Leita í fréttum mbl.is

Útiálandibúar - Halló Akureyri

Ég vaknaði í dag á svipuðum tíma og flest alla aðra virka daga eða um klukkan 05.20 ég var hinsvegar ekki að fara í líkamsræktina heldur þurfti ég að bruna út úr höfuðborginni til höfuðstaðar norðurlands en þó með all mörgum stoppum á leiðinni.  Ég stoppaði á eftirtöldum stöðum í dag

Borgarnesi - Hvammstanga - Blöndósi - Skagaströnd - Sauðárkróki - Varmahlíð - Dalvík - Siglufjörður og svo höfuðstaður norðurlands sjálfur Akureyrarbær.  En ekki má maður gleyma að nefna þann stað sem allir ættu að stoppa á þegar þeir halda norður þe Staðarskáli.  Þar er nauðsynlegt að stoppa og heilsa upp á hressu stelpurnar og fá sér kaffisopa og heimagerðan ástarpung (en það er að sjálfssögðu bara leyft fyrir þá sem ekki eru í neinu átaki)  svo ég fékk mér bara kaffisopa og slurk af mjólkurafurð útí.

Það er óhætt að segja að veðrið hafi verið fallegt eins og alltaf á landsbyggðinni, þið kannist við þetta, ég held að það sé alveg sama á hvaða degi ársins maður hefur samband við "útiálandibúa" (þetta orð eru tæknileg mistök) þá er alltaf frábært veður og líklegast bara betra veður en elstu menn muna eftir að hafi verið áður Wink  En svo þegar maður kemur á staðinn þá var það var veðrið frábært rétt áður en maður kom á staðinn og svo auðvitað rétt eftir að maður fór frá staðnum er það komið aftur...... þetta er merkilegt þessar veðurfréttir hjá heimamönnum.  Ég á góðan til að mynda góðan við á Norðfirði fyrir austan sem fullyrðir það að það sé aldrei þoka á Norðfirði heldur bara lágskýjað Smile nú eða að það sé alltaf sól á Norðfirði en hún sést ekki alltaf útaf því hversu lágskýjað sé LoL

Ég tók nokkrar myndir í ferðinni í dag sem ég læt fylgja með svona til gamns.  Vek sérstaklega athygli á "jólahúsinu" þori varla að skrifa þetta orð þar sem þetta er skrásett vörumerki verslunar á Skólavörðustígnum, en ég tek sjénsinn.  Á Dalvík eru allir komnir á fullt að skreyta til þess að lýsa upp skammdegið.  Hér er dæmi um fallega skeytt jólahús, næst kemur mynd af hinum eina sanna kantrýbæ á íslandi og hvar skyldi hann nú vera annarsstaðar en á Skagaströnd með Hallbirni kúreka við endum svo myndaseríu dagsins með hjónunum sem taka á móti gestum og gangandi með bros á vör við hvammstangaveginn.

Jólin koma á Dalvík  Kátrýbærinn - Hinn eini sanni  Hjónin á Hvammstanga

Á morgun mun ég heimsækja

Húsavík - Mývatn og svo aftur höfuðstað norðurlands Akureyri, ég mun bæta inn einhverjum myndum af svæðinu á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ekki að vakna hress í höfuðstað norðurlands og fara í ræktina og heimsækja Jólahús norðurlands í lokin .  Þýðir ekkert að nota það sem afsökun að flækjast norður og halda að það dugi til að sleppa jimminu.  Nei kallinn minn í ræktina með þig ...........................

Kata (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband