Leita í fréttum mbl.is

Það er merkilegt eitt og sér

Það vekur óneitanlega upp spurningar þegar áskorun sem þessi er send út til fjölmiðla.  Getur veri að sögusagnir um rótleysi og valdabaráttu innan flokksins eigi við rök að styðjast?

Það er merkilegt eitt og sér að stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skuli vilja skorast undan þeirri miklu ábyrgð sem hvílir á ríkisstjórn landsins, sem vissulega Samfylkingin er aðili að, nú þegar sjaldan eða aldrei liggur eins mikið við að stjórnarflokkarnir stýri þjóðinni út úr þeim miklu hremmingum sem dunið hafa yfir heimili og fyrirtæki í landinu. 

Eins einkennilegt og það nú hljómar þá virðast tveir flokkar vera þess fullvissir að sama niðurstaða og hefur verið að koma fram í skoðanakönnunum muni líta dagsins ljós ef kosið yrði nú til alþingis, Samfylking og Vinstri grænir.

Það skyldi þó aldrei vera að ákveðnir einstaklingar innan raða Samfylkingarinnar vildu knýja fram breytingar á forystu flokksins sérstaklega þegar bæði formaður og varaformaður flokksins hafa ekki látið til sín taka á þessum erfiðu tímum, Ingibjörg hefur því miður verið fjarverandi vegna veikinda en Ágúst hefur hinsvegar ekki átt uppá pallborðið þar sem honum virðist skorta það traust sem þarf til.  Það hefur ítrekað verið gengið framhjá honum og menn eru farnir að tala ansi hátt um að Björgvin G og Dagur B. eigi að fá stærri sess nú en áður.  Með því að kjósa þarf að stilla upp lista og vissulega opnar það möguleika á endurröðun innan flokksins.

Vinstri grænir vilja vissulega kosningar þar sem þeir eru í stjórnarandstöðu og hafa engu að tapa, ef þeirra fylgi mun aukast í kosningum þá finnst þeim það gott nú ef ekki þá eru þeir einfaldlega á sama stað og þeir eru í dag, hugsanlega má kalla það góða og gilda ástæðu, eða hvað?

Það er vissulega margt sem þarf að endurmeta í mínum flokk þ.m.t. verður að taka umræður um Evrópumálin bæði um aðildarviðræður sem og upptöku nýs gjaldmiðils.  Þessi mál þarf að ræða á faglegum grundvelli á yfirvegaðan hátt.  Þjóðin þarf ekki á að halda skyndiákvörðunum líkt og t.d varaformaður Samfylkingarinnar hefur verið að kalla eftir og sást glöggt í Silfri Egils fyrr í dag.

Vinstri grænir sem og margir aðrir hafa haldið uppi þeirri umræðu að ekkert sé að gerast og mótmæla eigi aðgerðaleysinu.  Þegar það sanna er að menn eru að vinna allan sólahringinn til þess að finna lausn á málunum.  Það sást vel á þeim góða aðgerðapakka sem ríkistjórnin hefur nú kynnt fyrir þjóðinni, hann má sjá á heimasíðu stjórnarráðsins.

Eins og ég hef reyndar sagt áður og mun eflaust segja aftur, ég treysti fáum ef nokkrum betur til þess að gegna starfi forsætisráðherra en einmitt Geir H. Haarde. 


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband