Leita í fréttum mbl.is

Berjast saman gegn offitu

1131939347_23_1

Fréttablaðið, 20. nóv. 2006

Berjast saman gegn offitu

Sáttmáli um sameiginlega baráttu gegn offitu hefur verið undirritaður af fulltrúum Evrópulanda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í sáttmálanum er kallað eftir aukinni samstöðu á milli opinberra aðila, frjálsra félagasamtaka, einstaklinga og fjölskyldna.

Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og hefur tíðni hennar þrefaldast síðustu tvo áratugi. Þróunin þykir uggvænleg, ekki síst í ljósi þeirra heilbrigðisvandamála sem offita hefur í för með sér. Talið er að allt að sex prósent af útgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu megi rekja til offitu.


Er það ekki nákvæmlega þetta sem við þurfum hér í okkar litla landi?  Það er orðin staðreynd hvort sem við viðurkennum það eða ekki að offita er orðið stórt félagslegt- og heilbrigðislegt vandamál á Íslandi líkt og á mörgum öðrum stöðum í heiminum.  Við höfum oft talað um það hve ameríkanar séu orðnir svakalega fram og afturstæðir en erum við ekki að sigla í nákvæmlega sömu átt og þeir.   Ég hefði ekki trúað þvi að 6% af öllum peningum sem fer í heilbrigðiskerfið fari í mál tengd offitu.  Við erum ekki að tala um neina smáaura!  Ég er nú samt alls ekki að tala um að allir eigi að vera steyptir í sama mót en ég held samt að við þyrftum að gera stórátak í þessu málefni og það fyrir alla aldursflokka.

Nú er um að gera..... drífðu þig bara af stað, þetta er bara spurning að henda sér úti laugina og byrja.... trúðu mér ég kann allar þær afsakanir sem hægt er að kunna fyrir því að byrja ekki.  Taktu hendur úr vösum og hausinn úr sandinum og skráðu þig strax í dag.

www.hreyfing.is

www.worldclass.is

www.gym80.is

www.sporthusid.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband