Leita í fréttum mbl.is

Berum virðingu fyrir íslenska þjóðfánanum...

... en við eigum ekki að vera hrædd við að nota hann við öll góð tækifæri.  Ég hef lengi verið hugsað um það hve íslendingar eru hræddir við að nota fánann sinn.  Við eigum að sjálfssögðu að bera mikla virðingu fyrir þjóðfána landsins en við eigum hinsvegar að nota hann til þess t.d að merkja alla íslenska framleiðslu, þá er ég ekki að tala um að merkja hann vörum sem framleiddar eru erlendis en seldar hinsvegar hérlendis sem íslensk vara.  En öll vara sem sannarlega er unnin hér á landi á að sjálfssögðu að vera merkt okkar fallega fána.

Einnig eiga fjölskyldur og fyrirtæki að vera ófeiminn við að nýta sér fánan við góð tækifæri með veifum, borðum og öðru því um líku en gæta þarf skynsemismarka og að sjálfssögðu að bera virðingu fyrir landi, þjóð og fána.


mbl.is Nærbuxur í fánalitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sammála við eigum að bera virðingu fyrir fána okkar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.8.2008 kl. 13:21

2 identicon

Sammála þér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:01

3 identicon

Ég var voða þjóðleg þegar Tinna varð 5 ára, þá fór hún í leikskólann með köku og ofan á henni voru fullt af íslenskum fánum :-)  Gerði þetta nú bara til að stríða Dönunum...... þeir eru með fánann sinn alls staðar og ég tala nú ekki um í afmælum.  Þeir urðu ekkert móðgaðir eða ég held ekki.

Flottar myndir frá Verslunarmannahelginni.  Hlakka svo til að sjá ykkur í haust.

Kveðja frá Köben

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband