9.12.2008 | 21:47
Sérkennileg yfirlýsing Siðmenntar
Ég hef áður skrifað um störf siðmenntar og álit mitt á verkum þeirra. Það er alveg með ólíkindum ef fjöldinn þarf að lúta í lægra haldi á móti tiltölulega fámennum hópi fólks sem hefur aðra skoðun en þorri landsmanna.
"Stjórn Siðmenntar fagnar álitinu og segir það í samræmi við þá skoðun stjórnarinnar að ekki eigi að skrá börn í trúfélög eða veraldleg lífsskoðunarfélög foreldra því börn á ekki að setja í bás eftir skoðunum foreldra þeirra.
Siðmennt telur að við 16 ára aldur, hið fyrsta, sé rétt að ungmenni geti skráð sig formlega í þessi félög, því forsenda slíkrar ákvörðunar sé ákveðinn þroski, sjálfstæði og menntunarstig.
Líkt og með stjórnmálaflokka á það ekki að vera í valdi foreldra að skrá börn sín í trúarleg eða veraldleg lífsskoðunarfélög, heldur á það að vera sjálfstæð ákvörðun hvers einstaklings þegar viðkomandi hefur aldur til. Jafnframt álítur stjórn félagsins að þessi tillaga Jafnréttisstofu sé tímamótatillaga í átt til afnáms mismununar á rétti foreldra eftir kyni þeirra, segir í tilkynningu Siðmenntar."
Það er reyndar spurning hvort valið þurfi að vera móðurmegin þ.e í hvaða trúfélag barnið er skráð, nær væri líklega að foreldra myndu ákveða þetta í samráði ef um mismunandi trú væri að ráða. Ég reyndar tel allt betra en að skrá barnið trúlaust og það fari á mis við það góða uppeldisgildi sem þjóðkirkjan hefur veitt íslenskum ungmennum í áratugi, landi og þjóð til heilla.
Siðmennt fagnar áliti Jafnréttisstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
2 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er að ég held ekki verið að tala um að barnið sé skráð trúlaust, heldur að það sé skráð óljóst, það er munur þar á.
Það er skelfilegt til þess að hugsa að fólk hafi verið skráð í ríkiskirkjuna án þess að það hafi valið um það sjálft, sér og þjóðinni til óheilla.
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:11
Þjóðkirkjan (og örugglega mörg önnur trúfélög) spyrja ekki um skráningu barna þegar kemur að barnastarfi - þangað eru allir velkomnir.
Verði niðurstaðan sú (sem eðlilegt hlýtur að teljast) að sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verði hætt, þýðir það auðvitað ekki að börnin verði skráð trúlaus.
Í raun ættu allir kirkjunnar menn að taka þessum úrskurði fagnandi því í kjölfar hans verður skráning í trúfélög loks marktæk - í hverju félagi verða skráðir þeir sem tekið hafa upplýsta ákvörðun um að vera þar.
En varðandi upphafið á pistlinum þínum (að meirihluti lúti fyrir minnihluta) þá er það einmitt eitt helsta aðalsmerki réttarríkja að vernda rétt minnihlutahópa.
Karl Jóhann Garðarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:13
Í þessu tilfelli Karl leyfi ég mér að efast að einhver sé að skaðast af samstarfi, ríkis, kirkju og skóla. Þvert á móti held ég að þetta hjálpi fólki við að öðlast skilning og visku, manngæsku og hjartahlýju. En ekki misskilja þó orð mín á þann veg að fólk utan kirkju sé ekki gott fólk. Ég er einfaldlega ekki sömu skoðunnar og siðmennt í þessu máli því ég tel kirkjuna vera einn af máttarstólpum íslenskt samfélags og þann stólpa ber að vernda.
Óttarr Makuch, 9.12.2008 kl. 22:27
Ég efast líka um að nokkur skaðist væri viðkomandi sjálfkrafa skráður í stjórnmálaflokk móður.
Ragnar (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:32
Reyndar talaði ég ekkert um skaða...
Segjum sem svo að (þjóð)kirkjan sé einn af máttarstólpum samfélagsins - ber okkur þá að vernda hana á kostnað mannréttinda borgaranna? Getum við ekki alveg gert bæði? Ekki er hagur kirkjunnar gagnstæður eða ofar mannréttindum?
Ég ber töluverða virðingu fyrir trú, trúuðum og trúarbrögðum og ég veit að innan fjölmargra ólíkra trúarhópa er unnið mikið, þarft og gott starf. Vegna þess að ég ber virðingu fyrir trú meðborgara minna tel ég að allar ákvarðanir varðandi trú verði að vera af hálfu þess er um ræðir. Trú þín (eða trúleysi) er einhver alstærsta og áhrifamesta ákvörðun lífs þíns, miklu mikilvægari en bílpróf, kreditkort og kosningaréttur. Hvers vegna ætti þá að hópa fólki í trúfélög án þess að það viti af því?
Karl Jóhann Garðarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:58
En er verið að brjóta mannréttindi? Við höfum jú þjóðkirkju, væri ekki hægt að snú þessu uppí andhverfu sína og spyrja, er verið að brjóta mannréttindi ef einstaklingar væru ekki skráðir í þjóðkirkjuna við fæðingu.
Ég þekki nokkra einstaklinga sem skráð hafa sig úr þjóðkirkjunn og allt gott við þá ákvörðun, en er hún nokkuð flóknari en ef fólk þyrfti að skrá sig í hana? Er ekki eðlilegra að fólk sé skrá við fæðingu í þjóðkirkju landsins nema óskað sé eftir öðru?
Óttarr Makuch, 9.12.2008 kl. 23:12
Óttar, þú leggur mikið upp úr því að það verði einhver auka manngæska við það að alast upp við þessi svo kölluðu kristilegu gildi. Ég ætla bara láta þig vita það Óttar, að ég hef verið alinn upp við trúfrelsi og tel mig ekki betri eða verri mann en þú ert. Ég el mín börn upp í trúleysi og kenni þeim að forðast gagnrýnislausar ævintýrasögur kirkjunnar og temja sér gagnrýnin hugunarhátt. Mig langar að segja þér frá því að börnin mín eru A nemendur sem eru til mikilla fyrirmynda hvar sem þau koma. Þetta ber vitnisburður kennara og þjálfara íþróttafélaga sem börnin eru meðlimir í, gott vitni. Svo ég segi burt með kristilega frekju og yfirgang.
Valsól (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:21
Sum réttindi eru einstaklingsbundin og enginn meirihluti getur ákveðið fyrir aðra hvaða trú viðkomandi aðhyllist.
Þetta virðist vera sláandi meinloka margra sem vilja vernda vafasöm forréttindi þjóðkirkjunnar, að einhver meirihluti skuli ráða trúariðkun landsmanna! Soglegt!
Kristján H Theódórsson, 9.12.2008 kl. 23:26
Sorglegt skal þar standa!
Kristján H Theódórsson, 9.12.2008 kl. 23:27
En er það ekki sorlegt að lítill hópur fólks vill afnema þau gildi sem verið hafa á Íslandi ?
Óttarr Makuch, 9.12.2008 kl. 23:30
En geta foreldrar ekki farið með börn í kirkju og alið þau upp í trú þótt börnin séu ekki skráð í trúfélag? Ef trúarþorstinn verður til staðar við sjálfræðisaldurinn þá ætti ekki að vefjast fyrir krökkunum að skunda niður í Þjóðskrá og melda sig á kirkjuskútuna.
En fram að þeim tíma er ekki hægt að fullyrða að barn sé lúterskrar eða annarrar trúar, eða jafnvel trúlaust. Skráning í trúfélag, og þ.a.l. skráning utan trúfélags, er tekin sem yfirlýsing um trú viðkomandi. Slíkt er eins fjarri sanni og mögulegt er.
Barn yngra en 16 ára getur ekki tekið upplýsta afstöðu til trúar eða trúleysis. Það getur hrifist af einhverjum sögum, en það getur ekki tekið hlutlæga afstöðu til þessara mála, enda ætti ekki að reyna að fá það til þess. Þessi skráning stuðlar að slíku.
Í mínum huga er aðalmálið þó það að þessi skráning er ekkert annað en fjárhagsleg ráðstöfun til handa Ríkiskirkjunni og hefur ekkert með trú að gera. Þetta snýst um sóknargjöldin og ekkert annað. Því miður líða bara aðrir hlutir fyrir það á meðan.
Gamla líkingin við stjórnmálaskoðanir stendur óhögguð. Ef hægt er að fullyrða að hvítvoðungur sé t.d. lúterskrar trúar af því að mamma þess er skráð í Ríkiskirkjuna, af hverju gildir það sama ekki um stjórnmálaskoðanir? Eða íþróttafélög? Þau hafa iðulega meiri áhrif á daglegt líf fólks, að mínu mati altént.
Óli Jón, 9.12.2008 kl. 23:31
Þetta þykir mér nú frekar mikill útúrsnúningur Óli og því miður í anda þess sem siðmennt hefur oft látið frá sér. Það er ekki hægt að leggja saman þjóðkirkju, stjórnmálaflokk eða íþróttafélag og ég frábið mér því að svara því, það ætti að vera öllum ljóst.
Hinsvegar hef ég bent á að það sé alveg jafn rétt að taka upp skráningu móður eða föður - það ætti að gilda einu.
Ég er hinsvegar á því að skrá beri einstakling í þjóðkirkjuna nema annað sé tekið fram enda er megin þorri allra landsmanna lúterstrúaðir þó svo siðmennt kjósi að kannski að halda öðru fram.
Óttarr Makuch, 9.12.2008 kl. 23:36
Kæra Valsól,
Þú virðist ekki hafa lesið athugasemd mína þar sem ég skrifaði
"Þvert á móti held ég að þetta hjálpi fólki við að öðlast skilning og visku, manngæsku og hjartahlýju. En ekki misskilja þó orð mín á þann veg að fólk utan kirkju sé ekki gott fólk"
Þarna bið ég fólk um að misskilja ekki orð mín og þess vega vona ég að þú hafir einfaldlega ekki lesið þetta.
Ég get alveg tekið undir með þér að fólk utan þjóðkirkjunnar er gott fólk, ég átti nágranna í mörg ár sem voru utan þjóðkirkjunnar og voru ákaflega góðir nágrannar, gott fólk og góðir vinir, ég vil því ítreka svo enginn misskilningur sé að það er enginn verri sem er í þjóðkirkjunni eða utan hennar, um það snýst hreinlega ekki málið.
Óttarr Makuch, 9.12.2008 kl. 23:42
Það er enginn útúrsnúningur að líkja trú við stjórnmálaskoðun eða jafnvel dálæti á íþróttafélag. Það er fjöldi fólks sem lætur sig hvort tveggja eða annað hvort mun meira varða en trú.
Meginþorri landsmanna er ekki lúterskrar trúar. Staðtölur segja það, en þær eru ómarktækar með öllu. Skv. könnun sem Ríkiskirkjan sjálf lét gera fyrir nokkru eru 52% landsmanna kristinnar trúar. Aðeins 43% sögðu að Jesús væri frelsari manna og sonur Guðs, en trúin á það á víst að vera megin inntakið í kristinni trú. Það skiptir þó ekki máli.
Ef þetta snýst um einhverja sýndarskráningu, af hverjum afnemum við þá ekki þessa skylduskráningu í Þjóðskrá og lýsum því yfir að allir séu lúterskrar trúar? Það er jafn ósatt og rangt og sýndarskráningin, en lítur mun betur út fyrir Ríkiskirkjuna vegna þess að þá er 100% þjóðarinnar þar skráðir. Hvað varðar Ríkiskirkjuna, þá virðist aldrei vefjast fyrir henni að veifa röngum staðtölum þannig að ætti ekki að saka. En það skiptir þó ekki máli.
Aðalmálið er þessi 'merkimiði' sem settur er á ungabörn. Eitt þeirra er 'lúterskt', annað 'trúlaust', það þriðja 'kaþólskt' o.s.frv. Þetta er bara kolrangt, kjánalegt og algjörlega merkingarlaust. Barn getur ekki tekið þessa afstöðu og snýst trú ekki um það? Er trú ekki eitthvað sem fólk velur sér eða er hún virkilega eitthvað sem valið er fyrir það? Ef svo er, þá er ekki hægt að tala um persónulega trú ... þá er hún raunverulega 'ríkistrú'. Er hægt að hugsa sér aumari trú og verðminni en það? Sem reiðir sig á merkingu í Þjóðskrá!
Óli Jón, 9.12.2008 kl. 23:59
Kæri nafni.
Það er ótrúlegt að gáfað og skynsamt fólk á 21. öldinni telur virkilega réttlætanlegt að brennimerkja börn með þessum hætti.
Einbeitið ykkar að kenna börnum ykkar að elska og virða lifandi fólk ekki drauga.
Svo má bæta við að trúin hefur EKKERT umfram trúleysi.
Óttar (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:33
Það er siðlaust að mínu mati að segja í fína lagi að hafa ómálga ungabörn skráð í trúfélög og ber að flokka í sama hólf og aðild að stjórnmálaflokki, sérstaklega ef kerfið fer eftir skráningu móðurinnar.
Kristján Hrannar Pálsson, 10.12.2008 kl. 00:48
Sæll Óttarr
Þú sýnir hér fáfræði þína á mannréttindum þegar þú telur að meirihluti geti ráðið yfir því hver réttindi minnihluta eigi að vera. Mannréttindi ráðast af innihaldi þeirra og réttmæti, ekki fjölda þeirra sem gera kröfu til þeirra. Aðgangur fárra fatlaðra inní opinberar stofnanir eru mannréttindi því það jafnar stöðu þeirra til að sækja þá þjónustu sem allir þegnar landsins eiga að njóta. Þessi réttindi hverfa ekki þó einhver meirihluti mótmæli þeim.
Það eru réttindi allra barna að fá að vaxa og þroskast án þess að vera stimpluð eftir stjórnmálaflokkum eða trúarbrögðum eða hvaða kerfum skoðana sem er. Lágmark er að hið opinbera taki ekki þátt í slíkum stimplunum og skrái því ekki börn í trúfélög eða stjórnmálasamtök. Það er foreldrum frjálst að ala börn sín upp samkvæmt sinni lífsskoðun og skrá þau í félög, en þeir geta ekki ætlast til að hinn almenni vettvangur fylgi aðeins þeirra skoðun og merki sig þeirra trúfélagi. Hið opinbera þarf að miðla, fræða og halda utan um, en ekki boða eða gefa einhverjum sérréttindi.
Um þetta snýst þetta og ef að kristnin er ekki nógu traust til að lifa það af að leyfa mannréttindum að þróast hérlendis, þá er eitthvað verulega mikið að innan hennar. Hinn kristni hugsunarháttur umburðarlyndis og óeigingirni ætti einmitt að faðma allar hugmyndir í átt til jafnræðis og frelsi barna til að velja sína lífsleið í upplýsingu og valfrelsi.
Svanur Sigurbjörnsson, 10.12.2008 kl. 01:30
Enginn af mínum vinum trúir á guð og ekki trúi ég á guð, held að það sé aðaleg eldra fólk og óþroskuð börn sem trúa á guð. Ég trúði á guð þegar ég var krakki vegna þess að ég var of óþroskaður til að mynda mér sjálfstæða skoðun og tók því sem mér eldra fólk sagði gott og gilt. Eftir að ég öðlaðist vit og sjálfstæði fullorðinns manns áttaði ég mig fljótt á því hvað trúarbrögð eru mikil vitleysa og enganvegin rökrétt.
Einföld rök eru eftirfarandi. Það er ekki fræðilegur möguleiki að öll trúarbrögð séu byggð á staðreyndum, vegna þess að þau eru í mótsögn viðhvort annað. En það er vel mögulegt og ekki hægt að afsanna að þau séu öll jafnmikið kjaftæði.
Óli (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 01:49
Það er ekkert sem réttlætir að fólk sé skráð í trúfélag án upplýsts samþykkis síns og þaðan að síður geta verið nokkur lýðræðisleg rök sem styðja það að börn séu skráð í trúfélag án þess að leitað sé samþykkis foreldra þeirra. Eitt er að börn séu skýrð og þar með tekin inn í trúfélagið en að skrá það inn hvort sem það er skýrt eða ekki er bara tóm steypa.
Héðinn Björnsson, 10.12.2008 kl. 02:24
Óttarr Guðlaugsson, þú segir:
"En er verið að brjóta mannréttindi? Við höfum jú þjóðkirkju, væri ekki hægt að snú þessu uppí andhverfu sína og spyrja, er verið að brjóta mannréttindi ef einstaklingar væru ekki skráðir í þjóðkirkjuna við fæðingu."
Nei það væri ekki verið að brjóta mannréttindi hvítvoðungsins sem ekki skilur inntak trúmála frekar en stjórnmála. Eini hagsmunaaðilinn í þessu máli er jú "Þjóðkirkjan" sem fær tekjur af skráðum einstaklingum.
Þætti þér ekki meira virði að geta sagst tilheyra svo og svo stórum og merkilegum söfnuði sem samanstæði af fólki sem þangað leitaði af eigin dáðum, og eigin forsendum ? Hvað er að því að leyfa barninu að vera...bara barn og gefa því kost á að þróa með sér eigin skoðanir á trúmálum eins og öðru ?
Georg B. Friðriksson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:00
Þetta er alveg afskaplega vitlaust. Til að byrja með er ekki hægt að skrá nokkurn mann trúlausan (utan trúfélaga er til). En síðan myndu nýfædd börn líklega falla í flokkinn: "óskráð eða ótilgreind".
Varðandi þessu frábæru uppeldisgildi sem þú sérð í ofsjónum, þá veit ég ekki hvers vegna óskráð börn yrðu ónæm fyrir þeim.
Hvaða hugsanlegu mannréttindi gætu það verið?
Nei, meginþorri allra landsmanna er einmitt ekki lútherstrúaður. Eins og Óli Jón hefur þegar bent á benda skoðanakannanir að einungis ~45% landsmanna geta tekið undir eitt allra mikilvægasta atriðið sem þarf til þess að geta flokkast sem kristinn (hvað þá lútherstrúaður).
Fyndist þér síðan það virkilega eðlilegt að skrá nýfætt barn tveggja meðlima í Ásatrúarfélaginu eða Hvítasunnusöfnuðinum í Þjóðkirkjuna?
Það er alls ekki ljóst hvers vegna það er ekki hægt að bera saman sjálfkrafa skáningu nýfædds barns í trúfélag við sjálfkrafa skráningu nýfædds barns í stjórnmálaflokk. Gætirðu útskýrt fyrir okkur hvers vegna þetta er svona augljóslega ósambærilegt?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.12.2008 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.