Leita í fréttum mbl.is

Hafa þeir ekki efni á viðhaldi?

Það fer að líða að því að maður skipti út flugmiðanum fyrir heimferðina eða ákveði að hætta við heimferðina alfarið.  Allavega er þetta orðið ansi tíðar fréttir hjá Iceland Express að vélarnar séu bilaðar og því mikil seinkun á flugi, kannski einungis spurning hvenær vél frá þeim kemst ekki alla leið!?

Spurning hvort viðhaldi hjá þessari ferðaskrifstofu og samstarfsfyrirtæki hennar sé nægilega gott?  Allavega er það orðið daglegt brauð að vélar sem fljúga fyrir þá bili. 

Maður ætti kannski auðveldar með að skilja þetta ef þetta væri "lággjalda" flugfélag en það fer ekki mikið fyrir því, enda verðin álíka og hjá Icelandair.  En þar sem maður greiðir ekki lægsta verðið þá gerir maður þá kröfu til félagsins að þeir hafi efni á að sinna viðhaldi á þessum vélum!

Nú svo er bara spurning hvort maður komist heim í vikunni eða hvort allar vélar flugfélagsins verði bilaðar!  Alltaf gaman af smá óvissuferðum FootinMouth


mbl.is Tafir hjá Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óvissuferð með IE?Nei takk.Er annars sammála þér í færslunni

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:17

2 identicon

Sæll Óttarr, já það er spurning hvernig þetta fer með flugið heim, ég myndi ekki fljúga með þessu flugfélagi þó ég fengi borgað fyrir það. Það er bilun í hverri vikun ef það er ekki bilun þá er hevý seinkun...

 Icelandair stendur sig í stykkinu hvað varðar tímasetningar en verðin eru heldur hærri, ég borga meira fyrir  góða þjónustu ;)

 Líst vel á Esjugöngu með makanna, stefnum á þetta fljótlega...

Góða ferð heim ;)

Mæsa vinnupartner (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband