17.8.2008 | 11:48
49,2% borgarbúa styðja endurnýjaðan meirihluta í borginni.
Samkvæmt úrslitum borgarstjórnarkosninganna 2006 styðja 49,2% borgarbúa endurnýjaðan meirihluta borgarinnar. Sama hvað öllum skoðandakönnunum líður þá hefur meirihlutinn ótvíræð traust megin þorra borgarbúa samkvæmt síðustu kosningum.
Það er merkilegt að gera skoðanakönnun áður en meirihlutinn tekur við og úrtakið var aðeins 600 einstaklingar og einungis 55,5% svarenda tóku afstöðu sem þýðir í raun að rétt rúmlega 300 manns svöruðu spurningunni "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" en 89% eða rétt rúmlega 500 manns tóku afstöðu til spurningarinnar "styður þú nýmyndaðan meirihluta borgarstjórnar?" Hve áreiðanleg könnun er það sem er einungis með 600 manna úrtak?, ætli það sé ekki jafn mikið að marka þessa könnun og þær vefkannanir sem Fréttablaðið er með á hverjum degi í blaðinu og ekkert gefið upp um hver þátttakan var í könnuninni, líklega allt frá 20 manns uppí 2000 og allt þar á milli.
Landsmenn eru þó heppnir að hvorki er skipað í þingsæti, borgarstjórn eða sveitastjórnir landsins eftir skoðanakönnunum heldur með kosningum.
Einnig er merkilegt að sjá svör oddvita annarra stjórnmálaflokka hér í borginni.
Dagur B. Eggertsson segir "þungur dómur fyrir skollaleik", hann virðist þó gleymt að nota uppá halds orðið sitt þessa daganna sem er "klækjastjórnmál" en líklega mun hann ekki nota það orð mikið lengur þar sem honum hefur kurteisilega verið bent á hve öflugur hann hefur einmitt verið í "klækjastjórnmálum" sjálfur undanfarið en án árangurs.
Því það hlýtur að teljast til einsdæmis að menn reynir með beinum eða óbeinum hætti að fá kjörin borgarfulltrúa til þess að segja af sér svo varamaður hans komi inn sem borgarfulltrú til þess eins að hann sjálfur gæti orðið borgarstjóri á nýjan leik. Einnig er vert að að minna á hans klæki þegar Björn Ingi var "lokkaður" til samstarfs við myndun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri Grænna og Frjálslyndra á sínum tíma. Þar var nýttur ágreiningur sem uppi var og sá hraði sem á málinu var til þess að slíta þeim meirihluta sem hefur nú ákveðið að taka saman aftur. Var ekki sá örlaga ríki fundur 100 daga meirihlutans haldinn á vinnustað móður Dags B. Eggertssonar? Því hefði betur verið sleppt miðað við málefnasamning og efndir meirihlutans eins og borgarbúar muna eftir.
Svandís Svavarsdóttir segir "Nýr meirihluti er umboðslítill", það ætti kannski að benda Svandísi á að umboð borgarfulltrúa er fengið á kjördag en ekki í gegnum rúmlega 300 manna svarendalista hjá Fréttablaðinu. En líklegra er eftirfarandi svar Svandísar ekki síður merkilegt "við munum veita umboðslitla meirihlutanum öflug viðnám". Maður man varla eftir þessum annars ágæta borgarfulltrúa eftir að REI málið fór í nefnd sem hún var í forsvari fyrir, líklega verður hennar minnst sem eins máls borgarfulltrúa því það er einu sinni þannig að betra er að sitja á hliðarlínunni og benda á galla en að kynna lausnir - því sjaldnast fylgir gagnrýni VG tillaga að lausnum, því miður. En Vinstri Grænir hafa einnig verið ötulir boðberar "klækjastjórnmála" eins og Dagur B. vill kalla það, eins og sást best í fréttum fjölmiðlanna þegar einn liðsmaður flokksins gegndi lykilhlutverki við að reyna bola kjörnum borgarfulltrúa frá!
Ólafur F. Magnússon segir "Kjósendur átta sig á refskák", því miður gekk ekki það samstarf sem menn fóru í af heilum hug. Það er vissulega alltaf leiðinlegt þegar samstarf gengur ekki upp. Enn leiðinlegra er það þegar menn vilja reyna sverta samstarfsslitinn með svörtum blæ einungis til þess að reyna skemma út frá sér.
Ég tel að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins með Hönnu Birnu í broddi fylkingar ásamt borgarstjórnarflokk Framsóknarflokksins með Óskar Bergsson í fararbroddi hafi sýnt mikla pólitíska ábyrgð og leyst borgina úr þeim doða sem virðist hafa verin kominn upp og verið farinn að tefja fyrir stórum sem smáum mikilvægum verkefnum/ákvörðunum í borginni.
Ég er viss um að af verkum þeirra verða þau dæmd og þær tölur sem sjást nú í skoðanakönnun Fréttablaðsins verða ekki þær tölur sem taldar verða uppúr kjörkössum í borgarstjórnakosningunum 2010. Því fólk á ekki að gleyma því sem gerst hefur í höfuðborginni heldur þvert á móti að leggja spilin á borðið fyrir kjördag og skoða með gagnrýnum augum hvaða meirihluti það var sem lét hendur standa fram úr ermum og lét verkin tala ásamt því að tryggja aðhald í fjármálum borgarinnar. Þar tel ég að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks beri höfuð og herðar yfir svo kallaðan 100 daga meirihluta sem Dagur B. Eggertsson leiddi enda afar fátt sem sá meirihluti getur státað sig af.
Fyrir mitt leyti hlakkar mig til borgarstjórnakosninganna 2010.
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
337 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona skrifa örvæntingafullir Sjálfstæðismenn.... langt mál um ekki neitt.... þetta er staðan núna væni og verðu svona næst þegar kosið verður.... sorry
Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 11:55
Reyndar kemur skýrt fram í fréttinni að 89% tóku afstöðu gagnvart meirihlutanum, en aðeins 55% svöruðu spurningum um hvaða flokk þau myndu kjósa núna.
Steinn E. Sigurðarson, 17.8.2008 kl. 12:02
ertu ekki að lesa það sem þú vilt úr þessu?.
"Hringt var í 600 Reykvíkinga í gær. 89% tóku afstöðu til spurningar um meirihlutann og 55,5% til spurningar um einstaka flokka."
89% af úrtakinu er 534 manns, og þar af styðja einungis um 140 manns þennan nýja meirihluta.
Það er eitt að styðja sinn flokk, og annað að styðja sinn flokk í samstarfi með öðrum sem manni líkar illa við.
Jóhannes H (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 12:03
Og eftir það sem á hefur gengið, þá er nú varla hægt að miðast við úrslit síðustu kosninga til að segja til um fylgi meirihluta. Ég hugsa að margir myndu kjósa öðruvísi ef blásið væri við kosninga núna.
Jóhannes H (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 12:05
Þegar ég setti inn bloggið þá hefur einhverra hluta vegna ein setning dottið út, en ég hef að sjálfssögðu leiðrétt, því rétt skal vera rétt.
Vissulega voru 89% sem tóku afstöðu til spurningarinnar "styður þú nýjan meirihluta borgarstjórnar", það er vissulega rétt að það komi hér einnig fram.
Óttarr Makuch, 17.8.2008 kl. 12:17
Þetta er nú óskhyggja hjá þér. Ég veit ekki betur en að þessar Fréttablaðskannanir séu nokkuð nærri lagi. Það er ekki hægt að bera þær saman við þessar vefkannanir sem eru gjörsamlega marklausar. Það er einmitt synd að þurfa að styðjast við úrslitin úr síðustu kosningum miðað við allt sem hefur gerst síðan þá. Næstvaldamesti maður borgarinnar lenti í þriðja sæti í prófkjöri flokks sem rétt svo náði einum manni inn í síðustu kosningum. Hann kæmist ekki einu sinni með tærnar inn núna. Að segja að þetta fólk sé rúið trausti er móðgun við þá sem eru rúnir trausti! Það er mikil synd að geta ekki farið fram á nýjar kosningar.
MaggiRagg (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 12:56
Er maður ekki orðinn ansi örvæntingarfullur þegar maður telur það til tekna nýs meirihluta að flokkar hans skuli hafa fengið stuðning minnihluta kjósenda?
Auðvitað gilda kosningar en þegar flokkur gengur ítrekað gegn vilja yfir 70% kjósenda til þess eins að ná völdum að þá sýnir það bara virðingarleysi hans við lýðræðið sem og borgarbúa almennt.
Ingólfur, 17.8.2008 kl. 13:12
Sjálfðstæðisflokkurinn náði nýjum lægðum þegar þeir plötuðu Ólaf til samstarfs en það má með sanni segja að þeir. hafi svo sannarlega bitið hausinn af skömminni þegar þeir hentu Óla út og mynduðu meirihluta með framsókn.
Að sjálfsögðu er skömmin líka framsóknar að taka þátt í þessum fullkomna vitleysisgangi. Í stað þess að koma standandi undan þessu kjörtímabili þá eru sjálfstæðismenn að sýna það og sanna að þeir svífast einskis til vera í borgarstjórn, jafnvel þó að að það þýði að Reykjavíkurborg sé óstarfhæf mánuðum saman vegna endalausra meirihlutaskipta og vitleysisgangs.
Því miður kaus ég framsókn í síðustu kosningum, það voru mistök sem munu ekki endurtaka sig.
Maron Bergmann (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 00:20
Maggi, við verðum seint sammála um þessi mál, allavega svona í seinni tíð. En það skiptir ekki máli hvar oddviti Framsóknar hafnaði í prófkjöri flokksins, hann skipar nú fyrsta sæti listans.
Ingólfur Harri, Sjálfstæðisflokkurinn er með sjö borgarfulltrúa, það er ekki hreinn meirihluti en það er fjölmennasti borgarstjórnarflokkurinn.
Maron, borgin hefur ekki verið óstarfhæf mánuðum saman, líklega einungis í einhverja 100 daga þegar annar meirihlutinn var við völd, það sýndi sig að þá voru fáar ákvarðanir teknar því fólkið gat ekki tekið sig saman um ávarðanir.
Óttarr Makuch, 18.8.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.