Leita í fréttum mbl.is

Í útileigu með "venjulegan" tjaldvagn !

Já er nema von að maður segi í útileigu með "venjulegan" tjaldvagn, fjölskyldan er nú stödd í Húsafelli með þennan fína Compi Camp tjaldvagn sem við leigðum okkur hjá starfsmannafélaginu, vagninn er búinn öllum helstu þægindum á mælikvarða sem stóð fyllilega undir sínu 1995 eða svo.  Það fylgir honum gashellur, borð, stólar svo ekki sé nú talað um gashitaranum sem ekki fylgir nú með allsstaðar.  Við getum svo sem ekkert kvartað og erum síður en svo að því en ef ég lít út um gluggann hægra megin á tjaldvagninum þá er búið að leggja tíu metra löngum húsbíl eða á ég frekar að segja einbýlishúsi á hjólum sem búinn er öllum þægindum sem uppfylla svo sannarlega 2008. Í honum eru tveir flatskjáir, tölva, hjónarúm, klósett, sturta, uppþvottavél, innanhús símkerfi og gervihnattamóttakari, markísu og svo ekki sé nú talað um báða krossarana sem eru í kerru fyrir aftan bílinn, drullug upp fyrir hnakka svo greinilega hafa þau verið notuð um helgina.  Þá er komið að útsýninum sem blasir við mér þegar ég lít út um gluggan vinsta megin á tjaldvagninum þið munið þessum "venjulega" þar er búið að koma vel fyrir hjólhýsa af stærstu gerð velbúið og flott og ætti því að uppfylla allavega 2007 eða svo, einn flatskjár, tölva, klósett, sturta, markísa og gardínur bara svona svo eitthvað sé nú upptalið. 

Á meðan við hjónin spilum við krakkana veiðimann og ólsen ólsen eru unglingarnir á hinum stöðunum hugsanlega að spila EVE online eða aðra góða netleiki og maður getur ekki annað en glaðst yfir því að það sé 3G samband frá Símanum hér í Húsafelli svo fólk geti nú nýtt sér nýjustu tæknina út í hið ýtrasta.  En eitt er víst að allir skemmta sér hérna vel og greinilegt að gleðin skín út um hvern glugga hvort sem menn hýrast í "venjulegum" tjaldvagni, húsbíl eða hjólhýsi.

Hver segir svo að lífið sé ekki yndislegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, snilldar pistill Óttarr, þetta er alveg rétt sem þú lýsir hér, það eru þvílíku treilerarnir og hjólhýsin á fleygi ferð um landið. Lúxusinn er orðinn gríðarlegur.  Það kom strax uppí huga minn skot úr áramótaskaupinu nú síðast. Þegar hjónin fóru í útileguna í hjólhýsinu ´sinu, það var nákvæmlega ekkert brugðið út af vananum. Setið fyrir framan sjónvarpið og horft á dagskrá kvöldins. hehehe

  Það er lágmark að gera eitthvað allt annað en það sem maður gerir heima hjá sér þegar maður fer í útilegu. Það þarf eitthvað að standa uppúr.. Sammála ?

 Hafið það gott í fríinu og ég bið kærlegaað heilsa Kötu og börnunum.

Mæsa (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband