Leita í fréttum mbl.is

Piknik ferð fyrir sumarið!

Átakið hans BúaJá það hlýtur að teljast skrýtið fólk sem ákveður að fara í piknik ferð um miðjan apríl mánuð.  Allavega verður maður að hafa góða ástæðu til þess ekki satt?  Við höfðum svo sannarlega góða ástæðu því við ákváðum að fara og hitta vinnufélaga okkar sem dvalið hefur á Reykjalund síðustu vikur, á milli þess sem hann ákveður að hitta bóndann á KFC - reyndar segist hann bara hafa farið einu sinni, líklega stolist með því að húkka sér far frá Reykjalund inní Mosfellsbæ og aftur til baka.

 

Í heimsókn á ReykjalundiÁkvað eins manns eða öllu heldur eins konu skemmtinefnd deildarinnar eftir langa og stranga undirbúningsfundi að við skyldum skella okkur og hitta félaga okkar og snæða saman í lundi sem er rétt við Reykjalund, við létum það ekki á okkur fá þó svo Kári væri að blása og hitinn rétt rúmlega tvær gráður eða svo.   Fundum bara góða Laut sem veitti okkur skjól og gæddum okkur svo á heimatilbúna Spelt brauðinu hennar Helgu og ekki má heldur gleyma hafrakökunum hans Kristins, sem eru svo óhollar að þær eru líklega komnar hringinn og orðnar hollar þrátt fyrir kíló af smjöri og annað eins af einhverju örðu óhollu..... en góðar eru þær.

VeisluborðiðReyndar voru kræsingarnar á piknik borðinu slíkar að sagan segir að borðið hafi hreinlega svignað eða svifið fer eftir því við hvern er talað af ferðahópnum.....LoL

En það verður ánægjulegt þegar Sigvaldi snýr aftur til starfa, endurnærður og liðugri en fimleikamaður. 

Nú er bara spurning hvað nefndin segir um framhaldið....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband