12.4.2009 | 12:07
Samfylkingin skuldar 153 milljónir króna.
Í ljós þeirra miklu umræðu sem verið hefur um fjármál Sjálfstæðisflokksins undanfarna daga þá getur maður ekki annað en tekið eftir gargandi þögninni um fjármál Samfylkingarinnar. Þar er engu líkara en fréttamenn séu allir búnir að rita nafn sitt undir inntökubeiðni í Samfylkinguna.
Í lok árs 2007 skuldaði Samfylkingin 124 milljónir króna og nú þegar Íslandshreyfingin gekk til liðs við Samfylkinguna þá skuldaði hreyfingin 29 milljónir króna. Ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin stundi ekki kennitöluflakk eða aðrar bókhaldsæfingar og taki því við skuldum Íslandshreyfingarinnar. Þegar heildarskuldir flokkanna beggja eru teknar saman þá skuldar Samfylkingin 153 milljónir króna.
Nú þegar Samfylkingin hefur aðeins birt lista yfir þá aðila sem gáfu leyfi fyrir því að sagt yrði opinberlega frá því að þeir styrktu Samfylkinguna yfir eina milljón króna árið 2006 þá veltir maður því óneitanlega fyrir sér hversu margir það hafi verið sem neituðu að láta birta nafn sitt. Eins hefði átt að birta lista yfir tengd félög þ.e heildarframlag ákveðinna viðskiptablokka. Til dæmis voru hátt í fimmtíu fyrirtæki skráð á aðalskrifstofu Baugs að Tungötu 6 um áramótin 2006-2007. Ef hvert þeirra hefði styrkt Samfylkinguna um 300.000 krónur árið 2007 þýðir það rúmlega 14 milljónir króna og Samfylkingin er ekki skyldug að taka það saman í eina heild og því ekki nauðsynlegt að setja fram þann lista.
Einnig hefur ekki verið birtur listi yfir þá aðila sem styrktu Samfylkingarfélag Reykjavíkur með beinum eða óbeinum hætti þar sem vitað er að reikningar voru skráðir beint á fyrirtæki í einkaeigu í stað þess að reiða fram beinan styrk.
Af hverju er áhugaleysið hjá fréttamönnum á fjármálum flokks sem er einna skuldsettastur allra stjórnmálaflokka landsins? Af hverju er þessi æpandi þögn því það er gömul saga og ný að sjálfstæði í fjármálum hlýtur að vera ein af forsendum fyrir því að stjórnmálaflokkur nýtur trausts og þess vegna veltir maður því fyrir sér hverjir það eru sem eiga Samfylkinguna í raun og vera.
Forysta Samfylkingarinnar hlýtur að þurfa gera grein fyrir sínum málum fyrir kosningar nema fréttamenn gefi þeim vilyrði fyrir því að þess þurfi ekki.
Nöfn fyrirtækja ekki rædd í miðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
2 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ætli skuldir samfylkingarinnar komi nokkuð við mútugreyðslum sjálfstæðisflokksins
árni aðals (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:14
Er verið að draga athyglina frá vanda íhaldsins með þessu. Minnir á alkann sem segir kokhraustur "Siggi drekkur miklu meira en ég, ekki fer hann í meðferð". Er ekki betra að vera heiðarlegur skuldari, en subbulegur hagsmungæsluhópur sem borgar reikningana sína með þakkafé.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2009 kl. 12:19
Þið SjálfstæðisBaugsFlokksmenn hafið ekki efni á neinu svona skítkasti.
Hreinsið ykkar eigin skít áður en þið farið að ata aðra auri.
Bobbi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:44
Merkilegt hvað vinstrimenn vilja aðeins einblína á Sjálfstæðisflokkinn í þessum efnum en alls ekki að horft sé á heildarmyndina og allir flokkarnir settir undir smásjána. Hvað hafa þeir að fela?
Hjörtur J. Guðmundsson, 12.4.2009 kl. 13:10
Allt upp á borð! Leyndin er landráð!!!
Skuldir og múturgreiðlur eru einungis toppurinn á ísjakanum
Alfreð Símonarson, 12.4.2009 kl. 13:48
Hvar er hægt að komast yfir þessar upplýsingar um skuldir flokkanna, þá allaveganna Samfylkingarinnar? Spyr sá sem ekki veit.
Kær kveðja og Lifi Byltingin!
Alfreð Símonarson, 12.4.2009 kl. 13:54
Í umfjöllun s.l. daga hefur umfjöllunin verið um þessa tvær upphæðir sem um eru ræddar, en ekki skuldsetningu flokkanna sem er síðan að sjálfsögðu eitthvað sem má alveg ræða. Ég held að málið snúst aðallega um það að nokkrum dögum fyrir lagasetninguna um styrkveitingar fær Sjálfstæðisflokkurinn þessar himinháu upphæðir.
Upplýsingar um þessa risastyrki til fjölmiðla hljóta að koma innan frá, því ekki höfðu Samfylkingarmenn þessar upplýsingar. Þannig að best er að skoða rottuganginn innan frá
Gleðilega páska
Sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:54
Ég var mikið að velta þessu fyrir mér um daginn þegar þessi umræða hófst. Hvort er betra að vera búinn að fá peningar frá einhverjum eða skulda þá?
Í frétt fyrr í vetur kom fram að ALLIR stjórnmálaflokkarnir væru reknir með tapi og þar var ef ég man rétt Sjálfstæðisflokkurinn í fararbroddi. Ég get ekki skilið hvernig hægt er að reka svona apparat með tapi án þess að fá lánað þegar eignirnar eru engar og þá hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að skulda mest.
Þá er það sem mér finnst skipta mestu og það er að vita hverjum flokkarnir skulda því þar gætu ítökin verið mest.
Gunnar Þór Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 16:10
Sammála þér Hjörtur og Óttarr.En sjálfstæðismenn sumir eru búnir að skemma mikið.Ekki afsakar það hina flokkana þó.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:11
Óttarr samsæriskenningar eru i gangi á allavegu/tek bara ekki þátt i .þeim segir eins og Krisján þór þetta er bara bull að vera að velda sé uppúr þessu nun 2-3 árum seinna/sennilega löglegt ,og ekkert orð um það meira/Gleðilega Páska Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 13.4.2009 kl. 12:24
Þetta eru síður en svo samsæriskenningar Halli minn. Þetta er einfaldlega staðreynd. Ég er bara að benda á skuldir Samfylkingarinnar.
Óttarr Makuch, 14.4.2009 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.