24.5.2008 | 17:29
Vestmannaeyjar sóttar heim
Eins og ég sagði frá hér um daginn þá sótti ég Vestmannaeyjar heim í vikunni, var þar frá þriðjudegi til fimmtudags í góðu veðri og skemmtilegum félagsskap. Tilefni ferðarinnar var útskriftarferð tíundabekkjar Öskjuhlíðarskóla. Systir mín hefur verið í skólanum frá sex ára aldri og nú er komin tími til þess að hverfa þaðan og á vit nýrra ævintýra. Hún er nú ein af þeim sem bíður spennt eftir svörum um í hvaða framhaldsskóla hún kemst inn á komandi hausti. Auðvitað er hún með ákveðnar skoðanir í hvaða skóla hún vill fara í svo það verður gaman að sjá hvort hún fái inn í drauma skólann.
En ferðin til Vestmannaeyja heppnaðist ákaflega vel enda ekki annað hægt þegar maður er að ferðast með eins lífsglöðum hópi og þarna var á ferðinni, held bara að ég hafi ekki hlegið eins mikið í mörg ár.
Gist var á Hótel Eyjum, en því miður get ég ekki gefið því hóteli svo mikið sem eina stjörnu, en hef þess í stað hef ég ákveðið að gefa þeim fimm tuskur og fimm möguleikum, sökum óþrifnaðar. Hótelið minnti mig reyndar á vændishús í Hong Kong sem ég sá í einhverri ameríski b mynd og alveg eins og því húsi þá ætti heilbrigðisfulltrúi að loka þessu hóteli hið snarasta sökum sóðaskapar og lélegs viðhalds. Held meira að segja að fræðimenn gætu haft gaman af því að skera lag af rykinu til þess að lesa í söguna, spurning hve mörg ár þær gætu komist til baka. Ég hvet því þá sem eiga erindi til Vestmannaeyja að leita gististaðar annarsstaðar.
En fyrst ég líki hótelinu við vændishús þá leyfi ég mér að líka veitingastaðnum sem við borðuðum á allar máltíðir ferðarinnar við Hilton. Ég hef sjaldan fengið eins góða þjónustu og maturinn var hreint út sagt stórkostlegur og ætti enginn sem fer til Vestmannaeyjar að missa af því að snæða mat þar. Þau Auður og Simmi eru gætt einhverri óþrjótandi þjónustulund og sjaldan fer brosið af þeim. Þau hjónin eiga einnig fyrirtækið Viking Tours sem annast rútuferðir á eyjunni sem og bátsferðir. Við fórum einmitt í rútuferð með leiðsögumanninum Alfreð sem fór á kostum í ferðinni enda sá hann um að keyra hópinn þegar á þurfti að halda. Alfreð fór með hópinn um alla eyjuna og fór yfir söguna sem og allt það sem fyrirbar í ferðinni. Þegar rútuferðinni lauk þá tók bátsferðin við og siglt var útí hellinn þar sem við fengum að njóta einkatónleika þar sem Simmi fór á kostum sem Clinton í öðru veldi og lék nokkur lög á saxafón. Sagan segir reyndar að þeir Simmi og Clinton hafi báðir gaman af því að spila á saxafón en þeir deila ekki áhuga á vindlum!
En þrátt fyrir léilegt hótel þá heppnaðist ferðin ákaflega vel og var það ekki sýst Auði og Simma að þakka. Eitt er víst að við systkynin eigum eftir að koma aftur í heimsókn til Vestmannaeyja og fara í aðra siglingu sem verður vonandi hringinn í kringum eyjarnar því mér er sagt að sú sigling sé mjög falleg.
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
Þetta ryk á hótelinu hefur að öllum líkindum verið aska frá gosinu 1973 er það ekki bara
Heiðar Már Guðlaugsson, 24.5.2008 kl. 19:00
Heyrðu ég sé aldrei myndina alla. En þesii stúlka í rauðu fötunum, er hún systir þín? Hún er svo sæt. Þetta hefur verið gaman.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.5.2008 kl. 02:03
Það skyldi þá aldrei vera að þetta væri bara askan. haha Én líklega er þetta frekar árgangur 2000 og eldri af ryki
Já mikið rétt, Sólveig er í rauðu úlpunni, systir okkar Heiðars
Óttarr Makuch, 25.5.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.