vera.

Forysta Samfylkingarinnar hlýtur að þurfa gera grein fyrir sínum málum fyrir kosningar nema fréttamenn gefi þeim vilyrði fyrir því að þess þurfi ekki.


mbl.is Nöfn fyrirtækja ekki rædd í miðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ætli skuldir samfylkingarinnar komi nokkuð við mútugreyðslum sjálfstæðisflokksins

árni aðals (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er verið að draga athyglina frá vanda íhaldsins með þessu. Minnir á alkann sem segir kokhraustur "Siggi drekkur miklu meira en ég, ekki fer hann í meðferð". Er ekki betra að vera heiðarlegur skuldari, en subbulegur hagsmungæsluhópur sem borgar reikningana sína með þakkafé.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2009 kl. 12:19

3 identicon

Þið SjálfstæðisBaugsFlokksmenn hafið ekki efni á neinu svona skítkasti.

Hreinsið ykkar eigin skít áður en þið farið að ata aðra auri.

Bobbi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Merkilegt hvað vinstrimenn vilja aðeins einblína á Sjálfstæðisflokkinn í þessum efnum en alls ekki að horft sé á heildarmyndina og allir flokkarnir settir undir smásjána. Hvað hafa þeir að fela?

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.4.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Alfreð Símonarson

Allt upp á borð! Leyndin er landráð!!!

Skuldir og múturgreiðlur eru einungis toppurinn á ísjakanum

Alfreð Símonarson, 12.4.2009 kl. 13:48

6 Smámynd: Alfreð Símonarson

Hvar er hægt að komast yfir þessar upplýsingar um skuldir flokkanna, þá allaveganna Samfylkingarinnar? Spyr sá sem ekki veit.

Kær kveðja og Lifi Byltingin!

Alfreð Símonarson, 12.4.2009 kl. 13:54

7 identicon

Í umfjöllun s.l. daga hefur umfjöllunin verið um þessa tvær upphæðir sem um eru ræddar, en ekki skuldsetningu flokkanna sem er síðan að sjálfsögðu eitthvað sem má alveg ræða. Ég held að málið snúst aðallega um það að nokkrum dögum fyrir lagasetninguna um styrkveitingar fær Sjálfstæðisflokkurinn þessar himinháu upphæðir.

Upplýsingar um þessa risastyrki til fjölmiðla hljóta að koma innan frá, því ekki höfðu Samfylkingarmenn þessar upplýsingar. Þannig að best er að skoða rottuganginn innan frá

Gleðilega páska

Sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:54

8 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Ég var mikið að velta þessu fyrir mér um daginn þegar þessi umræða hófst. Hvort er betra að vera búinn að fá peningar frá einhverjum eða skulda þá?

Í frétt fyrr í vetur kom fram að ALLIR stjórnmálaflokkarnir væru reknir með tapi og þar var ef ég man rétt Sjálfstæðisflokkurinn í fararbroddi. Ég get ekki skilið hvernig hægt er að reka svona apparat með tapi án þess að fá lánað þegar eignirnar eru engar og þá hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að skulda mest.

Þá er það sem mér finnst skipta mestu og það er að vita hverjum flokkarnir skulda því þar gætu ítökin verið mest.

Gunnar Þór Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 16:10

9 identicon

Sammála þér Hjörtur og Óttarr.En sjálfstæðismenn sumir eru búnir að skemma mikið.Ekki afsakar það hina flokkana þó.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:11

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Óttarr samsæriskenningar eru i gangi á allavegu/tek bara ekki þátt i .þeim segir eins og Krisján þór þetta er bara bull að vera að velda sé uppúr þessu nun 2-3 árum seinna/sennilega löglegt ,og ekkert orð um það meira/Gleðilega Páska Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.4.2009 kl. 12:24

11 Smámynd: Óttarr Makuch

Þetta eru síður en svo samsæriskenningar Halli minn.  Þetta er einfaldlega staðreynd.  Ég er bara að benda á skuldir Samfylkingarinnar.

Óttarr Makuch, 14.4.2009 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband