16.11.2008 | 13:19
Ekkert annað en aumingjaskapur
Ég skal fyrstu manna fagna öllum þeim sem mótmæla til þess að láta skoðun sína í ljós, enda hef ég alltaf stutt frelsi einstaklingsins í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur þ.m.t að mótmæla þegar hann telur á sér brotið eða þegar hann er ekki sammála því sem er að gerast í kringum hann.
Þegar ég las að hópur einstaklinga hafi ákveðið að færa þessi mótmæli í gær á lægra plan þá datt mér fyrst í hug að Lára Ómarsdóttir hafi verið á staðnum til þess að sjá til þess að fréttir af viðburðinum yrði meira "krassandi" í fréttaflutningnum líkt og gerðist við Rauðavatn hér fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Áttar þetta fólk sig ekki á því að það erum við öll sem þurfum að greiða fyrir lagfæringar og þrif eftir þessa "háttsemi"? En hvað stendur í raun og veru uppi eftir gærdaginn, eru það þessir einstaklingar sem ákveða að skemma eða óhreinka eigur okkar eða það að hátt í sex þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli til þess að mótmæla að þeirra sögn aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar?
Þinghúsið þrifið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
Athugaðu að þetta er atvinnuskapandi fyrir þá sem sjá um þrifin.
Þó mér hugnist betur að styrkja blómasala og garðyrkjubændur á annan hátt, það er að segja með því að gefa blóm og borða grænmeti.
En grænmetið sem kastað var þarna var nú ekki glæsilegt fyrir, sbr. mynd á blogginu mínu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:24
Úpps, gleymdi eggjabændum.
Kannski voru eggin líka komin yfir síðasta söludag?
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:25
Svo hefði líka verið nær að henda þessu í Stjórnarráðið, Seðlabankann eða á Suðurlandsbraut 32 (Fjármálaeftirlitið). En þar hefði þessi ltili hópur vitanlega ekki notið slíkrar athygli sem hann naut í gær, þegar 5970 manns (sirkabát, skv. fréttum) horfði á á staðnum. Man nú ekki svo glöggt hvort Stöð 2 sýndi mikið af eggjaslag, þá var ég að veifa hvítum fána og dreif mig svo heim!
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:29
Já, þetta eru hallærislegar aðfarir, eggjakast og grænmeti með skyri. Annað hvort eiga menn að rífa og brenna til grunna alþingishúsið og Bleðlabankann eða láta þessar fasteignir í friði! Allt annað er hálfkák og aumingjaskapur smábarna sem vilja hafa smá fútt í leiknum.
corvus corax, 16.11.2008 kl. 13:29
Corvus, þessar byggingar eru báðar úr massívum steini og því ansi hæpið að ætla að brenna þær til grunna. Mér væri að vísu mis-mikið sama um þær. Aldrei hafa mér þótt Svörtuloftin falleg, frekar en Orkuhúsið. Alþingishúsinu vil ég hins vegar ekki láta hrófla við, frekar en Dómkirkjunni.
Tillögur um að brenna þessar byggingar eða rífa eru í stíl við það þegar her BNA rústaði þjóðarbókhlöðunni í Baghdad og þar með dýrmætum fornaldar handritum. Eða þegar múslimar eyðilögðu fornar styttur af Búddha.
En ætli þú hafir ekki viljað ítreka að það ætti að láta þær í friði?
Ég sé samt ekki að húsin hafi neitt slæmt af eggjabaði eða klósettpappír, - það var þvegið burt að bragði, búið spil.
Eftir standa friðsamleg mótmæli þúsunda á Austurvelli.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:37
Nei ég vildi frekar benda á að friðsamlega mótmæli geta skilað álíka miklu og þessi skrílslæti. Það kostar hinsvegar peninga að þrífa húsin en sem betur fer þá verða ekki varanlegar skemmdir á þessu fallega húsi.
Óttarr Makuch, 16.11.2008 kl. 13:44
Óttar, ég er ósammála þér. Friðsamleg mótmæli geta skilað margföldum árangri á við skrílslæti - mér dettur ekki einu sinni í hug að bera þetta tvennt saman!
Ef þú skoðar sjálstæðisbaráttu Indverja og hugsun Gandhis þá veistu hvavð ég á við.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:52
Tel það nú samt hæpið að bera saman þessa atburði þ.e sjálfstæðisbaráttu Indverja og hugsun Gandhis við þessa atburði.
Óttarr Makuch, 16.11.2008 kl. 14:01
Ótarr, mér finnst það ekkert hæpið.
Við stöndum nefnilega frammi fyrir því að missa aftur sjálfsforræði okkar, eftir aðeins 64 ár sem lýðveldi.
Ég er heldur ekki að bera þetta tvennt saman með beinum hætti, heldur vil ég benda á það hverju hugarfar fær áorkað. Hugsun Gandhis um friðsamlegt andóf á víst við um fleiri en Indverja - hún er alheimsleg (universal).
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.