Leita í fréttum mbl.is

Vestmannaeyjar sóttar heim

IMG_0533Eins og ég sagði frá hér um daginn þá sótti ég Vestmannaeyjar heim í vikunni, var þar frá þriðjudegi til fimmtudags í góðu veðri og skemmtilegum félagsskap.  Tilefni ferðarinnar var útskriftarferð tíundabekkjar Öskjuhlíðarskóla.  Systir mín hefur verið í skólanum frá sex ára aldri og nú er komin tími til þess að hverfa þaðan og á vit nýrra ævintýra.  Hún er nú ein af þeim sem bíður spennt eftir svörum um í hvaða framhaldsskóla hún kemst inn á komandi hausti.  Auðvitað er hún með ákveðnar skoðanir í hvaða skóla hún vill fara í svo það verður gaman að sjá hvort hún fái inn í drauma skólann.

En ferðin til Vestmannaeyja heppnaðist ákaflega vel enda ekki annað hægt þegar maður er að ferðast með eins lífsglöðum hópi og þarna var á ferðinni, held bara að ég hafi ekki hlegið eins mikið í mörg ár.

Gist var á Hótel Eyjum, en því miður get ég ekki gefið því hóteli svo mikið sem eina stjörnu, en hef þess í stað hef ég ákveðið að gefa þeim fimm tuskur og fimm möguleikum, sökum óþrifnaðar.  Hótelið minnti mig reyndar á vændishús í Hong Kong sem ég sá í einhverri ameríski b mynd og alveg eins og því húsi þá ætti heilbrigðisfulltrúi að loka þessu hóteli hið snarasta sökum sóðaskapar og lélegs viðhalds.  Held meira að segja að fræðimenn gætu haft gaman af því að skera lag af rykinu til þess að lesa í söguna, spurning hve mörg ár þær gætu komist til baka.  Ég hvet því þá sem eiga erindi til Vestmannaeyja að leita gististaðar annarsstaðar.

En fyrst ég líki hótelinu við vændishús þá leyfi ég mér að líka veitingastaðnum sem við borðuðum á allar máltíðir ferðarinnar við Hilton.  Ég hef sjaldan fengið eins góða þjónustu og maturinn var hreint út sagt stórkostlegur og ætti enginn sem fer til Vestmannaeyjar að missa af því að snæða mat þar.  Þau Auður og Simmi eru gætt einhverri óþrjótandi þjónustulund og sjaldan fer brosið af þeim.  Þau hjónin eiga einnig fyrirtækið Viking Tours sem annast rútuferðir á eyjunni sem og bátsferðir.  Við fórum einmitt í rútuferð með leiðsögumanninum Alfreð sem fór á kostum í ferðinni enda sá hann um að keyra hópinn þegar á þurfti að halda.  Alfreð fór með hópinn um alla eyjuna og fór yfir söguna sem og allt það sem fyrirbar í ferðinni.  Þegar rútuferðinni lauk þá tók bátsferðin við og siglt var útí hellinn þar sem við fengum að njóta einkatónleika þar sem Simmi fór á kostum sem Clinton í öðru veldi og lék nokkur lög á saxafón.  Sagan segir reyndar að þeir Simmi og Clinton hafi báðir gaman af því að spila á saxafón en þeir deila ekki áhuga á vindlum!

IMG_0587En þrátt fyrir léilegt hótel þá heppnaðist ferðin ákaflega vel og var það ekki sýst Auði og Simma að þakka.  Eitt er víst að við systkynin eigum eftir að koma aftur í heimsókn til Vestmannaeyja og fara í aðra siglingu sem verður vonandi hringinn í kringum eyjarnar því mér er sagt að sú sigling sé mjög falleg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Már Guðlaugsson

Þetta ryk á hótelinu hefur að öllum líkindum verið aska frá gosinu 1973 er það ekki bara

Heiðar Már Guðlaugsson, 24.5.2008 kl. 19:00

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Heyrðu ég sé aldrei myndina alla. En þesii stúlka í rauðu fötunum, er hún systir þín? Hún er svo sæt.  Þetta hefur verið gaman.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.5.2008 kl. 02:03

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Það skyldi þá aldrei vera að þetta væri bara askan. haha  Én líklega er þetta frekar árgangur 2000 og eldri af ryki

Já mikið rétt, Sólveig er í rauðu úlpunni, systir okkar Heiðars

Óttarr Makuch, 25.5.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband