Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir - styðja svarta atvinnustarfsemi

VG-RN-2-Arni_Thor_Sigurdsson_004Það var alveg með ólíkindum að hlusta á þingmann Vinstri grænna, Árna Þór Sigurðsson, í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun þar sem hann lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við svarta atvinnustarfsemi í landinu.  Verið var að ræða um þá útlendinga sem sæta nú meðferð útlendingastofnunnar vegna umsóknar um dvala- og atvinnuleyfi.  Þar sagðist hann einfaldlega skilja það mjög vel að útlendingar stunduðu svarta atvinnustarfsemi til þess að ná sér í pening.  Merkilegt að hann skyldi ekki lýsa yfir stuðningi við íslenskt fólk sem stundar svarta atvinnustarfsemi, því þar geta verið jafn gildar ástæður og þær sem hann telur að útlendingarnir geti lagt fram.

Ég er mjög hissa á þessari yfirlýsingu þingmannsins og tel hana í meira lagi óviðeigandi.  Þingflokkur Vinstri grænna hefur verið duglegur að benda á ýmislegt sem þeim finnst ríkið eigi að gera með tilheyrandi kostnaði án þess að benda á hagræðingarleiðir á móti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óskar

Sagði hann ekki líka að til að koma í veg fyrir slíkt þá þyrfti að flýta afgreiðslu umræddra mála og ef ekki tækist að klára þau fljótt og vel (á annan hvorn veginn) þá yrðu viðkomandi að fá einvher réttindi þó ekki væri nema til bráðabirgða, t.d. atvinnuréttindi, slíkt myndi koma í veg fyrir að þessir einstaklingar þyrftu að vinna svarta vinnu.

Guðmundur Magnússon (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Rétt hjá þér Guðmundur, en það réttlætir ekki að þingmaður styðji svarta atvinnustarfsemi.

Óttarr Makuch, 15.9.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband