Leita í fréttum mbl.is

Höldum áfram

Þegar það slitnaði uppúr samstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á sínum tíma urðu margir sjálfstæðismenn sárir enda ekki furða, þeir höfðu beðið þess engi að leysa borgarbúa undan klóm R-listans sáluga.  Þar sem úthverfi borgarinnar höfðu gleymst, enginn ný hjúkrunarrými höfðu verið reyst og síðast en ekki síðs hafði framúrkeyrsla í fjármálum orðin viðtekin venja en ekki undartekning.  Eftir langa bið kom upp ágreiningur sem mönnum bar ekki gæfa til þess að leysa á sínum tíma.

Góður félagi minn lýsti þessu við hjónaskilnað þar sem sambandið hafði farið út um þúfur þar sem hjónin hefðu verið ósammála og ég væri bara í sorgarferlinu á þeim tíma.

En eins og oft gerist þá skilja hjón á borð og sæng en ákveða svo að betra sé að leysa úr málunum því saman næðu þau betri árangri og væru hamingjusamari í saman en að vera aðskilin. 

Ég er þess fullviss að borgarbúar verða ánægðir með að samstarf Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sé nú aftur að verða að veruleika því eins og eflaust flestir muna náðist mikill árangur í borgarmálunum í fyrri meirihluta flokkanna.

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fjölmiðlum síðustu daga og þá sérstaklega í dag.  Þar sem miklar vangaveltur hafa verið uppi.  Viðtöl hafa verið við ýmsa stjórnmálasérfræðinga og oddvita flokkanna í minnihluta borgarinnar.  Hjá þeim síðarnefndu hefur verið vart við mikla gremju og biturð, tala menn um að sjálfstæðismenn hafi breytt pólitíkinni hér í borginni, sett borgarstjórastólinn og önnur völd á uppboð o.s.frv.  Ég tel að sá er svona hefur talað þurfi að lýta sér nær.  Því þar þráðu menn svo í völd að þeir sömdu við þrjá flokka og einn stakan borgarfulltrúa um meirihluta án málefnasamnings, án stefnu og án sjáanlegs árangurs.

Uppá slíkt samstarf býður Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur ekki.  Málefnasamningur fyrir meirihluta flokkanna verður til viðmiðunnar með breytingum í takt við ástand þjóðfélags- og efnahagsmála í dag.  Fulltrúar flokkanna munu vinna ótrauðir að málum borgarinnar og borgarbúa allra hvort sem þeir eru búsettir í miðbæ Reykjavíkur eða í úthverfum

Hanna Birna verður án efa okkur borgarbúum til mikils sóma og það verður spennandi að fá að fylgjast með og taka þátt í þeim fjölmörgu verkefnum sem framundan eru hér í borginni okkur borgarbúum til heilla.


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband