Leita í fréttum mbl.is

Norðurlandið

Ég verð að játa að það örlaði fyrir örlitlum pirringi í morgun.  Ég vaknaði um kl 07.00 og þegar ég var búinn að fara í sundlaugina hér á Akureyri þá áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að taka með hleðslutækið fyrir myndavélina og hún orðin batterílaus.....frekar fúlt sérstaklega þegar maður er að fara framhjá svo mörgum fallegum stöðum.  Ég er búinn að vera ferðast um sveitina hér í kringum höfuðstað norðulands.  Byrjaði á að fara á Húsavík svo hringinn í kringum Mývatn sem er himneskur staður á þessum árstíma, gaman að sjá hve allt var fallegt í hvítu vetrakápunni.   Nú áður en ég fór aftur inn í höfuðstaðinn þá þurfti ég að erindast aðeins á Grenivík.  Alltaf gaman að kíkja við þar og þó er sérstaklega skemmtilegt að hitta hjónin í Jónsabúð.  Þar kemur maður aldrei að tómum kofanum.  Á meðan drukkið var kaffi og gætt sér á lítilli sneið af vínarbrauði sem meistararnir í Brauðgerð Kristjáns á Akureyri bökuðu síðastliðna nótt þá var skipst á skemmtilegum sögum um sveitungana og að sjálfssögðu pólitíkina.  Þar voru sko enginn tæknileg mistök á ferð nema þá einna helst að ég fékk mér tvær sneiðar af þessari gómsætu vínarbrauðslengju en hefðí átt að láta eitt stykki duga.... en svona er þetta !

Hér á Akureyri er fallegt veður, hitastigið í kringum frostmark, logn og snjór yfir öllu.  Það var svo jólalegt úti að ég stóðst ekki mátið við að skjótast aðeins og kíkja á Jólagarðinn og skoða allt jólaskrautið sem hann hefur uppá að bjóða.  Alveg nauðsynleg heimsókn þegar maður kemur á norðulandið og enginn ætti keyra hér um svæðið án þess að koma við í Jólagarðinum það er heimsókn sem svíkur engann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þú varst að lýsa besta vetrarveðri sem maður getur hugsað sér. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.11.2006 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband