Leita í fréttum mbl.is

Ekki mun ég gráta blaðið

Það skildi þó aldrei vera að Fréttablaðið færi aftur í þrot og skildi eftir sviðna jörð?  Þrátt fyrir að ágætt sé að fá frítt blað heim til sín þá mun ég seint sakna Fréttablaðsins, blaðið hefur boðið uppá ritskoðaðar fréttir líkt og fréttastofa Stöðvar 2, þar sem eigandinn hefur fengið svigrúm til þess að tjá sig á sinn hátt og án gagnrýni sem og hefur þessi miðill verið notaður til þess að svara öðrum dagblöðum morgundagsins.  Líkt og gerðist þegar grein birtist í sunnudagsblaði Fréttablaðsins sem svar við grein sunnudagsblaðs Morgunblaðsins fyrir fáeinum vikum - öllu var ýtt til hliðar svo eigandi blaðsins fengi að koma fram með sínar athugasemdir.

Það vantar frjálsan óháðan fjölmiðil á Íslandi með dreifðu eignarhaldi.  Fjölmiðil sem fólkið getur treyst án ótta við ritskoðun eigenda. 

Líklega værum við ekki í þessari fjölmiðlakrísu ef Ólafur Ragnar hefði ekki hafnað fjölmiðlalögunum á sínum tíma fyrir vin sinn, lögmann sinn og fyrrum kosningastjóra sinn.


mbl.is Ekkert Fréttablað á sunnudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Mjög gott hjá þér að vekja máls á þessu ...

Orð í tíma töluð

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.1.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband