Leita í fréttum mbl.is

Situr á Bessastöðum án umboðs frá þjóðinni

176138AÞá hefur það verið staðfest að enginn mun bjóða sig fram gegn sitjandi forseta landsins og verður því Ólafur Ragnar sjálfkjörinn í embætti forseta Íslands, þann fyrsta ágúst hefst fjórða kjörtímabil hans. 

Þrátt fyrir að það sé ekkert sérstakt gleðiefni að forsetinn sé sjálfkjörin þá getur maður ekki annað en fagnað því að enginn "óraunhæfur" kostur bauð sig fram gegn Ólafi sem hefði einungis leitt til þess að ríkið hefði þurft að halda kosningar með tilheyrandi kostnaði.  Vissulega kostar lýðræðið sitt og þannig á það að vera. 

Það hefði þó verið betra ef hæfur einstaklingur hefði boðið sig fram gegn sitjandi forseta enda í raun situr Ólafur ekki áfram í embætti með stuðningi þjóðarinnar þar sem hann var ekki kosinn heldur einungis vegna þeirrar staðreyndar að enginn bauð sig fram gegn honum og hann því sjálfkjörinn.

Ég vill engu að síður óska Ólafi til hamingju með að fá að sitja sitt fjórða kjörtímabil og hvet hann til þess að gæta aðhalds í rekstri forsetaembættisins.

 


mbl.is Forsetinn sjálfkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Már Guðlaugsson

Ég held að meirihluti þjóðarinnar styðji Hr.Ólaf Ragnar.

Ég held að það kosti ekkert of mikið að hafa hann í embæti.

Ég held að það þurfi að stoppa vin þinn hann Geir H í ferðabrjálæðinu sínu og Sollu þar hafa nokkuð margar millurnar fokið í vitleysu.

Heiðar Már Guðlaugsson, 24.5.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er spurning að skoða fyrst kostnað forsetaembættisins Heiðar Már áður en farið er að gagnrýna forsætisráðherra nú eða utanríkisráðherra.  Sá síðarnefndi á að sjálfssögðu að ferðast mikið enda veigamikill hluti af starfsemi utanríkisráðherra..

En fyrst að þú ert nú farinn að benda í aðrar áttir en til forsetans þá mætti ég kannski benda þér á að Dagur B. er dýrasti borgarfulltrúinn miðað við heimsflakk því hann er töluvert yfir næsta borgarfulltrúa hvað ferðakostnað varðar.

En svo ég snúi mér aftur að Ólafi þá var ég ekki að tala um að hann nyti vinsælda heldur að hann "vann" ekki sætið heldur er bara sjálfskipaður.

Óttarr Makuch, 25.5.2008 kl. 10:43

3 identicon

Enda engin ástæða til að bjóða sig fram gegn svona öðlings manni sem hann Ólafur er.

kv Lína

Lína (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband