Leita í fréttum mbl.is

Grjóti kastað úr glerhúsi

Set hér inn grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Það vakti athygli mína að ríkissjónvarpið þurfti þrisvar sinnum á nokkrum dögum að leiðrétta og biðjast fsökunar á rangfærslum um Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

Fyrst var það Kastljósið sem hélt því fram að hann hefði orðið tvísaga um kaupréttarsamninga starfsmanna Orkuveitunnar.  Það var rangt og beðist velvirðingar á því. Nokkrum dögum síðar var Vilhjálmur sakaður um að segja ósatt. Þá birtist í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins frétt um að Vilhjálmur hefði ekki haft formlegt álit frá borgarlögmanni um lögmæti eigendafundar Orkuveitunnar eins og hann hefði haldið fram í útvarpsviðtali í október.

Vilhjálmur hélt aldrei slíku fram og bað fréttastofan velvirðingar á því. Leiðréttingin var birt inni í fréttatímanum daginn eftir, en á rangfærslunni hafði verið hamrað fjórum sinnum daginn áður því hún var eitt af því helsta  sem var í fréttum. Og nú fyrir nokkrum dögum hélt fréttastofa Ríkissjónvarpsins því fram í fyrstu frétt að Vilhjálmur hefði ekki mætt á borgarstjórnarfund þann daginn. Mikið var gert úr því, þetta koma fram í inngangi fréttar þar sem fréttaþulur, Páll Magnússon, spurði fréttamann sem var staddur í Ráðhúsinu hvers vegnaVilhjálmur hefði verið fjarverandi. Þessi fullyrðing var hins vegar röng því Vilhjálmur var á fundinum.

Þessi rangfærsla var síðan leiðrétt í seinni fréttum Sjónvarpsins sem hafa mun minna áhorf en aðalfréttatíminn samkvæmt skoðanakönnunum. Það hlýtur að vera einstakt að svona komi upp þrisvar sinnum gagnvart sama manninum á örfáum dögum og það á ríkismiðli sem ávallt hefur lagt mikið upp úr trausti almennings á að farið sé rétt með.

Skattgreiðendur eiga heimtingu á því að ríkisfjölmiðlar vandi umfjöllun sína og geri ekki svona alvarleg mistök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband