Leita í fréttum mbl.is

Viðurkenning frá borgarstjóra

Á fimmtudaginn boðaði borgarstjórinn í Reykjavík til samkomu í Grasagarðinum í Laugardal til að fagna útkomu yfirlitsbæklings um afrakstur íbúasamráðsverkefnisins 1,2 og Reykjavík.  Bæklingurinn berst inn á um 46.000 heimili í borginni í fyrramálið.  
Í máli borgarstjóra kom fram að borgaryfirvöldum bárust á þriðja þúsund ábendinga á aðeins um þriggja mánaða tímabili.

Ábendingavefurinn 1, 2 og Reykjavík hefur reynst Reykjavíkurborg afar gagnlegt tæki og þegar hefur verið brugðist við fjölda ábendinga um viðhaldsverkefni af vefnum.   
Í lok ræðu sinnar veitti Ólafur F. Magnússon borgarstjóri stýrihópi Grafarholts sérstaka viðurkenningu fyrir öfluga og framsækna nálgun í íbúasamráði, m.a. í verkefnum með leikskólabörnum og unglingum.
Stýrihópinn mynduðu:
Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts,
Óttarr Guðlaugsson formaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, 
Gunnsteinn Olgeirsson frá Umhverfis- og samgöngusviðs
og Jóhann Diego frá Framkvæmda- og eignasviði.

Frá afhendingu viðurkenningar vegna 1, 2 og Reykjavík
Frá afhendingu viðurkenningar vegna 1, 2 og Reykjavík.
F.v.: Borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon, Gísli G. Guðjónsson frá Framkvæmda- og eignasviði sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Jóhanns Diegó, Jón B. Stefánsson frá hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Óttarrs Guðlaugssonar, Sólveig Reynisdóttir framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Gunnsteinn Olgeirsson frá Umhverfis- og samgöngusviði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar varst þú?Flott þetta.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Eg er staddur erlendis svo eg komst thvi midur ekki til thess ad taka a moti thessum verdlaunum.

Óttarr Makuch, 15.7.2008 kl. 17:34

3 identicon

Flott hjá þér Óttarr, þú stendur þig vel eins og alltaf.

Mæsa vinnufélagi (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband