Leita í fréttum mbl.is

12,73% félaga - er það ekki að segja okkur eitthvað?

Ég er einn félagsmanna VR - veit reyndar ekki af hverju ég er að halda í við þetta félag en hugsanlega af því maður er svona íhaldssamur, hver veit.

En að 12,73% félagsmanna skyldu hafa tekið þátt í kosningunni er auðvitað alveg afleidd niðurstaða og alls ekki til þess að hrósa húrra yfir.  En hugsanlega er til skýring á þessu þar sem vefurinn lá niðri um tíma í dag og ekki möguleiki á að kjósa á meðan.  Allavega þegar ég ætlaði að setja X-ið við NEI þá var það ekki hægt þar sem sagt var að vefurinn væri óaðgengilegur um stund.  Það er auðvitað auðveldasta leiðin til þess að fá samningin samþykktan þ.e að gefa svona fáum tækifæri á að taka þátt.  En auðvitað ætla ég ekki stjórn VR að beita slíkum bolabrögðum.

Fyrir mitt leiti þá gera þessir samningar aðeins eitt fyrir mig og það er að ýta undir að ég segi mig úr VR endanlega þar sem þeir gera lítið sem ekkert fyrir mig og þá væntanlega myndi ég færa skyldusparnaðinn í leiðinni enda ávöxtun annarsstaðar síður en svo lakari.

Ég get þó upplýst það hér að ég mætti eitt sinn á morgunverðafund með formanni VR og það sem formaður VR boðaði þar kom reyndar ekki í ljós við þessa kjarasamninga.  Þar ræddi hann um m.a að fækka þyrfti sumarleyfisdögum þar sem slíkt væri að gerast í þeim löndum sem við værum að bera okkur saman við.  En annars var þessi fundir fyrst og fremst upprifjun á sögu VR frá stofnun til dagsins í dag s.s. eitthvað sem maður hefði getað lesið á veraldarvefnum eða í fræðibókum en ekki þurft að fá formann félagsins til þess að segja manni frá.  Enda fyrir vikið komust ekki allar spurningar að sem fundarmenn hefðu gjarnan viljað spyrja um.

 


mbl.is Verslunarmenn samþykktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband