Leita í fréttum mbl.is

Ekkert annað en aumingjaskapur

Ég skal fyrstu manna fagna öllum þeim sem mótmæla til þess að láta skoðun sína í ljós, enda hef ég alltaf stutt frelsi einstaklingsins í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur þ.m.t að mótmæla þegar hann telur á sér brotið eða þegar hann er ekki sammála því sem er að gerast í kringum hann. 

Þegar ég las að hópur einstaklinga hafi ákveðið að færa þessi mótmæli í gær á lægra plan þá datt mér fyrst í hug að Lára Ómarsdóttir hafi verið á staðnum til þess að sjá til þess að fréttir af viðburðinum yrði meira "krassandi" í fréttaflutningnum líkt og gerðist við Rauðavatn hér fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Áttar þetta fólk sig ekki á því að það erum við öll sem þurfum að greiða fyrir lagfæringar og þrif eftir þessa "háttsemi"?  En hvað stendur í raun og veru uppi eftir gærdaginn, eru það þessir einstaklingar sem ákveða að skemma eða óhreinka eigur okkar eða það að hátt í sex þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli til þess að mótmæla að þeirra sögn aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar?

 


mbl.is Þinghúsið þrifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Athugaðu að þetta er atvinnuskapandi fyrir þá sem sjá um þrifin.

Þó mér hugnist betur að styrkja blómasala og garðyrkjubændur á annan hátt, það er að segja með því að gefa blóm og borða grænmeti.

En grænmetið sem kastað var þarna var nú ekki glæsilegt fyrir, sbr. mynd á blogginu mínu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, gleymdi eggjabændum.

Kannski voru eggin líka komin yfir síðasta söludag?

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo hefði líka verið nær að henda þessu í Stjórnarráðið, Seðlabankann eða á Suðurlandsbraut 32 (Fjármálaeftirlitið). En þar hefði þessi ltili hópur vitanlega ekki notið slíkrar athygli sem hann naut í gær, þegar 5970 manns (sirkabát, skv. fréttum) horfði á á staðnum. Man nú ekki svo glöggt hvort Stöð 2 sýndi mikið af eggjaslag, þá var ég að veifa hvítum fána og dreif mig svo heim!

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:29

4 Smámynd: corvus corax

Já, þetta eru hallærislegar aðfarir, eggjakast og grænmeti með skyri. Annað hvort eiga menn að rífa og brenna til grunna alþingishúsið og Bleðlabankann eða láta þessar fasteignir í friði! Allt annað er hálfkák og aumingjaskapur smábarna sem vilja hafa smá fútt í leiknum.

corvus corax, 16.11.2008 kl. 13:29

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Corvus, þessar byggingar eru báðar úr massívum steini og því ansi hæpið að ætla að brenna þær til grunna. Mér væri að vísu mis-mikið sama um þær. Aldrei hafa mér þótt Svörtuloftin falleg, frekar en Orkuhúsið. Alþingishúsinu vil ég hins vegar ekki láta hrófla við, frekar en Dómkirkjunni.

Tillögur um að brenna þessar byggingar eða rífa eru í stíl við það þegar her BNA rústaði þjóðarbókhlöðunni í Baghdad og þar með dýrmætum fornaldar handritum. Eða þegar múslimar eyðilögðu fornar styttur af Búddha.

En ætli þú hafir ekki viljað ítreka að það ætti að láta þær í friði?

Ég sé samt ekki að húsin hafi neitt slæmt af eggjabaði eða klósettpappír, - það var þvegið burt að bragði, búið spil.

Eftir standa friðsamleg mótmæli þúsunda á Austurvelli.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Nei ég vildi frekar benda á að friðsamlega mótmæli geta skilað álíka miklu og þessi skrílslæti.  Það kostar hinsvegar peninga að þrífa húsin en sem betur fer þá verða ekki varanlegar skemmdir á þessu fallega húsi.

Óttarr Makuch, 16.11.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Óttar, ég er ósammála þér. Friðsamleg mótmæli geta skilað margföldum árangri á við skrílslæti - mér dettur ekki einu sinni í hug að bera þetta tvennt saman!

Ef þú skoðar sjálstæðisbaráttu Indverja og hugsun Gandhis þá veistu hvavð ég á við.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Óttarr Makuch

Tel það nú samt hæpið að bera saman þessa atburði þ.e sjálfstæðisbaráttu Indverja og hugsun Gandhis við þessa atburði.

Óttarr Makuch, 16.11.2008 kl. 14:01

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ótarr, mér finnst það ekkert hæpið.

Við stöndum nefnilega frammi fyrir því að missa aftur sjálfsforræði okkar, eftir aðeins 64 ár sem lýðveldi.

Ég er heldur ekki að bera þetta tvennt saman með beinum hætti, heldur vil ég benda á það hverju hugarfar fær áorkað. Hugsun Gandhis um friðsamlegt andóf á víst við um fleiri en Indverja - hún er alheimsleg (universal).

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband