Leita í fréttum mbl.is

Forsetaleikur á kostnað almennings

Það verður seint hægt að segja um forsetaembættið að þeir hafi haft yfirsjón yfir rekstur embættisins, því undanfarin ár hefur embættið farið vel fram úr fjárheimildum sínum ár eftir ár.  Það er í raun merkilegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa gert þessu betur skil í gegnum árin.

Það er þó merkilegt að lesa athugasemd frá embættinu þar sem gerð er tilraun til þess að klóra í bakkann vegna rekstursins m.a með því að benda á að við embættið starfi 8 manns og því sé þessi kostnaður ekki allur vegna forsetans sjálfs heldur vegna embættisins.

En til gamans þá segir í frétt Stöðvar 2 að farsímakostnaður embættisins sé 19.000 krónur hvern dag ársins og í athugasemd frá embættinu segir að það sé ekki forsetinn sjálfur sem talar svo mikið í síma heldur allir starfsmenn hans.  Það þýðir í raun að hver og einn starfsmaður talar fyrir u.þ.b. 2.375 krónur á hverjum degi, allan ársins hring.  Það þýðir að hver og einn starfsmaður er með farsímakostnað uppá u.þ.b. 71.250 krónur á mánuði. 

Einnig er rætt um í fréttinni að bensínkostnaður forsetans sé rúm milljón fyrstu 10 mánuði ársins, hann hefur að vísu þrjá bíla til umráða.  Í athugasemd frá embættinu segir að þetta sé ekki kostnaður einungis vegna forsetans heldur einnig annarra starfsmanna.  Ég leyfi mér að spyrja, hve margir starfsmenn eru með bifreið frá embættinu og hvers vegna?

En ég hefði gjarnan vilja sjá fleiri tölur vegna fjárútláta embættisins í fréttatíma Stöðvar 2, en líklega hefði fréttatíminn ekki dugað til þess.

Nú ætti forsetinn í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu að halda að sér höndum og gæta þeirra fjármuna sem við útdeilum honum enda er það skilda hans að fara vel með það almannafé sem fer í rekstur embættisins.


mbl.is Forsetaembættið mótmælir frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get nú ekki sagt milljón krónur í bensín á fyrstu tíu mánuðum ársins sé ekki mikill peningur.m Maður hefur heyrt um venjulegar fjölskyldur sem borguðu nokkur hundruð þúsund í bensín á nokkrum mánuðum.  Hann ferðast náttúrulega mikið í kringum landið hann Óli.

Stefán Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 16:43

2 identicon

Þetta eru erfiðir tímar fyrir ykkur íhaldsmennina.

Gott að geta bent á eitthvað annað þegar íhaldið er búið að setja þjóðfélagið á hausinn, en það er nátturlega aukaatriði miðað við bruðlið hjá forsetaembættinu.

Ertan (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband