5.8.2008 | 14:11
Hann mun sitja næstu fjögur árin... og það sjálfkjörinn!
Það verður seint sagt að það sé ekki fjúk í kringum Ólaf Ragnar, það hefur alla tíð verið hvort heldur þegar hann var þingmaður og nú þegar hann er forseti. Reyndar skrifaði ég einhverstaðar að nú þegar hann var sjálfkjörin forseti væri það mín skoðun að hann sæti ekki á forsetastóli með umboð frá landsmönnum. Reyndar þykir mér það heldur tapurt að forsetaembætti landsins skuli þykja svona lítt spennandi að enginn frambærilegur aðili skyldi taka ákvörðun um að bjóða sig á móti sitjandi forseta. Enda hefur það ávallt verið mín skoðun að embætti sem þetta á fólk að fá með skýrum kosningum en ekki með því að vera skjálfkjörið.
Ég hef einnig haft ákveðnar skoðanir um hvernig Ólafur Ragnar hefur farið með embættið og að mínu mati eru ekki allar þær breytingar sem hann hefur gert verið til góða.
Til að mynda á þetta embætti ekki að tala gegn þingi landsins, forsetinn á að vera sameiningatákn en ekki sundrungartól þjóðarinnar. Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitík hvorki beint eða óbeint enda á eina tengingin forsetans við pólitík að vera þegar hann afhentir einhverjum leyfi til stjórnarmyndunar. En því miður hefur Ólafur Ragnar ekki borið gæfa til þess að halda embættinu frá pólitík þvert á móti hefur hann leynt og ljóst reynd að gera embættið pólitískara með hverju ári sem líður. Hvernig dettur Ólafi í hug að taka upp gamlar stjórnmálaskoðanir úr litlum flokk sem fáir landsmenn studdu í kosningum og heimfært upp á þjóðina í heild. Það er hárrétt sem Björn Bjarnason segir að það hafi ávallt verið góður meirihluti sem studdi Nato aðild, varnarsamninginn sem og veru varnarliðsins. Ég man ekki betur en margir hafi kveinkað sér þegar herinn ákvað að fara og það liggur við að yfirmótmælendur landsins þeir Steingrímur J. og Ögmundur hafi mótmælt þó svo ég vilji nú kannski ekki fullyrða það.
Það er annað sem embættið þarf að taka á og er það gífurleg aukning á rekstrarkostnaði sem farið hefur fram úr öllu hófi ár eftir ár. Sá er situr sem forseti hlýtur að þurfa gæta hófs í rekstri líkt og aðrir enda ætti það að vera metnaður viðkomandi að skila góðu búi eins og góðum stjórnanda sæmir.
Einkennilega að orði komist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
39 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú segir "Til að mynda á þetta embætti ekki að tala gegn þingi landsins, forsetinn á að vera sameiningatákn en ekki sundrungartól þjóðarinnar."
ég spyr,á Alþingi eitthvað frekar að tala gegn Forseta Lýðveldis?
Forseti er þó kosin beinni kosningu atkvæðabærs fólks en alþingi suðupottur vinavæðingar og hrossakaupa þar sem hagsmunir flokka eru teknir framyfir hagsmuni kjósenda.
Kjósandi (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:24
Alltaf frekar leiðinlegt þegar fólk ákveður að skrifa inn athugasemdir en þorir ekki að koma fram undir nafni.
Það er nú varla hægt að lýkja saman þingi og forseta, eða er það?
Óttarr Makuch, 5.8.2008 kl. 23:23
Ólafur var skárri kostur en Ástþór.Annað hef ég ekki um málið að segja
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:25
haha já það get ég tekið undir, enda talaði ég um frambærilega frambjóðendur...
Óttarr Makuch, 6.8.2008 kl. 23:44
Óttarr þú getur sko verið svinslegur stundum!!!!/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 7.8.2008 kl. 13:00
þú svaraðir ekki spurninguni óttarr
Sigurður Hólm a.k.a Kjósandi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:53
Blessaður Sigurður,
Það eiga að vera skýrar línur á milli forseta og alþingis með boðleiðir/ferli klárar.
Óttarr Makuch, 11.8.2008 kl. 00:38
týpískt svar sjálfstæðismanns...innantómt blaður útí loftið um ekkert.
hvernig hefur brósi það ?
Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 01:06
Haha, svo þetta er hinn eini sannir Sigurður Hólm.
Brósi hefur það bara fínt, sjaldan verið hressari laus og liðugur...
Óttarr Makuch, 13.8.2008 kl. 23:44
Gott mál vinur,rakst á síðuna þína í tengslum við moggablogg og trúðu mér drengur að ég fylgist með þér í framtíðinni....svona hvolpar að derra sig
gaman að rekast á þig hérna,bestu kveðjur
Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.